Ungmenni viti oft ekki hvað megi ekki segja Bjarki Sigurðsson skrifar 13. júní 2023 11:47 Soffía Pálsdóttir er skrifstofustjóri frístundamála hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Vísir Taka þarf hart á auknu ofbeldi meðal ungmenna að sögn skrifstofustjóra frístundamála hjá Reykjavíkurborg. Hún segir það vanta að börn læri hvað megi segja og hvað megi ekki segja í samskiptum við annað fólk. Í minnisblaði Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að í vetur hafi í flestum hverfum borgarinnar komið upp alvarleg mál meðal unglinga þar sem ofbeldi var beitt. Var minnisblað þetta sent vegna beiðni Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs um viðbrögð við auknu ofbeldi meðal ungs fólks. Nú síðast í nótt var ráðist á sautján ára dreng með barefli við Mjóddina í Reykjavík. Fjórir menn á aldrinum sautján til tuttugu ára voru handteknir vegna árásarinnar. Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri frístundamála hjá skóla- og frístundasviði hjá Reykjavíkurborg, segir sviðið hafa miklar áhyggjur af framþróuninni. „Það er bæði líkamlegt ofbeldi, barsmíðar og slagsmál og síðan í einhverjum tilfellum, en sem betur fer ekki oft, hnífaburður. Svo er þetta stafræna ofbeldi. Það hefur líka aukist mikið. Mögulegar afleiðingar af myndsendingum á samfélagsmiðlum eru að valda því að það verður einhver ólga í hópnum. Þau eru þá að hittast á götunni í einhverjum uppgjörsmálum. Við höfum tekið mjög hart á þessu og erum með mikla eftirfylgni í þessu í hverfunum,“ segir Soffía. Flakkandi félagsmiðstöð Meðal þess sem ráðið hefur komið á laggirnar til að bregðast við þessu er flakkandi félagsmiðstöðin Flotinn. Starfsmenn hennar keyra á milli hverfa og finna ungmenni sem talið er að séu í áhættuhópi. „Reynslan hefur verið sú að krakkar sem hafa ekki verið að finna sig í einhverju hafa verið að elta félagsmiðstöðina. Hún færist á milli borgarhluta og milli hverfa. Þá hafa þau, sem hafa kannski ekki viljað sækja eitthvað annað starf eða hafa ekki tök á því, sótt í þessa starfsemi,“ segir Soffía. Senda skilaboð í hugsunarleysi Mikið er unnið með foreldrum og segir Soffía að oft vanti að börnum sé kennt hvað megi segja og hvað megi ekki segja við aðra. Börn segi oft hluti sem þau átti sig ekki á að sé ekki í lagi að segja. „Oft ætla þau sér ekki að gera þetta. Þau eru ung, óreynd og óþroskuð. Ekki alltaf búin að ná þroska og geta ekki sett sig í spor annarra. Ýta á send í hugsunarleysi. Það er svolítið hópur sem við ætlum að vinna með í félagsmiðstöðvum, að ná til þessara óvirku áhorfenda. Sem eru að „læk-a“, eru að deila myndböndum eða einhverju slíku sem þau í hjarta sínu vita að þau eiga ekki að gera,“ segir Soffía. Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Reykjavík Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
Í minnisblaði Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að í vetur hafi í flestum hverfum borgarinnar komið upp alvarleg mál meðal unglinga þar sem ofbeldi var beitt. Var minnisblað þetta sent vegna beiðni Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs um viðbrögð við auknu ofbeldi meðal ungs fólks. Nú síðast í nótt var ráðist á sautján ára dreng með barefli við Mjóddina í Reykjavík. Fjórir menn á aldrinum sautján til tuttugu ára voru handteknir vegna árásarinnar. Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri frístundamála hjá skóla- og frístundasviði hjá Reykjavíkurborg, segir sviðið hafa miklar áhyggjur af framþróuninni. „Það er bæði líkamlegt ofbeldi, barsmíðar og slagsmál og síðan í einhverjum tilfellum, en sem betur fer ekki oft, hnífaburður. Svo er þetta stafræna ofbeldi. Það hefur líka aukist mikið. Mögulegar afleiðingar af myndsendingum á samfélagsmiðlum eru að valda því að það verður einhver ólga í hópnum. Þau eru þá að hittast á götunni í einhverjum uppgjörsmálum. Við höfum tekið mjög hart á þessu og erum með mikla eftirfylgni í þessu í hverfunum,“ segir Soffía. Flakkandi félagsmiðstöð Meðal þess sem ráðið hefur komið á laggirnar til að bregðast við þessu er flakkandi félagsmiðstöðin Flotinn. Starfsmenn hennar keyra á milli hverfa og finna ungmenni sem talið er að séu í áhættuhópi. „Reynslan hefur verið sú að krakkar sem hafa ekki verið að finna sig í einhverju hafa verið að elta félagsmiðstöðina. Hún færist á milli borgarhluta og milli hverfa. Þá hafa þau, sem hafa kannski ekki viljað sækja eitthvað annað starf eða hafa ekki tök á því, sótt í þessa starfsemi,“ segir Soffía. Senda skilaboð í hugsunarleysi Mikið er unnið með foreldrum og segir Soffía að oft vanti að börnum sé kennt hvað megi segja og hvað megi ekki segja við aðra. Börn segi oft hluti sem þau átti sig ekki á að sé ekki í lagi að segja. „Oft ætla þau sér ekki að gera þetta. Þau eru ung, óreynd og óþroskuð. Ekki alltaf búin að ná þroska og geta ekki sett sig í spor annarra. Ýta á send í hugsunarleysi. Það er svolítið hópur sem við ætlum að vinna með í félagsmiðstöðvum, að ná til þessara óvirku áhorfenda. Sem eru að „læk-a“, eru að deila myndböndum eða einhverju slíku sem þau í hjarta sínu vita að þau eiga ekki að gera,“ segir Soffía.
Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Reykjavík Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira