Ríkisfjölmiðill áminntur vegna myndskeiðs af kynlífi höfrunga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. júní 2023 07:56 Áhorfandanum þótti atburðarásin ekki við hæfi barna. Getty/Anadolu Agency/Onur Coban Fjölmiðlaeftirlitsstofnun Nýja-Sjálands hefur veitt ríkisfjölmiðlinum TVNZ áminningu fyrir að heimila náttúrulífsþátt fyrir alla aldurshópa. Ákvörðunin var tekin eftir að einn áhorfandi kvartaði undan atriði sem sýndi mökun höfrunga. Í umræddu atriði, sem birtist í þáttunum Our Big Blue Backyard, sést hvernig hópur af karlkyns höfrunga króa kvenkyns höfrung af á yfirborðinu og skipast á að eiga mök við hana. Í áliti stofnunarinnar segir að myndskeiðið hafi meðal annars sýnt karlkyns höfrungana synda í kringum kvenhöfrungin. Voru kynfæri þeirra sýnileg og einn sýndur „fara inn í“ kvenhöfrunginn. Þá er þess einnig getið að undir hafi spilað hljóðin sem dýrin gáfu frá sér. Einn þeirra sem sáu þáttinn, maður að nafni Chris Radford, kvartaði undan því að þátturinn hefði verið sýndur um kvöldmatarleytið og verið flokkaður við hæfi allra aldurshópa. Sagði hann í kvörtun sinni að jafnvel þótt um væri að ræða eðlilega hegðun meðal höfrunga hefði engu að síður verið um að ræða kynferðislegt ofbeldi karlhöfrunganna gegn kvenhöfrungnum, þar sem hún hefði bersýnlega verið að reyna að flýja hópinn. „Það er ljóst að þetta er atburðarás þar sem leiðbeina þarf börnum frekar um þá hegðun sem sýnd var,“ segir hann. TVNZ vildi hins vegar meina að um væri að ræða fræðslu sem byggði á staðreyndum og að hegðun höfrunganna jafngilti ekki kynferðisofbeldi meðal manna. Eftirlitsstofnunin var hins vegar sammála Radford og sagði að flokka hefði átt þáttinn þannig að börn ættu ekki að horfa á hann nema með fullorðnum. Sagði stofnunin að atriðið hefði sannarlega geta valdið börnum uppnámi. Nýja-Sjáland Dýr Fjölmiðlar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Í umræddu atriði, sem birtist í þáttunum Our Big Blue Backyard, sést hvernig hópur af karlkyns höfrunga króa kvenkyns höfrung af á yfirborðinu og skipast á að eiga mök við hana. Í áliti stofnunarinnar segir að myndskeiðið hafi meðal annars sýnt karlkyns höfrungana synda í kringum kvenhöfrungin. Voru kynfæri þeirra sýnileg og einn sýndur „fara inn í“ kvenhöfrunginn. Þá er þess einnig getið að undir hafi spilað hljóðin sem dýrin gáfu frá sér. Einn þeirra sem sáu þáttinn, maður að nafni Chris Radford, kvartaði undan því að þátturinn hefði verið sýndur um kvöldmatarleytið og verið flokkaður við hæfi allra aldurshópa. Sagði hann í kvörtun sinni að jafnvel þótt um væri að ræða eðlilega hegðun meðal höfrunga hefði engu að síður verið um að ræða kynferðislegt ofbeldi karlhöfrunganna gegn kvenhöfrungnum, þar sem hún hefði bersýnlega verið að reyna að flýja hópinn. „Það er ljóst að þetta er atburðarás þar sem leiðbeina þarf börnum frekar um þá hegðun sem sýnd var,“ segir hann. TVNZ vildi hins vegar meina að um væri að ræða fræðslu sem byggði á staðreyndum og að hegðun höfrunganna jafngilti ekki kynferðisofbeldi meðal manna. Eftirlitsstofnunin var hins vegar sammála Radford og sagði að flokka hefði átt þáttinn þannig að börn ættu ekki að horfa á hann nema með fullorðnum. Sagði stofnunin að atriðið hefði sannarlega geta valdið börnum uppnámi.
Nýja-Sjáland Dýr Fjölmiðlar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira