Hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot og dreifingu myndbanda Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. júní 2023 17:06 Maðurinn játaði brot sín að hluta til og var horft til þess við ákvörðun refsingar. Vísir/Vilhelm Karlmaður var á föstudag dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fyrrverandi kærustu sinni. Tók maðurinn upp kynferðisleg myndbönd og dreifði þeim til eiginmanns konunnar og víðar. Dómurinn var birtur í dag í Héraðsdómi Reykjaness. Hlaut maðurinn sex mánaða fangelsi en þrír mánuðir af dómnum er bundið skilorði til þriggja ára. Þá var farsími mannsins gerður upptækur og honum gert að greiða málsvarnarlaun og þóknun skipaðs réttargæslumanns, samanlagt rúmar 900 þúsund krónur. Fallið var frá einkaréttarkröfu í málinu. Brotin áttu sér stað árin 2019 og 2020. Manninum var gefið að sök að hafa í að minnsta kosti þrjú skipti tekið bæði myndbönd og ljósmynd af samförum og öðrum kynferðismökum þeirra án samþykkis eða vitneskju hennar. Þá hafi hann sent eiginmanni konunnar þessi myndbönd í gegnum samskiptaforritið WhatsApp, sem hafi smánað og móðgað hana. Einnig hafi hann dreift myndskeiðunum í 58 skipti án hennar samþykkis. Hótaði að keyra bíl í sjó Mánudaginn 6. júlí árið 2020 var manninum gefið að sök að hafa veist að konunni í svefnherbergi á heimili hans, „klipið hana í kynfærasvæði, tekið um höfuð hennar og í tvígang slegið því í gluggakistu og slegið hana á báðar rasskinnar, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut þreifieymsli á kynfærasvæði, aftan á höfði og á báðum rasskinnum,“ eins og segir í dóminum. Maðurinn notaði samskiptaforritið WhatsApp til að drefia myndböndum.Getty Þá hafi maðurinn ítrekað sent konunni hljóðskilaboð sem hann hafi lýst henni sem óheiðarlegri, uppnefnt hana og hótað að eyðileggja líf hennar og eigur. Meðal annars að hann hafi ætlað að keyra bifreið hennar í sjóinn. Játaði að hluta Maðurinn játaði skýlaust þrjá ákæruliði af fimm, það er þá sem vörðuðu dreifingu á myndböndum og hótanir. Horft var til þess við ákvörðun refsingar sem og að sakarferill mannsins hefði ekki áhrif á refsingu. „Á hinn bóginn verður að líta til þess að brot ákærða voru alvarleg og fólu annars vegar í sér grófa röskun á friðhelgi einkalífs brotaþola, sem var ákærða nákomin, með því taka upp og senda eða hótað að senda viðkvæmt myndefni af brotaþola og hins vegar með þeim alvarlegu hótunum sem beindust að brotaþola sem voru til þess fallnar að valda henni ótta um líf, heilbrigði eða velferð hennar eða annarra,“ segir í dóminum. Kynferðisofbeldi Dómsmál Stafrænt ofbeldi Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Sjá meira
Dómurinn var birtur í dag í Héraðsdómi Reykjaness. Hlaut maðurinn sex mánaða fangelsi en þrír mánuðir af dómnum er bundið skilorði til þriggja ára. Þá var farsími mannsins gerður upptækur og honum gert að greiða málsvarnarlaun og þóknun skipaðs réttargæslumanns, samanlagt rúmar 900 þúsund krónur. Fallið var frá einkaréttarkröfu í málinu. Brotin áttu sér stað árin 2019 og 2020. Manninum var gefið að sök að hafa í að minnsta kosti þrjú skipti tekið bæði myndbönd og ljósmynd af samförum og öðrum kynferðismökum þeirra án samþykkis eða vitneskju hennar. Þá hafi hann sent eiginmanni konunnar þessi myndbönd í gegnum samskiptaforritið WhatsApp, sem hafi smánað og móðgað hana. Einnig hafi hann dreift myndskeiðunum í 58 skipti án hennar samþykkis. Hótaði að keyra bíl í sjó Mánudaginn 6. júlí árið 2020 var manninum gefið að sök að hafa veist að konunni í svefnherbergi á heimili hans, „klipið hana í kynfærasvæði, tekið um höfuð hennar og í tvígang slegið því í gluggakistu og slegið hana á báðar rasskinnar, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut þreifieymsli á kynfærasvæði, aftan á höfði og á báðum rasskinnum,“ eins og segir í dóminum. Maðurinn notaði samskiptaforritið WhatsApp til að drefia myndböndum.Getty Þá hafi maðurinn ítrekað sent konunni hljóðskilaboð sem hann hafi lýst henni sem óheiðarlegri, uppnefnt hana og hótað að eyðileggja líf hennar og eigur. Meðal annars að hann hafi ætlað að keyra bifreið hennar í sjóinn. Játaði að hluta Maðurinn játaði skýlaust þrjá ákæruliði af fimm, það er þá sem vörðuðu dreifingu á myndböndum og hótanir. Horft var til þess við ákvörðun refsingar sem og að sakarferill mannsins hefði ekki áhrif á refsingu. „Á hinn bóginn verður að líta til þess að brot ákærða voru alvarleg og fólu annars vegar í sér grófa röskun á friðhelgi einkalífs brotaþola, sem var ákærða nákomin, með því taka upp og senda eða hótað að senda viðkvæmt myndefni af brotaþola og hins vegar með þeim alvarlegu hótunum sem beindust að brotaþola sem voru til þess fallnar að valda henni ótta um líf, heilbrigði eða velferð hennar eða annarra,“ segir í dóminum.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Stafrænt ofbeldi Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Sjá meira