Langir dagar hjá slökkviliðinu: Hraunið nái til Suðurstrandarvegar upp úr miðjum ágúst Oddur Ævar Gunnarsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 18. júlí 2023 19:31 Mikið hefur mætt á slökkviliðsfólki undanfarna daga enda um mesta mosabruna að ræða í manna minnum. Vísir/Vilhelm Niðurstöður HEC-RAS hermunar Verkís á rennsli hraunsins í gosinu við Litla-Hrút sýnir að hraunrennsli muni ná til Suðurstrandarvegar upp úr miðjum ágúst. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá rannsóknarstofu í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands. Slökkviliðsmenn hafa undanfarna daga beitt tveimur aðferðum við að slökkva í gróðureldum á svæðinu og mæðir mikið á slökkviliðsfólki. Forsendur sem verkfræðingar gefa sér við hermunina eru þær að gosið haldist óbreytt hvað varðar kvikuframleiðni samsetningu, hitastig og seigju kvikunar, sem og að hraunáin viðhaldi sér og haldi áfram að lengjast. Fyrsta myndin sýnir legu hraunbreiðunnar eins og hermunin gaf hana í gær, þann 17. júlí. Stemmir hún vel við mælingar. Á annarri mynd má sjá að hraunið getur flætt úr skarðinu sem liggur beint austur af Meradölum þann 22. júlí. Á þriðju myndinni er gert ráð fyrir því að hraunbreiðan fari að nálgast Leggjabrótarhraun í lok mánaðar. Á þeirri fjórðu er því spáð að hraunið flæði fram af Méltunnuklifinu upp úr miðjum ágúst og nái þar með til Suðurstrandavegar. Nota tvær aðferðir gegn gróðureldunum við Litla-Hrút Fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar var á gossvæðinu um sjöleytið í kvöld. Mikill fjöldi fólks var á svæðinu. Varðstjóri hjá slökkvilið Grindavíkur segir vel hafa gengið að slökkva gróðurelda. „Þetta er þykkur mosi, hraun og stórgrýti. Þetta er glóðarbruni, hér er stórgrýti og jarðvegurinn mjög þurr. Eldurinn fer yfir alla skurði,“ segir Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri sem ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Tvær aðferðir séu notaðar. Stór trukkur með vatnstank og skurðgröfu undir honum þannig að hann komist áfram. Það gangi hægt. Hitt sé að nota vatnstanka sem fluttir eru með þyrlu Landhelgisgæslunnar. „Og dreifir með tvö til þrjúhundruð metra millibili, þar sem við erum með litlar dælur og bleytum jafnóðum, þannig að við séum að stoppa brunann. Þetta er glóðarbruni og nú er strekkingsvindur og vindurinn gerir ekki neitt nema að æsa glóðina upp. Þetta virkar, en þetta er tímafrekt og við komum bara ákveðið miklu vatni inni á svæðið. Þetta tekur bara tíma.“ Tekur þetta ekkert á þitt fólki, náið þið að hvíla ykkur? „Þetta eru langir dagar. Mitt lið er gríðarlega öflugt, þetta er ekki stórt lið en ég hef sjaldan verið eins stoltur af þeim og ég er núna. Við reynum að sofa en hljótum að gera okkur glaðan dag þegar við erum búnir að þessu.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Slökkvilið Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Forsendur sem verkfræðingar gefa sér við hermunina eru þær að gosið haldist óbreytt hvað varðar kvikuframleiðni samsetningu, hitastig og seigju kvikunar, sem og að hraunáin viðhaldi sér og haldi áfram að lengjast. Fyrsta myndin sýnir legu hraunbreiðunnar eins og hermunin gaf hana í gær, þann 17. júlí. Stemmir hún vel við mælingar. Á annarri mynd má sjá að hraunið getur flætt úr skarðinu sem liggur beint austur af Meradölum þann 22. júlí. Á þriðju myndinni er gert ráð fyrir því að hraunbreiðan fari að nálgast Leggjabrótarhraun í lok mánaðar. Á þeirri fjórðu er því spáð að hraunið flæði fram af Méltunnuklifinu upp úr miðjum ágúst og nái þar með til Suðurstrandavegar. Nota tvær aðferðir gegn gróðureldunum við Litla-Hrút Fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar var á gossvæðinu um sjöleytið í kvöld. Mikill fjöldi fólks var á svæðinu. Varðstjóri hjá slökkvilið Grindavíkur segir vel hafa gengið að slökkva gróðurelda. „Þetta er þykkur mosi, hraun og stórgrýti. Þetta er glóðarbruni, hér er stórgrýti og jarðvegurinn mjög þurr. Eldurinn fer yfir alla skurði,“ segir Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri sem ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Tvær aðferðir séu notaðar. Stór trukkur með vatnstank og skurðgröfu undir honum þannig að hann komist áfram. Það gangi hægt. Hitt sé að nota vatnstanka sem fluttir eru með þyrlu Landhelgisgæslunnar. „Og dreifir með tvö til þrjúhundruð metra millibili, þar sem við erum með litlar dælur og bleytum jafnóðum, þannig að við séum að stoppa brunann. Þetta er glóðarbruni og nú er strekkingsvindur og vindurinn gerir ekki neitt nema að æsa glóðina upp. Þetta virkar, en þetta er tímafrekt og við komum bara ákveðið miklu vatni inni á svæðið. Þetta tekur bara tíma.“ Tekur þetta ekkert á þitt fólki, náið þið að hvíla ykkur? „Þetta eru langir dagar. Mitt lið er gríðarlega öflugt, þetta er ekki stórt lið en ég hef sjaldan verið eins stoltur af þeim og ég er núna. Við reynum að sofa en hljótum að gera okkur glaðan dag þegar við erum búnir að þessu.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Slökkvilið Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira