New York er að sökkva Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 3. júní 2023 16:31 Manhattan. New York sekkur hægt og rólega vegna þunga allra þeirra bygginga sem reistar hafa verið í borginni. Getty Images New York borg er hægt og rólega að sökkva. Rúmlega ein milljón bygginga eru í borginni og þar er leirkenndur jarðvegur borgarinnar smám saman að gefa eftir undan þunganum. Sekkur hægt og rólega New York kann að vera borgin sem aldrei sefur, en hún er vissulega borgin sem sekkur. Hægt og rólega. Talið er að borgin sökkvi um sem nemur 2 mm á ári. Þar við bætist hækkandi yfirborð sjávar, en frá 1950 hefur yfirborð sjávar við Manhattan risið um 23 cm. Í nýlegri rannsókn Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna, kemur fram að í borginni er rúmlega ein milljón bygginga sem samtals vega 762 milljónir tonna, það jafngildir tæplega tveimur milljónum fullhlaðinna Boeing 747 þota. Já, eða 140 milljónum fíla. Og þá á eftir að bæta við massann, öllum samgöngum, bílum, innréttingum og þeim 8,5 milljónum manna sem þramma um borgina dag hvern. Manhattan, Brooklyn og Queens í mestri hættu Fyrsti skýjakljúfur New York borgar var The Tower á Broadway. Byggingu hans lauk 27. september 1889. Hann var nú ekki nema 11 hæðir og þætti ekki einu sinni neitt sérstakt háhýsi í Skuggahverfinu í dag. Svæðin sem eru í mestri hættu eru suðurhluti Manhattan, Brooklyn og Queens, aðallega vegna þess að þar er undirlagið leir sem gefur hæglega undan miklum þunga. Höfundar skýrslunnar segja að New York sé ekki eina borgin við sjó sem sé í hættu. Vegna hækkandi yfirborðs sjávar séu margar borgir í hættu og sú hætta aukist eftir því sem áhrif loftslagsbreytinga aukist. Stjórnvöld þurfa að gera ráðstafanir En er þetta eitthvað til að hafa áhyggjur af? Ekki í allra nánustu framtíð, og það er óþarfi að rjúka út í búð og kaupa björgunarvesti, segir Tom Parson, stjórnandi rannsóknarinnar. Hins vegar þurfi stjórnvöld að hafa varann á sér. Stál og annað byggingarefni sem kemst ítrekað í snertingu við saltan sjó getur byrjað að tærast og svo má ekki gleyma því að flóð í borgum geta verið mannskæð og það er kannski helsta áhyggjuefnið, segir Parson. Bandaríkin Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Sekkur hægt og rólega New York kann að vera borgin sem aldrei sefur, en hún er vissulega borgin sem sekkur. Hægt og rólega. Talið er að borgin sökkvi um sem nemur 2 mm á ári. Þar við bætist hækkandi yfirborð sjávar, en frá 1950 hefur yfirborð sjávar við Manhattan risið um 23 cm. Í nýlegri rannsókn Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna, kemur fram að í borginni er rúmlega ein milljón bygginga sem samtals vega 762 milljónir tonna, það jafngildir tæplega tveimur milljónum fullhlaðinna Boeing 747 þota. Já, eða 140 milljónum fíla. Og þá á eftir að bæta við massann, öllum samgöngum, bílum, innréttingum og þeim 8,5 milljónum manna sem þramma um borgina dag hvern. Manhattan, Brooklyn og Queens í mestri hættu Fyrsti skýjakljúfur New York borgar var The Tower á Broadway. Byggingu hans lauk 27. september 1889. Hann var nú ekki nema 11 hæðir og þætti ekki einu sinni neitt sérstakt háhýsi í Skuggahverfinu í dag. Svæðin sem eru í mestri hættu eru suðurhluti Manhattan, Brooklyn og Queens, aðallega vegna þess að þar er undirlagið leir sem gefur hæglega undan miklum þunga. Höfundar skýrslunnar segja að New York sé ekki eina borgin við sjó sem sé í hættu. Vegna hækkandi yfirborðs sjávar séu margar borgir í hættu og sú hætta aukist eftir því sem áhrif loftslagsbreytinga aukist. Stjórnvöld þurfa að gera ráðstafanir En er þetta eitthvað til að hafa áhyggjur af? Ekki í allra nánustu framtíð, og það er óþarfi að rjúka út í búð og kaupa björgunarvesti, segir Tom Parson, stjórnandi rannsóknarinnar. Hins vegar þurfi stjórnvöld að hafa varann á sér. Stál og annað byggingarefni sem kemst ítrekað í snertingu við saltan sjó getur byrjað að tærast og svo má ekki gleyma því að flóð í borgum geta verið mannskæð og það er kannski helsta áhyggjuefnið, segir Parson.
Bandaríkin Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira