Langþráðir samningar fyrir fólkið í landinu Ingibjörg Isaksen skrifar 29. júní 2023 07:01 Í vikunni bárust þau gleðilegu tíðindi að Sjúkratryggingar Íslands og Læknafélag Reykjavíkur hafi náð samkomulagi um þjónustu sérgreinalækna. Hér er um að ræða langtímasamning til 5 ára og mun hann taka að fullu gildi þann 1. september næstkomandi. Samningurinn markar tímamót sem tryggir gott og jafnt aðgengi að mikilvægri læknisþjónustu óháð efnahag í samræmi við stefnu stjórnvalda. Það má með sanni segja að hér hafi verið lyft grettistaki en líkt og flestir vita hafa sérgreinalæknar verið samningslausir síðan í janúar 2019. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur lagt ríka áherslu á að finna samningsgrundvöll við sérfræðilækna og það hefur nú tekist með góðum árangri. Það að samningar hafi náðst er farsælt fyrir alla er koma að borðinu, þó sérstaklega fólkið í landinu. Ávinningur fyrir samfélagið allt Einn helsti ávinningur samningsins sem nú hefur verið undirritaður er umtalsverð lækkun á greiðsluþátttöku almennings í þjónustu sérfræðilækna. Ætla má að með nýjum samningi muni greiðsluþátttaka almennings lækka um allt að 3 milljarða króna á ári. Hér er um að ræða mikilvægt skref í þá átt að stuðla að heilbrigðisjöfnuði og tryggja að allir hafi jafnan aðgang að sérfræðilæknum. Þess utan verður komið á fót samráðsnefnd aðila frá Sjúkratryggingum Íslands og Læknafélagi Reykjavíkur sem mun vinna í sameiningu að heildstæðri þjónustu- og kostnaðargreiningu og reglulegri endurskoðun gjaldskrár. Auk þess myndar samningurinn sterka umgjörð utan um starfsemi sérfræðilækna sem mun aftur stuðla að framþróun og nýsköpun þjónustunnar. Það er óhætt að segja að þessir samningar marki nýtt upphaf frá stöðnun síðustu ára. Aukið aðgengi að þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðinni Í kjölfarið á þessum samningum telur undirrituð afar brýnt að áfram verði haldið í samningagerð við sérfræðilækna svo þeir sjái hag sinn í því að sinna þjónustu einnig út á land. Markmiði með þeim samningum ætti að vera að jafna aðgengi að þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðinni þannig að treysta megi að þjónusta þeirra sé einnig hluti af heilbrigðisþjónustu í nærumhverfi. Þá þarf að skilgreina hvaða þjónusta eigi að vera hluti af nærumhverfi og efla þjónustuna í samvinnu við lækna, sjúkratryggingar og heilbrigðisumdæmi á hverjum stað. Staðreyndin er sú að þjónusta sérfræðilækna á landsbyggðinni hefur átt undir högg að sækja síðustu ár sökum lítillar nýliðunar og óhagstæðra skilyrða. Staðan er nú þannig að íbúar landsbyggðarinnar þurfa að miklu leyti að sækja sér þjónustu sérfræðilækna á höfuðborgarsvæðið. Undirrituð telur afar mikilvægt að skoða verði af fullri alvöru hvort færa megi þjónustu sérfræðilækna í auknum mæli á heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni einhverja daga á ári, vikur eða mánuði, allt eftir eðli og þörf þjónustunnar á hverjum stað fyrir sig. Þannig má spara bæði ferðalög sjúklinga, ferðakostnað og kolefnisspor ásamt því að bæta þjónustu. Svo það sé mögulegt að veita þjónustu með þessum hætti þarf að kortleggja og greina þörf eftir þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðinni meðal annars eftir fólksfjölda og aldursgreiningu og gera heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni færi á að bjóða upp á þjónustu sérfræðilækna í samræmi við þarfir íbúa í hverju heilbrigðisumdæmi. Má í því samhengi nefna aðgengi að barnalæknum, geðlæknum, háls- nef- og eyrnalæknum, fæðingar- og kvensjúkdómalæknum, öldrunarlæknum, hjartalæknum og innkirtlalæknum. Er hér ekki tæmandi talið. Miklir möguleikar eru fólgnir í fjarheilbrigðisþjónustu en sumt er þó þess eðlis að best væri ef þjónustan væri veitt í nærumhverfi. Sparnaður fyrir samfélagið Víða í kringum landið eru heilbrigðisstofnanir þar sem sérfræðilæknar gætu nýtt aðstöðu til þess að taka á móti sjúklingum í viðtöl eða eftir atvikum í aðgerðir. Þá mætti einnig byggja upp skilgreinda sérfræðiklasa á landsbyggðinni þar sem þjónusta sérfræðilækna færi fram t.d. fyrir vestan, austan og norðan. Sú sem hér skrifar leggur ekki mat á það hverslags rekstrarform væri ákjósanlegast fyrir klasa sem þessa. Mestu máli skiptir að þjónustan sé til staðar á hverjum stað og skapaður sé hvati fyrir sérfræðilækna til þess að bjóða upp á þjónustu sína á landsbyggðinni. Með því að auka aðgengi að þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðinni bætum við þjónustu við íbúa á stóru svæði sem og búsetuskilyrði. Það er bæði hagræði fyrir sjúkratryggingar sem og sjúklingana sjálfa að flytja frekar þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðina þar sem því verður við komið í stað þess að flytja fjölda sjúklinga á höfuðborgarsvæðið. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Framsóknarflokkurinn Ingibjörg Ólöf Isaksen Sjúkratryggingar Alþingi Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Sjá meira
Í vikunni bárust þau gleðilegu tíðindi að Sjúkratryggingar Íslands og Læknafélag Reykjavíkur hafi náð samkomulagi um þjónustu sérgreinalækna. Hér er um að ræða langtímasamning til 5 ára og mun hann taka að fullu gildi þann 1. september næstkomandi. Samningurinn markar tímamót sem tryggir gott og jafnt aðgengi að mikilvægri læknisþjónustu óháð efnahag í samræmi við stefnu stjórnvalda. Það má með sanni segja að hér hafi verið lyft grettistaki en líkt og flestir vita hafa sérgreinalæknar verið samningslausir síðan í janúar 2019. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur lagt ríka áherslu á að finna samningsgrundvöll við sérfræðilækna og það hefur nú tekist með góðum árangri. Það að samningar hafi náðst er farsælt fyrir alla er koma að borðinu, þó sérstaklega fólkið í landinu. Ávinningur fyrir samfélagið allt Einn helsti ávinningur samningsins sem nú hefur verið undirritaður er umtalsverð lækkun á greiðsluþátttöku almennings í þjónustu sérfræðilækna. Ætla má að með nýjum samningi muni greiðsluþátttaka almennings lækka um allt að 3 milljarða króna á ári. Hér er um að ræða mikilvægt skref í þá átt að stuðla að heilbrigðisjöfnuði og tryggja að allir hafi jafnan aðgang að sérfræðilæknum. Þess utan verður komið á fót samráðsnefnd aðila frá Sjúkratryggingum Íslands og Læknafélagi Reykjavíkur sem mun vinna í sameiningu að heildstæðri þjónustu- og kostnaðargreiningu og reglulegri endurskoðun gjaldskrár. Auk þess myndar samningurinn sterka umgjörð utan um starfsemi sérfræðilækna sem mun aftur stuðla að framþróun og nýsköpun þjónustunnar. Það er óhætt að segja að þessir samningar marki nýtt upphaf frá stöðnun síðustu ára. Aukið aðgengi að þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðinni Í kjölfarið á þessum samningum telur undirrituð afar brýnt að áfram verði haldið í samningagerð við sérfræðilækna svo þeir sjái hag sinn í því að sinna þjónustu einnig út á land. Markmiði með þeim samningum ætti að vera að jafna aðgengi að þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðinni þannig að treysta megi að þjónusta þeirra sé einnig hluti af heilbrigðisþjónustu í nærumhverfi. Þá þarf að skilgreina hvaða þjónusta eigi að vera hluti af nærumhverfi og efla þjónustuna í samvinnu við lækna, sjúkratryggingar og heilbrigðisumdæmi á hverjum stað. Staðreyndin er sú að þjónusta sérfræðilækna á landsbyggðinni hefur átt undir högg að sækja síðustu ár sökum lítillar nýliðunar og óhagstæðra skilyrða. Staðan er nú þannig að íbúar landsbyggðarinnar þurfa að miklu leyti að sækja sér þjónustu sérfræðilækna á höfuðborgarsvæðið. Undirrituð telur afar mikilvægt að skoða verði af fullri alvöru hvort færa megi þjónustu sérfræðilækna í auknum mæli á heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni einhverja daga á ári, vikur eða mánuði, allt eftir eðli og þörf þjónustunnar á hverjum stað fyrir sig. Þannig má spara bæði ferðalög sjúklinga, ferðakostnað og kolefnisspor ásamt því að bæta þjónustu. Svo það sé mögulegt að veita þjónustu með þessum hætti þarf að kortleggja og greina þörf eftir þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðinni meðal annars eftir fólksfjölda og aldursgreiningu og gera heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni færi á að bjóða upp á þjónustu sérfræðilækna í samræmi við þarfir íbúa í hverju heilbrigðisumdæmi. Má í því samhengi nefna aðgengi að barnalæknum, geðlæknum, háls- nef- og eyrnalæknum, fæðingar- og kvensjúkdómalæknum, öldrunarlæknum, hjartalæknum og innkirtlalæknum. Er hér ekki tæmandi talið. Miklir möguleikar eru fólgnir í fjarheilbrigðisþjónustu en sumt er þó þess eðlis að best væri ef þjónustan væri veitt í nærumhverfi. Sparnaður fyrir samfélagið Víða í kringum landið eru heilbrigðisstofnanir þar sem sérfræðilæknar gætu nýtt aðstöðu til þess að taka á móti sjúklingum í viðtöl eða eftir atvikum í aðgerðir. Þá mætti einnig byggja upp skilgreinda sérfræðiklasa á landsbyggðinni þar sem þjónusta sérfræðilækna færi fram t.d. fyrir vestan, austan og norðan. Sú sem hér skrifar leggur ekki mat á það hverslags rekstrarform væri ákjósanlegast fyrir klasa sem þessa. Mestu máli skiptir að þjónustan sé til staðar á hverjum stað og skapaður sé hvati fyrir sérfræðilækna til þess að bjóða upp á þjónustu sína á landsbyggðinni. Með því að auka aðgengi að þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðinni bætum við þjónustu við íbúa á stóru svæði sem og búsetuskilyrði. Það er bæði hagræði fyrir sjúkratryggingar sem og sjúklingana sjálfa að flytja frekar þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðina þar sem því verður við komið í stað þess að flytja fjölda sjúklinga á höfuðborgarsvæðið. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun