Girkin handtekinn fyrir að gagnrýna Pútín Samúel Karl Ólason skrifar 21. júlí 2023 11:26 Igor Girkin í Dónetsk árið 2014. Hann leiddi aðskilnaðarsinna þar um tíma og var yfirmaður í Leyniþjónustu Rússlands. EPA/PHOTOMIG Igor Girkin, fyrrverandi yfirmaður í Leyniþjónustu Rússlands (FSB) og fyrrverandi leiðtogi aðskilnaðarsinna í Dónetsk í Úkraínu, var handtekinn í Moskvu í morgun. Girkin var einnig í fyrra dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðkomu hans að því þegar MH17, flugvél Malasyia Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014. Menn undir stjórn Girkins notuð Buk-loftvarnarkerfi frá Rússlandi til að skjóta farþegaflugvélina niður. Farþegar vélarinnar voru 298 talsins og létu þeir allir lífið. Sjá einnig: Segja aðskilnaðarsinna hafa tekið við skipunum frá Rússum Girkin, sem gengur einnig undir nafninu Strelkov, var þó ekki handtekinn vegna MH17 heldur er hann sakaður um öfgar fyrir að gagnrýna Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og Varnarmálaráðuneytið vegna innrásarinnar í Úkraínu. Girkin er á þeim buxunum að Rússar hafi ekki stigið nógu hart fram gegn Úkraínu. Gagnrýni Girkin á Pútín hefur verið mjög mikil á köflum og hefur það vakið furðu að hann hafi ekki verið handtekinn áður. Eiginkona hans sagði frá handtökunni í morgun á samfélagsmiðlum. Hún var ekki heima þegar útsendarar FSB réðust til atlögu á heimili þeirra og handtóku hann um klukkan 11:30 að staðartíma. Vinafólk þeirra komst að því að hann hefði verið ákærður fyrir öfgar en hún hefur ekkert heyrt í honum og veit hún ekki hvar Girkin er niðurkominn. Girkin is done: his wife announced on his Telegram channel that Girkin was arrested this morning with the accusation of extremism.https://t.co/5ilK8blmKT pic.twitter.com/5HMACzVwQd— Dmitri (@wartranslated) July 21, 2023 Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Vladimír Pútín MH17 Tengdar fréttir Sagðir hafa fellt hundruð Rússa í einni árás Úkraínumenn eru sagðir hafa fellt hundruð rússneskra hermanna í einni árás í austurhluta Úkraínu á nýársnótt. Fregnir hafa borist af því að flugskeytum hafi verið skotið að skóla í bænum Makívka því þar hafi fjölmargir hermenn verið komnir saman. 2. janúar 2023 11:13 MH17: Ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syninum í hans hinstu för Faðir fórnarlambs sem lést þegar MH17, farþegaflugvél Malaysian Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syni hans í sinni hinstu för. Bakpokinn fannst nánast óskemmdur í braki vélarinnar. 10. september 2021 23:31 Einn leiðtoga aðskilnaðarsinna hættir Igor Girkin, leiðtogi hersveita aðskilnaðarsinna í borginni Donetsk í Úkraínu, hefur stigið til hliðar. 14. ágúst 2014 15:58 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Menn undir stjórn Girkins notuð Buk-loftvarnarkerfi frá Rússlandi til að skjóta farþegaflugvélina niður. Farþegar vélarinnar voru 298 talsins og létu þeir allir lífið. Sjá einnig: Segja aðskilnaðarsinna hafa tekið við skipunum frá Rússum Girkin, sem gengur einnig undir nafninu Strelkov, var þó ekki handtekinn vegna MH17 heldur er hann sakaður um öfgar fyrir að gagnrýna Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og Varnarmálaráðuneytið vegna innrásarinnar í Úkraínu. Girkin er á þeim buxunum að Rússar hafi ekki stigið nógu hart fram gegn Úkraínu. Gagnrýni Girkin á Pútín hefur verið mjög mikil á köflum og hefur það vakið furðu að hann hafi ekki verið handtekinn áður. Eiginkona hans sagði frá handtökunni í morgun á samfélagsmiðlum. Hún var ekki heima þegar útsendarar FSB réðust til atlögu á heimili þeirra og handtóku hann um klukkan 11:30 að staðartíma. Vinafólk þeirra komst að því að hann hefði verið ákærður fyrir öfgar en hún hefur ekkert heyrt í honum og veit hún ekki hvar Girkin er niðurkominn. Girkin is done: his wife announced on his Telegram channel that Girkin was arrested this morning with the accusation of extremism.https://t.co/5ilK8blmKT pic.twitter.com/5HMACzVwQd— Dmitri (@wartranslated) July 21, 2023
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Vladimír Pútín MH17 Tengdar fréttir Sagðir hafa fellt hundruð Rússa í einni árás Úkraínumenn eru sagðir hafa fellt hundruð rússneskra hermanna í einni árás í austurhluta Úkraínu á nýársnótt. Fregnir hafa borist af því að flugskeytum hafi verið skotið að skóla í bænum Makívka því þar hafi fjölmargir hermenn verið komnir saman. 2. janúar 2023 11:13 MH17: Ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syninum í hans hinstu för Faðir fórnarlambs sem lést þegar MH17, farþegaflugvél Malaysian Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syni hans í sinni hinstu för. Bakpokinn fannst nánast óskemmdur í braki vélarinnar. 10. september 2021 23:31 Einn leiðtoga aðskilnaðarsinna hættir Igor Girkin, leiðtogi hersveita aðskilnaðarsinna í borginni Donetsk í Úkraínu, hefur stigið til hliðar. 14. ágúst 2014 15:58 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Sagðir hafa fellt hundruð Rússa í einni árás Úkraínumenn eru sagðir hafa fellt hundruð rússneskra hermanna í einni árás í austurhluta Úkraínu á nýársnótt. Fregnir hafa borist af því að flugskeytum hafi verið skotið að skóla í bænum Makívka því þar hafi fjölmargir hermenn verið komnir saman. 2. janúar 2023 11:13
MH17: Ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syninum í hans hinstu för Faðir fórnarlambs sem lést þegar MH17, farþegaflugvél Malaysian Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syni hans í sinni hinstu för. Bakpokinn fannst nánast óskemmdur í braki vélarinnar. 10. september 2021 23:31
Einn leiðtoga aðskilnaðarsinna hættir Igor Girkin, leiðtogi hersveita aðskilnaðarsinna í borginni Donetsk í Úkraínu, hefur stigið til hliðar. 14. ágúst 2014 15:58