Tvö og hálft ár fyrir fíkniefnabrot og þjófnað Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. júní 2023 11:01 Maðurinn játaði öllu skýlaust. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í fyrradag karlmann í tveggja og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og þjófnað, brot sem framin voru á þessu ári. Maðurinn, sem heitir Daniel Norbert Szymanski, játaði skýlaust fyrir dómi að hafa haft í fórum sínum tæp þrjú kíló af amfetamíni og 692 stykki og 225 ml af vefaukandi steralyfjum. Þá játaði hann einnig að hafa brotist inn í íbúð laugardaginn 4. febrúar og stolið Rolex armbandsúri að verðmæti tæplega 1,2 milljónir króna, Breitling armbandsúri og töskum og belti frá Louis Vuitton. Daniel var handtekinn föstudaginn 10. febrúar þegar lögreglan lagði hald á þýfið ásamt amfetamín- og sterabirgðum við húsleit í bílskúrnum hans. Í dómnum kemur fram að Daniel hafi ekki áður hlotið refsingu hér á landi og það hafi haft áhrif á þyngd dómsins, auk þess sem hann hafi játað allri sök skýlaust. Auk óskilorðsbundinnar fangelsisvistar þarf Daniel að greiða allan sakarkostnað. Einnig er þess krafist að fíkniefnin auk hálfrar milljónar króna verði gerð upptæk. Dómsmál Reykjavík Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Ákærður fyrir að smygla tæplega tveimur kílóum af metamfetamíni Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur 32 ára íslenskum karlmanni sem er grunaður um stórfellt fíkniefnabrot. Maðurinn er í ákærunni sagður hafa staðið að innflutningi tæplega tveggja kílóa af metamfetamíni. 14. apríl 2023 07:06 Með fimm kíló af amfetamíni í frystikistu á heimili sínu Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann, Garðar Ingvar Þormar, í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot og vopnalagabrot. 5. október 2022 11:07 Á þriðja ár í fangelsi fyrir fíkniefna-, valdstjórnar- og sóttvarnalagabrot Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi Reyni Örn Guðrúnarson í tveggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir ýmis fíkniefna- og umferðarlagabrot og brot gegn valdstjórninni. Hann var einnig sakfelldur fyrir að brjóta sóttvarnalög með því að hunsa fyrirmæli um einangrun þegar hann var smitaður af Covid-19. 22. september 2022 17:30 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Maðurinn, sem heitir Daniel Norbert Szymanski, játaði skýlaust fyrir dómi að hafa haft í fórum sínum tæp þrjú kíló af amfetamíni og 692 stykki og 225 ml af vefaukandi steralyfjum. Þá játaði hann einnig að hafa brotist inn í íbúð laugardaginn 4. febrúar og stolið Rolex armbandsúri að verðmæti tæplega 1,2 milljónir króna, Breitling armbandsúri og töskum og belti frá Louis Vuitton. Daniel var handtekinn föstudaginn 10. febrúar þegar lögreglan lagði hald á þýfið ásamt amfetamín- og sterabirgðum við húsleit í bílskúrnum hans. Í dómnum kemur fram að Daniel hafi ekki áður hlotið refsingu hér á landi og það hafi haft áhrif á þyngd dómsins, auk þess sem hann hafi játað allri sök skýlaust. Auk óskilorðsbundinnar fangelsisvistar þarf Daniel að greiða allan sakarkostnað. Einnig er þess krafist að fíkniefnin auk hálfrar milljónar króna verði gerð upptæk.
Dómsmál Reykjavík Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Ákærður fyrir að smygla tæplega tveimur kílóum af metamfetamíni Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur 32 ára íslenskum karlmanni sem er grunaður um stórfellt fíkniefnabrot. Maðurinn er í ákærunni sagður hafa staðið að innflutningi tæplega tveggja kílóa af metamfetamíni. 14. apríl 2023 07:06 Með fimm kíló af amfetamíni í frystikistu á heimili sínu Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann, Garðar Ingvar Þormar, í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot og vopnalagabrot. 5. október 2022 11:07 Á þriðja ár í fangelsi fyrir fíkniefna-, valdstjórnar- og sóttvarnalagabrot Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi Reyni Örn Guðrúnarson í tveggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir ýmis fíkniefna- og umferðarlagabrot og brot gegn valdstjórninni. Hann var einnig sakfelldur fyrir að brjóta sóttvarnalög með því að hunsa fyrirmæli um einangrun þegar hann var smitaður af Covid-19. 22. september 2022 17:30 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Ákærður fyrir að smygla tæplega tveimur kílóum af metamfetamíni Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur 32 ára íslenskum karlmanni sem er grunaður um stórfellt fíkniefnabrot. Maðurinn er í ákærunni sagður hafa staðið að innflutningi tæplega tveggja kílóa af metamfetamíni. 14. apríl 2023 07:06
Með fimm kíló af amfetamíni í frystikistu á heimili sínu Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann, Garðar Ingvar Þormar, í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot og vopnalagabrot. 5. október 2022 11:07
Á þriðja ár í fangelsi fyrir fíkniefna-, valdstjórnar- og sóttvarnalagabrot Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi Reyni Örn Guðrúnarson í tveggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir ýmis fíkniefna- og umferðarlagabrot og brot gegn valdstjórninni. Hann var einnig sakfelldur fyrir að brjóta sóttvarnalög með því að hunsa fyrirmæli um einangrun þegar hann var smitaður af Covid-19. 22. september 2022 17:30