Segja aðgerðirnar á Vesturbakkanum geta varað í fleiri daga Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2023 16:01 Sjúkraflutningamenn bera særðan Palestínumann í flóttamannabúðum í Jenín á Vesturbakkanum í dag. AP/Nasser Nasser Fulltrúi Ísraelshers segir að aðgerðir hans gegn vígahópum á Vesturbakkanum gætu varað í nokkra daga. Átta Palestínumenn eru nú sagðir látnir í aðgerðum Ísraelsmanna sem er lýst sem þeim umfangsmestu í tuttugu ár. Hundruð ísraelskra hermanna studdir drónum úr lofti réðust á vígi herskárra sveita í flóttamannabúðum í Jenín á Vesturbakkanum snemma í morgun. Jarðýtur hafa rutt hermönnum leið í gegnum þröngar götu og skemmt hús. Íbúar í Jenín segja AP-fréttastofunni að rafmagn hafi verið tekið af sums staðar. Götubardagar á milli hermanna og vopnaðra Palestínumanna hafa geisað. Palestínsk yfirvöld segja að átta séu látnir í það minnsta og tugi séu sárir. Ísraelsher segir sjö „hryðjuverkamenn“ látna. Richard Hecht, undirofursti og talsmaður Ísraeslhers, segir breska ríkisútvarpinu BBC að hernaðaraðgerðin beinist að hryðjuverkamönnum í Jenín. Tilefnið sé tíðari árásir á Ísraela undanfarið. „Við erum í miðjum aðgerðum. Við erum ekki hér til þess að halda vígi eða vera um kyrrt. Við einbeitum okkur að ákveðnum skotmörkum í búðunum. Þannig að það gæti tekið klukkustundir eða kannski einn dag eða tvo, eins lengi og þarf til þess að uppræta það hugarfar að þetta sé öruggur staður fyrir hryðjuverkamenn,“ segir Hecht. Innrás en ekki hernaðaraðgerð Husam Zomlot, yfirmaður sendinefndar Palestínumanna í Bretlandi, segir BBC að um innrás sé að ræða frekar en hernaðaraðgerð. Gagnrýndi hann alþjóðsamfélagið fyrir að leyfa Ísraelum að komast upp með það. Bandaríkjastjórn segist fylgjast með atburðum á Vesturbakkanum en ítrekar stuðning sinn við rétt Ísraela til þess að verja sig. Lynn Hastings, yfirmaður mannúðarstarfs Sameinuðu þjóðanna á svæðum Palestínumanna, segist hafa áhyggjur af umfangi aðgerða Ísraelsmanna, sérstaklega drónaárásum á svo þéttbýlt svæði. Sameinuðu þjóðirnar ætli að senda hjálpargögn. BBC segir að aðgerð Ísraela beinist aðallega að hóp sem nefnist Jenínherdeildirnar. Það séu losarleg samtök ungra manna sem séu algerlega utan stjórnar palestínskra yfirvalda. Jenínherdeildirnar hafi beint spjótum sínum að óbreyttum borgurum á landtökusvæðum gyðinga. Þær byggðir stríða gegn alþjóðalögum en ísraelsk stjórnvöld segja þær lögmætar. Landtökumenn og stuðningsmenn þeirra fara nú með leiðandi hlutverk í ríkisstjórn Ísraels og hafa krafist þess að herinn gangi harðar fram til þess að stöðva árásir Palestínumanna. Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Hundruð ísraelskra hermanna studdir drónum úr lofti réðust á vígi herskárra sveita í flóttamannabúðum í Jenín á Vesturbakkanum snemma í morgun. Jarðýtur hafa rutt hermönnum leið í gegnum þröngar götu og skemmt hús. Íbúar í Jenín segja AP-fréttastofunni að rafmagn hafi verið tekið af sums staðar. Götubardagar á milli hermanna og vopnaðra Palestínumanna hafa geisað. Palestínsk yfirvöld segja að átta séu látnir í það minnsta og tugi séu sárir. Ísraelsher segir sjö „hryðjuverkamenn“ látna. Richard Hecht, undirofursti og talsmaður Ísraeslhers, segir breska ríkisútvarpinu BBC að hernaðaraðgerðin beinist að hryðjuverkamönnum í Jenín. Tilefnið sé tíðari árásir á Ísraela undanfarið. „Við erum í miðjum aðgerðum. Við erum ekki hér til þess að halda vígi eða vera um kyrrt. Við einbeitum okkur að ákveðnum skotmörkum í búðunum. Þannig að það gæti tekið klukkustundir eða kannski einn dag eða tvo, eins lengi og þarf til þess að uppræta það hugarfar að þetta sé öruggur staður fyrir hryðjuverkamenn,“ segir Hecht. Innrás en ekki hernaðaraðgerð Husam Zomlot, yfirmaður sendinefndar Palestínumanna í Bretlandi, segir BBC að um innrás sé að ræða frekar en hernaðaraðgerð. Gagnrýndi hann alþjóðsamfélagið fyrir að leyfa Ísraelum að komast upp með það. Bandaríkjastjórn segist fylgjast með atburðum á Vesturbakkanum en ítrekar stuðning sinn við rétt Ísraela til þess að verja sig. Lynn Hastings, yfirmaður mannúðarstarfs Sameinuðu þjóðanna á svæðum Palestínumanna, segist hafa áhyggjur af umfangi aðgerða Ísraelsmanna, sérstaklega drónaárásum á svo þéttbýlt svæði. Sameinuðu þjóðirnar ætli að senda hjálpargögn. BBC segir að aðgerð Ísraela beinist aðallega að hóp sem nefnist Jenínherdeildirnar. Það séu losarleg samtök ungra manna sem séu algerlega utan stjórnar palestínskra yfirvalda. Jenínherdeildirnar hafi beint spjótum sínum að óbreyttum borgurum á landtökusvæðum gyðinga. Þær byggðir stríða gegn alþjóðalögum en ísraelsk stjórnvöld segja þær lögmætar. Landtökumenn og stuðningsmenn þeirra fara nú með leiðandi hlutverk í ríkisstjórn Ísraels og hafa krafist þess að herinn gangi harðar fram til þess að stöðva árásir Palestínumanna.
Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira