Heitasti staki dagurinn frá upphafi mælinga Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2023 09:50 Öryggisvörður með viftu um hálsinn þerrar svita í hitabylgju í Beijing í Kína mánudaginn 3. júlí. Hitinn þar fór yfir 35 gráður níu daga í röð í síðustu viku en mánudagurinn er talinn heitasti dagur á jörðinni frá upphafi mælinga. AP/Andy Wong Bráðabirgðatölur benda til þess að mánudaginn 3. júlí hafi verið heitasti einstaki dagur á jörðinni frá því að mælingar hófust. Meðalhiti jarðar fór þá í fyrsta skipti yfir sautján gráður. Hlýindin eru að hluta til knúin af sterkum El niño-atburði í Kyrrahafinu. Tvær bandarískar stofnanir sem halda utan um hitatölur telja að meðalhiti jarðar hafi náð 17,01 gráðu 3. júlí. Sló hitinn fyrra met sem var 16,92 gráður frá ágúst 2016. Það ár er jafnframt það hlýjasta til þessa en þá keyrði sterkur El niño einnig hitann upp. Hitinn er sá mesti sem hefur mælst á einum degi frá því að gervihnattaathuganir hófust árið 1979. Breska ríkisútvarpið BBC segir að sérfræðingar telji að hann sé einnig sá mesti frá því að veðurathuganir hófust af krafti á síðari hluta 19. aldar. Eins og að hoppa í rúllustiga Orsök hitans nú er tvíþætt. Annars vegar valda aukin gróðurhúsaáhrif vegna stórfelldrar losunar manna á koltvísýringi því að jörðin heldur fastar í varma en hins vegar þrýstir El niño-viðburðurinn meðalhitanum upp. El niño er náttúruleg sveifla sem birtist í hlýnun í miðju og austanverðu hitabeltissvæði Kyrrahafsins. Veðurviðburðurinn veldur meðal annars úrkomubreytingum víða um jörðina og veldur almennri hlýnun. Hann á sér stað á tveggja til sjö ára fresti að meðaltali og stendur yfirleitt yfir í níu til tólf mánuði. Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) lýsti því formlega yfir að El niño-viðburður væri hafinn í gær. Hann yrði að minnsta kosti miðlugssterkur og níutíu prósent líkur væru á því að hann héldi áfram fram á seinni hluta ársins. Líklegast sé að mest áhrif El niño á meðalhita jarðar komi fram á næsta ári. Þrátt fyrir að loftslagsbreytingar af völdum manna séu mældar yfir mun lengra tímabil en stakan dag segir Deke Arndt, forstöðumaður Umhverfisupplýsingamiðstöðvar Bandaríkjanna, að viðlíka hiti og mældist á mánudag sæist ekki án losunar manna á gróðurhúsalofttegundum og El niño. Í samtali við AP-fréttastofuna líkir Arndt loftslagsbreytingum af völdum manna við rúllustiga þar sem hitinn er á leiðinni upp. El niño sé sambærilegt við að hoppa á meðan maður stendur í rúllustiganum. Líklega aðeins fyrsta metið í röð metaröð Óvenjuheitt er nú víða um jörð. Þrálátur hitapollur hefur verið yfir sunnanverðum Bandaríkjunum og norðanverðu Mexíkó undanfarnar vikur. Í Beijing í Kína mældist hitinn yfir 35 gráðum níu daga í röð í síðustu viku. Í Norður-Afríku hefur hitinn náð allt að fimmtíu gráðum. Jafnvel á Suðurskautslandinu var sett hitamet í júlí þegar hitamælirinn sýndi 8,7 gráður á Argentínueyjum. Áður en óformlega hitametið slegið á mánudag setti júní líklega met sem hlýjasti júnímánuður í mælingasögunni. Sjávarhiti sló sömuleiðis met í apríl og maí. Ólíklegt er að þetta verði síðustu hitamet ársins. „Því miður lítur þetta út fyrir að vera