Eigendaskipti á Bankastræti Club Árni Sæberg og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 13. júní 2023 13:39 Sverrir Einar stendur að baki kaupum á skemmtistaðnum Bankastræti club. Birgitta Líf hóf reksturinn í júlí árið 2021. samsett Sverrir Einar Eiríksson, sem um þessar mundir er helst kenndur við Nýju vínbúðina, er nýr eigandi skemmtistaðarins Bankastræti club. Birgitta Líf Björnsdóttir er ekki lengur í eigendahópi staðarins. Sverrir Einar staðfestir þetta í stuttu samtali við Vísi. Birgitta Líf staðfestir sömuleiðis að hún er ekki lengur á meðal eigenda en vildi ekki tjá sig nánar um eigendaskiptin að svo stöddu. Sverrir segist standa einn að kaupum á staðnum og að ætlunin sé að „gera eitthvað skemmtilegt.“ Að öðru leyti sagði hann hlutina myndu skýrast og von væri á tilkynningu vegna eigendaskiptanna. Bankastræti club var stofnaður í júlí árið 2021 af Birgittu Líf, áhrifavaldi og World Class-erfingja. Staðurinn var reistur á rústum gamalgróna skemmtistaðarins B5, sem lengi var rekinn í sama húsi, að Bankastræti 5 í Reykjavík. Á sínum tíma sagði Birgitta að uppleggið hafi verið að opna skemmtistað sem væri nokkuð frábrugðinn þeim sem fyrir voru í miðbænum. „Mig langaði að auka fjölbreytnina hérna í miðbænum. Ég hef farið á nokkra staði úti í Miami og LA og mig langaði að fanga þá stemningu,“ sagði Birgitta Líf Björnsdóttir, eigandi Bankastræti Club, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sverrir Einar á nokkuð skrautlega viðskiptasögu að baki og er nýjasta verkefni hans Nýja vínbúðin, netverslun fyrir áfengi. Talsvert hefur verið fjallað um Sverri í fjölmiðlum undanfarin ár, vegna meiðyrðamáls hans, ólöglegra auglýsinga og gjaldþrots starfsmannaleigu. Þá var hann í apríl á síðasta ári dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik í tengslum við rekstur þriggja einkahlutafélaga. Skemmtistaðurinn sem Sverrir kaupir nú hefur verið mikið til umfjöllunar fjölmiðla vegna alvarlegrar hnífsstunguárásar sem varð í nóvember á síðasta ári. Hátt á þriðja tug karlmanna hlupu grímuklddir inn á staðinn og réðust þar gegn þremur mönnum. Aðalmeðferð í málinu verður haldin í veislusal Gullhamra vegna fjölda sakborninga. Birgitta Líf vildi ekki tjá sig um áhrif árásarinnar á rekstur staðarins en kveðst munu gera hlutina upp í raunveruleikaþætti hennar og fleiri áhrifavalda, LXS. Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Þingfesta ákæru gegn 25 mönnum vegna árásarinnar á Bankastræti Club Ákæra á hendur 25 karlmönnum á aldrinum átján til 36 ára vegna árásarinnar á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Nítján ára karlmaður er ákærður fyrir tilraun til manndráps og tíu félagar hans fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. 21. mars 2023 08:51 Birgitta þakklát viðbragðsaðilum Birgitta Líf Björnsdóttir, eigandi Bankastræti Club, segist þakklát fyrir viðbrögð þeirra sem komu að því að leysa atburðarás sem varð á skemmtistaðnum seint í gærkvöldi. Hún þakkar Guði að ekki fór verr. 18. nóvember 2022 08:53 Sjáðu stemninguna á opnunarkvöldi Bankastræti Club Nýr klúbbur verður opnaður í kvöld, eins og hefur kannski ekki farið fram hjá mörgum, þar sem hinn vinsæli B5 var áður til húsa. Klúbburinn, Bankastræti Club, er nokkuð ólíkur öðrum skemmtistöðum miðbæjarins. 2. júlí 2021 20:41 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Sverrir Einar staðfestir þetta í stuttu samtali við Vísi. Birgitta Líf staðfestir sömuleiðis að hún er ekki lengur á meðal eigenda en vildi ekki tjá sig nánar um eigendaskiptin að svo stöddu. Sverrir segist standa einn að kaupum á staðnum og að ætlunin sé að „gera eitthvað skemmtilegt.“ Að öðru leyti sagði hann hlutina myndu skýrast og von væri á tilkynningu vegna eigendaskiptanna. Bankastræti club var stofnaður í júlí árið 2021 af Birgittu Líf, áhrifavaldi og World Class-erfingja. Staðurinn var reistur á rústum gamalgróna skemmtistaðarins B5, sem lengi var rekinn í sama húsi, að Bankastræti 5 í Reykjavík. Á sínum tíma sagði Birgitta að uppleggið hafi verið að opna skemmtistað sem væri nokkuð frábrugðinn þeim sem fyrir voru í miðbænum. „Mig langaði að auka fjölbreytnina hérna í miðbænum. Ég hef farið á nokkra staði úti í Miami og LA og mig langaði að fanga þá stemningu,“ sagði Birgitta Líf Björnsdóttir, eigandi Bankastræti Club, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sverrir Einar á nokkuð skrautlega viðskiptasögu að baki og er nýjasta verkefni hans Nýja vínbúðin, netverslun fyrir áfengi. Talsvert hefur verið fjallað um Sverri í fjölmiðlum undanfarin ár, vegna meiðyrðamáls hans, ólöglegra auglýsinga og gjaldþrots starfsmannaleigu. Þá var hann í apríl á síðasta ári dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik í tengslum við rekstur þriggja einkahlutafélaga. Skemmtistaðurinn sem Sverrir kaupir nú hefur verið mikið til umfjöllunar fjölmiðla vegna alvarlegrar hnífsstunguárásar sem varð í nóvember á síðasta ári. Hátt á þriðja tug karlmanna hlupu grímuklddir inn á staðinn og réðust þar gegn þremur mönnum. Aðalmeðferð í málinu verður haldin í veislusal Gullhamra vegna fjölda sakborninga. Birgitta Líf vildi ekki tjá sig um áhrif árásarinnar á rekstur staðarins en kveðst munu gera hlutina upp í raunveruleikaþætti hennar og fleiri áhrifavalda, LXS.
Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Þingfesta ákæru gegn 25 mönnum vegna árásarinnar á Bankastræti Club Ákæra á hendur 25 karlmönnum á aldrinum átján til 36 ára vegna árásarinnar á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Nítján ára karlmaður er ákærður fyrir tilraun til manndráps og tíu félagar hans fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. 21. mars 2023 08:51 Birgitta þakklát viðbragðsaðilum Birgitta Líf Björnsdóttir, eigandi Bankastræti Club, segist þakklát fyrir viðbrögð þeirra sem komu að því að leysa atburðarás sem varð á skemmtistaðnum seint í gærkvöldi. Hún þakkar Guði að ekki fór verr. 18. nóvember 2022 08:53 Sjáðu stemninguna á opnunarkvöldi Bankastræti Club Nýr klúbbur verður opnaður í kvöld, eins og hefur kannski ekki farið fram hjá mörgum, þar sem hinn vinsæli B5 var áður til húsa. Klúbburinn, Bankastræti Club, er nokkuð ólíkur öðrum skemmtistöðum miðbæjarins. 2. júlí 2021 20:41 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Þingfesta ákæru gegn 25 mönnum vegna árásarinnar á Bankastræti Club Ákæra á hendur 25 karlmönnum á aldrinum átján til 36 ára vegna árásarinnar á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Nítján ára karlmaður er ákærður fyrir tilraun til manndráps og tíu félagar hans fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. 21. mars 2023 08:51
Birgitta þakklát viðbragðsaðilum Birgitta Líf Björnsdóttir, eigandi Bankastræti Club, segist þakklát fyrir viðbrögð þeirra sem komu að því að leysa atburðarás sem varð á skemmtistaðnum seint í gærkvöldi. Hún þakkar Guði að ekki fór verr. 18. nóvember 2022 08:53
Sjáðu stemninguna á opnunarkvöldi Bankastræti Club Nýr klúbbur verður opnaður í kvöld, eins og hefur kannski ekki farið fram hjá mörgum, þar sem hinn vinsæli B5 var áður til húsa. Klúbburinn, Bankastræti Club, er nokkuð ólíkur öðrum skemmtistöðum miðbæjarins. 2. júlí 2021 20:41