Lögmenn Trump funduðu um gagnamálið í dómsmálaráðuneytinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. júní 2023 07:32 Fundurinn þykir til marks um að lögmenn Trump telji ákærur yfirvofandi. AP/Jose Luis Magana Þrír lögmenn Donald Trump áttu tveggja tíma fund í dómsmálaráðuneytinu í Washington í gær til að ræða framgöngu sérstaks saksóknara við rannsókn á meðhöndlun forsetans fyrrverandi á leynilegum gögnum. Hvorki dómsmálaráðherrann Merrick B. Garland né aðstoðardómsmálaráðherrann Lisa O. Monaco voru viðstödd fundinn og þá liggur ekki fyrir nákvæmlega hvað var til umræðu en vísbendingar eru uppi um að rannsókninni sé að ljúka. Lögmennirnir; James Trusty, John Rowley og Lindsey Halligan, neituðu að tjá sig við blaðamenn eftir fundinn. Skömmu eftir að honum lauk birti Trump hins vegar færslu á samfélagsmiðlinum Truth Social sem virðist benda til þess að hann geri ráð fyrir því að verða ákærður í málinu. „HVERNIG GETUR DOJ MÖGULEGA ÁKÆRT MIG, SEM GERÐI EKKERT RANGT,“ skrifaði Trump. DOJ stendur fyrir „department of justice“, dómsmálaráðuneytið. Lögmenn Trump, núverandi og fyrrverandi, hafa verið gagnrýnir á framgöngu saksóknarans Jack Smith, sem er meðal annars sakaður um ósanngirni í garð Trump. Enn á eftir að leiða vitni fyrir sérstakan kviðdóm í Flórída og þá er enn unnið að rannsókn atviks þar sem tæming sundlaugar í Mar-a-Lago var sögð hafa valdið skemmdum í herbergi þar sem myndefni úr öryggismyndavélum á heimili forsetans voru geymd. New York Times hefur hins vegar eftir heimildarmönnum að þótt engin ákvörðun um ákærur liggi fyrir geri forsetinn fyrrverandi ráð fyrir þeirri niðurstöðu. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Hvorki dómsmálaráðherrann Merrick B. Garland né aðstoðardómsmálaráðherrann Lisa O. Monaco voru viðstödd fundinn og þá liggur ekki fyrir nákvæmlega hvað var til umræðu en vísbendingar eru uppi um að rannsókninni sé að ljúka. Lögmennirnir; James Trusty, John Rowley og Lindsey Halligan, neituðu að tjá sig við blaðamenn eftir fundinn. Skömmu eftir að honum lauk birti Trump hins vegar færslu á samfélagsmiðlinum Truth Social sem virðist benda til þess að hann geri ráð fyrir því að verða ákærður í málinu. „HVERNIG GETUR DOJ MÖGULEGA ÁKÆRT MIG, SEM GERÐI EKKERT RANGT,“ skrifaði Trump. DOJ stendur fyrir „department of justice“, dómsmálaráðuneytið. Lögmenn Trump, núverandi og fyrrverandi, hafa verið gagnrýnir á framgöngu saksóknarans Jack Smith, sem er meðal annars sakaður um ósanngirni í garð Trump. Enn á eftir að leiða vitni fyrir sérstakan kviðdóm í Flórída og þá er enn unnið að rannsókn atviks þar sem tæming sundlaugar í Mar-a-Lago var sögð hafa valdið skemmdum í herbergi þar sem myndefni úr öryggismyndavélum á heimili forsetans voru geymd. New York Times hefur hins vegar eftir heimildarmönnum að þótt engin ákvörðun um ákærur liggi fyrir geri forsetinn fyrrverandi ráð fyrir þeirri niðurstöðu.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira