Birgir: Draumur hjá mér að vinna þennan bikar Árni Gísli Magnússon skrifar 6. júní 2023 20:21 Birgir samdi við KA til 2025 fyrir leiktíðina. KA Birgir Baldvinsson, leikmaður KA, spilaði í vinstri bakvarðarstöðunni og skoraði fyrsta mark leiksins í 2-1 sigri KA á Grindavík í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Greifavellinum á Akureyri í dag. Birgir var kampakátur strax eftir leik sér bikarúrslitin í hyllingum. „Bara ógeðslega vel. Ég er fyrst og fremst ánægður með að vera kominn áfram í þessum bikar og það er draumur hjá mér að vinna þennan bikar. Við erum alltaf að tala um að við ætlum alla leið í þessu þannig tilfinningin er ógeðslega góð.” Birgir skoraði fyrsta mark leikins í blálok fyrri hálfleiks og fagnaði vel og innilega með stuðningsmönnum KA. Þetta var fyrsta meistaraflokksmark Birgis með KA en hann hefur verið á láni hjá Leikni R. undanfarin ár. „Ég var mjög ánægður með þetta, langt síðan ég skoraði seinast. Boltinn dettur eiginlega fyrir mig og ég tek snertingu og svo reyni ég bara að hamra honum á markið og svo endaði hann einhvernveginn inni þannig ég er bara rosa sáttur sko.” „Mér fannst við spila mjög vel í dag. Við vorum fastir fyrir og duglegir sem var einmitt það sem við ætluðum okkur að vera og stuðningsmennirnir náttúrulega frábærir, alvöru stemming, og þá spilar maður bara einfaldlega betur,” bætti Birgir við. KA menn eru komnir yfir fyrir norðan! Vinstri bakvörðurinn Birgir Baldvinsson gerði markið með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks pic.twitter.com/1UiUF3CVLc— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 6, 2023 Birgir hefur verið að glíma við meiðsli og lítið spilað í upphafi móts. „Ég var að koma mér svolítið inn í þetta fannst mér áður en ég meiddi mig á móti Breiðabliki, fékk eitthvað í hælinn þannig ég var frá í nokkra leiki, en ég er orðinn heill núna og er þá vonandi bara að fara spila en við sjáum til hvað Haddi (Hallgrímur Jónasson) gerir, hann stjórnar þessu náttúrulega bara.” KA hefur gengið illa í síðustu leikjum í deild og tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum og þar af þremur með markatölunni 4-0. Hvernig ætla norðanmenn að snúa þessu gengi við? „Við ætlum bara fyrst og fremst að reyna ramma fyrir markið og hætta að fá á okkur svona mörg mörk en við ætlum bara að halda áfram, það getur alveg komið fyrir að menn tapi 4-0, við ætlum bara að halda ótrauðir áfram. Það er ekkert annað í stöðunni,” sagði Birgir að endingu. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla KA Mest lesið Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
„Bara ógeðslega vel. Ég er fyrst og fremst ánægður með að vera kominn áfram í þessum bikar og það er draumur hjá mér að vinna þennan bikar. Við erum alltaf að tala um að við ætlum alla leið í þessu þannig tilfinningin er ógeðslega góð.” Birgir skoraði fyrsta mark leikins í blálok fyrri hálfleiks og fagnaði vel og innilega með stuðningsmönnum KA. Þetta var fyrsta meistaraflokksmark Birgis með KA en hann hefur verið á láni hjá Leikni R. undanfarin ár. „Ég var mjög ánægður með þetta, langt síðan ég skoraði seinast. Boltinn dettur eiginlega fyrir mig og ég tek snertingu og svo reyni ég bara að hamra honum á markið og svo endaði hann einhvernveginn inni þannig ég er bara rosa sáttur sko.” „Mér fannst við spila mjög vel í dag. Við vorum fastir fyrir og duglegir sem var einmitt það sem við ætluðum okkur að vera og stuðningsmennirnir náttúrulega frábærir, alvöru stemming, og þá spilar maður bara einfaldlega betur,” bætti Birgir við. KA menn eru komnir yfir fyrir norðan! Vinstri bakvörðurinn Birgir Baldvinsson gerði markið með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks pic.twitter.com/1UiUF3CVLc— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 6, 2023 Birgir hefur verið að glíma við meiðsli og lítið spilað í upphafi móts. „Ég var að koma mér svolítið inn í þetta fannst mér áður en ég meiddi mig á móti Breiðabliki, fékk eitthvað í hælinn þannig ég var frá í nokkra leiki, en ég er orðinn heill núna og er þá vonandi bara að fara spila en við sjáum til hvað Haddi (Hallgrímur Jónasson) gerir, hann stjórnar þessu náttúrulega bara.” KA hefur gengið illa í síðustu leikjum í deild og tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum og þar af þremur með markatölunni 4-0. Hvernig ætla norðanmenn að snúa þessu gengi við? „Við ætlum bara fyrst og fremst að reyna ramma fyrir markið og hætta að fá á okkur svona mörg mörk en við ætlum bara að halda áfram, það getur alveg komið fyrir að menn tapi 4-0, við ætlum bara að halda ótrauðir áfram. Það er ekkert annað í stöðunni,” sagði Birgir að endingu.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla KA Mest lesið Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira