Stjórnarandstaðan biður Katrínu um að kalla þing saman Samúel Karl Ólason skrifar 8. júlí 2023 11:09 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur áður sagt að hún muni líklega ekki kalla þing saman á nýjan leik. Vísir/Vilhelm Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði tillaga til forseta Íslands um að kalla þing saman aftur. Formennirnir segja að þingið þurfi að taka þrjú mál til umræðu. Fyrsta málið snýr að sölu eignarhluta ríkisins á Íslandsbanka. Annað snýr að stöðvun veiða á langreyðum við Ísland Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í gær að hún ætti ekki von á því að hún myndi kalla saman þing aftur vegna greinargerðar um starfsemi Lindarhvols. Það var eftir að þingmenn Miðflokksins sendu henni erindi en nú hafa aðrir þingflokkar tekið undir beiðnina. Sjá einnig: „Á ekki von á að kalla saman þing“ Íslandsbanki var nýverið sektaður vegna sölu 22,5 prósenta eignarhluts bankans og vankanta á framkvæmd sölunnar. Seðlabankinn á enn eftir að skila úttekt á öðrum söluaðilum útboðsins og þá hefur Ríkisendurskoðandi tilkynnt framhaldsúttekt vegna söluferlisins, eins og fram kemur í yfirlýsingu frá þingflokksformönnunum. Sjá einnig: Brot bankans mögulega rakin til brotalama hjá Bankasýslunni Svandís Svavarsdóttir ,matvælaráðherra, stöðvaði hvalveiði tímabundið í síðasta mánuði, rétt áður en veiðarnar áttu að hefjast. Mikið hefur verið deilt um þá ákvörðun. Sjá einnig: „SFS er augljóslega að túlka málið sér í hag og ég er ósammála þeirri túlkun“ Þá var nýverið birt greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols en það er félag sem stofnað var árið 2016 af Bjarna Benediktssyni, þáverandi og núverandi fjármála- og efnahagsráðherra, til þess að halda utan um þær eignir sem ríkið eignaðist vegna stöðugleikaframlaga. Alþingi Salan á Íslandsbanka Hvalveiðar Starfsemi Lindarhvols Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekki verið að neita þingmönnum um upplýsingar um bankasöluna Þingmaður Viðreisnar furðar sig á því að formaður fjárlaganefndar Alþingis vilji ekki óska eftir upplýsingum er varða söluna á Íslandsbanka fyrr en í september. Formaðurinn segir að boða verði til nefndarfundar áður en óskað sé eftir þeim. Það verði gert þegar þing kemur saman aftur þar sem einungis sé hægt að boða aukafund í sumar ef brýna nauðsyn beri til. 8. júlí 2023 10:38 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Fyrsta málið snýr að sölu eignarhluta ríkisins á Íslandsbanka. Annað snýr að stöðvun veiða á langreyðum við Ísland Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í gær að hún ætti ekki von á því að hún myndi kalla saman þing aftur vegna greinargerðar um starfsemi Lindarhvols. Það var eftir að þingmenn Miðflokksins sendu henni erindi en nú hafa aðrir þingflokkar tekið undir beiðnina. Sjá einnig: „Á ekki von á að kalla saman þing“ Íslandsbanki var nýverið sektaður vegna sölu 22,5 prósenta eignarhluts bankans og vankanta á framkvæmd sölunnar. Seðlabankinn á enn eftir að skila úttekt á öðrum söluaðilum útboðsins og þá hefur Ríkisendurskoðandi tilkynnt framhaldsúttekt vegna söluferlisins, eins og fram kemur í yfirlýsingu frá þingflokksformönnunum. Sjá einnig: Brot bankans mögulega rakin til brotalama hjá Bankasýslunni Svandís Svavarsdóttir ,matvælaráðherra, stöðvaði hvalveiði tímabundið í síðasta mánuði, rétt áður en veiðarnar áttu að hefjast. Mikið hefur verið deilt um þá ákvörðun. Sjá einnig: „SFS er augljóslega að túlka málið sér í hag og ég er ósammála þeirri túlkun“ Þá var nýverið birt greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols en það er félag sem stofnað var árið 2016 af Bjarna Benediktssyni, þáverandi og núverandi fjármála- og efnahagsráðherra, til þess að halda utan um þær eignir sem ríkið eignaðist vegna stöðugleikaframlaga.
Alþingi Salan á Íslandsbanka Hvalveiðar Starfsemi Lindarhvols Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekki verið að neita þingmönnum um upplýsingar um bankasöluna Þingmaður Viðreisnar furðar sig á því að formaður fjárlaganefndar Alþingis vilji ekki óska eftir upplýsingum er varða söluna á Íslandsbanka fyrr en í september. Formaðurinn segir að boða verði til nefndarfundar áður en óskað sé eftir þeim. Það verði gert þegar þing kemur saman aftur þar sem einungis sé hægt að boða aukafund í sumar ef brýna nauðsyn beri til. 8. júlí 2023 10:38 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Ekki verið að neita þingmönnum um upplýsingar um bankasöluna Þingmaður Viðreisnar furðar sig á því að formaður fjárlaganefndar Alþingis vilji ekki óska eftir upplýsingum er varða söluna á Íslandsbanka fyrr en í september. Formaðurinn segir að boða verði til nefndarfundar áður en óskað sé eftir þeim. Það verði gert þegar þing kemur saman aftur þar sem einungis sé hægt að boða aukafund í sumar ef brýna nauðsyn beri til. 8. júlí 2023 10:38