aðeins fyrsta metið í röð þeirra sem verða sett á þessu ári eftir því sem aukin losun gróðurhúsalofttegunda ásamt vaxandi El niño-viðburði ýtir hitanum upp í nýjar hæðir,“ segir Zeke Hausfather, loftslagsvísindamaður við Berkeley Earth-stofnunina. Hertar reglur Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar um losun brennisteinsoxíðs munu leiða til hreinna lofts en einnig meiri hlýnunar jarðar.Vísir/EPA Ólíklegt að minni svifryksmengun sé um að kenna Nokkuð hefur verið rætt um að hreinni útblástur frá flutningaskipum kunni að eiga þátt í óvenjumiklum sjávarhlýindum. Hertar reglur um útblástur skipa hefur leitt til tíu prósent samdráttar í losun brennisteinsoxíðs frá því að þær tóku gildi fyrir þremur árum. Brennisteinsoxíðiðsvifryk er skaðlegt heilsu fólks en agnirnar endurvarpa hins vegar sólarljósi og stuðla að skýjamyndun sem endurvarpa ljósi og draga þannig úr hlýnun jarðar. Fylgifiskur hreinna lofts er því aukin hlýnun. Tveir sérfræðingar, fyrrnefndur Hausfather, og Piers Forster, prófessor í loftslagseðlisfræði við Háskólanna í Leeds á Englandi, áætla að nýju útblástursreglurnar leiði til um það bil 0,05 gráðu hækkunar meðalhita jarðar fyrir árið 2050. Það er svipuð hlýnun og hlýst af tveimur árum af núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum. Þrátt fyrir það sé ólíklegt að minni loftmengun sé aðalástæða hlýindanna í hafinu nú. Líklegt sé að innan við helmingur hlýnunaráhrifa minni brennisteinslosunar séu komin fram að þau séu líklega aðeins hundraðshlutar af gráður á heimsvísu. Hitinn í sjónum hafi aftur á móti verið um 0,2 gráðum yfir fyrra meti. Vatsngufa í heiðhvolfinu frá eldgosinu mikla í Hunga Tonga í Kyrrahafi í fyrra, óvenjulítið sandfok frá Saharaeyðimörkinni yfir Norður-Atlantshafið í hitabeltinu og vaxandi El niño ráði líklega mestu um sjávarhitabylgjuna. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Tvær bandarískar stofnanir sem halda utan um hitatölur telja að meðalhiti jarðar hafi náð 17,01 gráðu 3. júlí. Sló hitinn fyrra met sem var 16,92 gráður frá ágúst 2016. Það ár er jafnframt það hlýjasta til þessa en þá keyrði sterkur El niño einnig hitann upp. Hitinn er sá mesti sem hefur mælst á einum degi frá því að gervihnattaathuganir hófust árið 1979. Breska ríkisútvarpið BBC segir að sérfræðingar telji að hann sé einnig sá mesti frá því að veðurathuganir hófust af krafti á síðari hluta 19. aldar. Eins og að hoppa í rúllustiga Orsök hitans nú er tvíþætt. Annars vegar valda aukin gróðurhúsaáhrif vegna stórfelldrar losunar manna á koltvísýringi því að jörðin heldur fastar í varma en hins vegar þrýstir El niño-viðburðurinn meðalhitanum upp. El niño er náttúruleg sveifla sem birtist í hlýnun í miðju og austanverðu hitabeltissvæði Kyrrahafsins. Veðurviðburðurinn veldur meðal annars úrkomubreytingum víða um jörðina og veldur almennri hlýnun. Hann á sér stað á tveggja til sjö ára fresti að meðaltali og stendur yfirleitt yfir í níu til tólf mánuði. Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) lýsti því formlega yfir að El niño-viðburður væri hafinn í gær. Hann yrði að minnsta kosti miðlugssterkur og níutíu prósent líkur væru á því að hann héldi áfram fram á seinni hluta ársins. Líklegast sé að mest áhrif El niño á meðalhita jarðar komi fram á næsta ári. Þrátt fyrir að loftslagsbreytingar af völdum manna séu mældar yfir mun lengra tímabil en stakan dag segir Deke Arndt, forstöðumaður Umhverfisupplýsingamiðstöðvar Bandaríkjanna, að viðlíka hiti og mældist á mánudag sæist ekki án losunar manna á gróðurhúsalofttegundum og El niño. Í samtali við AP-fréttastofuna líkir Arndt loftslagsbreytingum af völdum manna við rúllustiga þar sem hitinn er á leiðinni upp. El niño sé sambærilegt við að hoppa á meðan maður stendur í rúllustiganum. Líklega aðeins fyrsta metið í röð metaröð Óvenjuheitt er nú víða um jörð. Þrálátur hitapollur hefur verið yfir sunnanverðum Bandaríkjunum og norðanverðu Mexíkó undanfarnar vikur. Í Beijing í Kína mældist hitinn yfir 35 gráðum níu daga í röð í síðustu viku. Í Norður-Afríku hefur hitinn náð allt að fimmtíu gráðum. Jafnvel á Suðurskautslandinu var sett hitamet í júlí þegar hitamælirinn sýndi 8,7 gráður á Argentínueyjum. Áður en óformlega hitametið slegið á mánudag setti júní líklega met sem hlýjasti júnímánuður í mælingasögunni. Sjávarhiti sló sömuleiðis met í apríl og maí. Ólíklegt er að þetta verði síðustu hitamet ársins. „Því miður lítur þetta út fyrir að vera aðeins fyrsta metið í röð þeirra sem verða sett á þessu ári eftir því sem aukin losun gróðurhúsalofttegunda ásamt vaxandi El niño-viðburði ýtir hitanum upp í nýjar hæðir,“ segir Zeke Hausfather, loftslagsvísindamaður við Berkeley Earth-stofnunina. Hertar reglur Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar um losun brennisteinsoxíðs munu leiða til hreinna lofts en einnig meiri hlýnunar jarðar.Vísir/EPA Ólíklegt að minni svifryksmengun sé um að kenna Nokkuð hefur verið rætt um að hreinni útblástur frá flutningaskipum kunni að eiga þátt í óvenjumiklum sjávarhlýindum. Hertar reglur um útblástur skipa hefur leitt til tíu prósent samdráttar í losun brennisteinsoxíðs frá því að þær tóku gildi fyrir þremur árum. Brennisteinsoxíðiðsvifryk er skaðlegt heilsu fólks en agnirnar endurvarpa hins vegar sólarljósi og stuðla að skýjamyndun sem endurvarpa ljósi og draga þannig úr hlýnun jarðar. Fylgifiskur hreinna lofts er því aukin hlýnun. Tveir sérfræðingar, fyrrnefndur Hausfather, og Piers Forster, prófessor í loftslagseðlisfræði við Háskólanna í Leeds á Englandi, áætla að nýju útblástursreglurnar leiði til um það bil 0,05 gráðu hækkunar meðalhita jarðar fyrir árið 2050. Það er svipuð hlýnun og hlýst af tveimur árum af núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum. Þrátt fyrir það sé ólíklegt að minni loftmengun sé aðalástæða hlýindanna í hafinu nú. Líklegt sé að innan við helmingur hlýnunaráhrifa minni brennisteinslosunar séu komin fram að þau séu líklega aðeins hundraðshlutar af gráður á heimsvísu. Hitinn í sjónum hafi aftur á móti verið um 0,2 gráðum yfir fyrra meti. Vatsngufa í heiðhvolfinu frá eldgosinu mikla í Hunga Tonga í Kyrrahafi í fyrra, óvenjulítið sandfok frá Saharaeyðimörkinni yfir Norður-Atlantshafið í hitabeltinu og vaxandi El niño ráði líklega mestu um sjávarhitabylgjuna.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira