Jöfnum stöðu byggðanna með strandveiðum Bjarni Jónsson skrifar 30. maí 2023 11:30 Ein af farsælustu ákvörðunum síðari ára til að efla sjávarbyggðir landsins var tilkoma strandveiða. Það voru mikilvæg og farsæl tímamót 25. júní 2009 þegar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra VG, Jón Bjarnason, undirritaði fyrstu reglugerðina um strandveiðar. Hafandi tekið þátt í mótun hugmyndafræðinnar að baki strandveiðunum og komið að samningu frumvarpsins um veiðarnar á sínum tíma var sérstaklega ánægjulegt að standa í haust á Alþingi og mæla fyrir tillögu um frekari eflingu strandveiða og að þær verði festar enn betur í sessi. Það gerum við með því að auka veiðiheimildir til strandveiða og því að endurskoða úthlutun og meðhöndlun aðgerða innan félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins, með tilliti til þess hvernig þær veiðiheimildir nýtast sem best smærri byggðarlögum sem þær eiga að þjóna og færa stærri hluta þeirra til smærri útgerða og inn í strandveiðikerfið. Þá þarf að koma í veg fyrir að stór hluti þeirra endi hjá stærstu útgerðarfélögum landsins sem nú þegar halda á stærstum hluta allra veiðiheimilda við Íslands strendur. Ástæða er til að halda áfram, að þróa og styrkja strandveiðikerfið svo það þjóni sem best markmiðum sínum, eflingu sjávarbyggðanna og jafnræði þeirra á milli. Vorið 2019 lögfesti alþingi að frumkvæði Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur VG, dagakerfi í strandveiðum sem ætlað var að auka öryggi sjómanna og efla jafnræði og sveigjanleika í kerfinu með stórauknum aflaheimildum í strandveiðipottinn. Vinnu við að styrkja stoðir strandveiðikerfisins þarf að halda áfram. Það verður ekki síst gert með auknum veiðiheimildum og tryggja nægjanlegan fjölda veiðidaga. Þá þarf einnig að ná sem víðtækastri sátt um þær breytingar sem gerðar eru. Það frumvarp sem nú liggur fyrir alþingi um breytingar á fyrirkomulagi strandveiða og svæðaskiptingu er ekki til þess fallið í núverandi mynd að stuðla að slíkri sátt og jafnræði milli byggðarlaga og felur ekki í sér skref, að óbreyttu til að styrkja hlut strandveiða í fiskveiðistjórnunarkerfinu. Það grefur undan þeirri sátt sem ríkt hefur um strandveiðarnar á undanförnum árum að etja saman byggðarlögum eins og reyndin hefur orðið. Þetta mál þarf að vinna betur og með heildstæðari hætti þar sem jafnframt er tryggð aukin hlutdeild strandveiða í veiðiheimildum, lengra samfellt veiðitímabil og fleiri veiðidagar. Það blasir við að ekki er hægt að afgreiða málið í fyrirliggjandi mynd á þessu þingi og án víðtækara samráðs við þá sem málið varðar. Komið hefur fram frá Landsambandi smábátaeigenda að strandveiðimenn vilja standa vörð um veiðitímabilið; að veiðum sé ekki hætt um sumar, jafnvel snemma í júlí, með þeim afleiðingum að veiðimenn sums staðar á landinu beri skarðan hlut frá borði. Á móti hafa þeir boðið þá sáttaleið fyrir yfirstandandi tímabil, að frekar verði fækkað veiðidögum, en ekki sé fýsilegt að taka upp þá svæðaskiptingu sem fyrirliggjandi frumvarp ber með sér. Fulltrúar smábátaeigenda hafa bent á að það skipti hinar dreifðu byggðir gríðarlega miklu, að strandveiðar séu með þeim hætti eins og verið hefur og þær séu í maí, júní, júlí og ágúst, þannig að jafnræði sé tryggt. Því hafa þeir lagt til að dögum verði fækkað í öllum mánuðum. Í stað tólf daga í mánuði yrðu ellefu, en á móti kæmi ekki til stöðvunar veiða. Þá fengju öll svæði jafnmarga daga, ellefu í mánuðunum maí, júní, júlí og ágúst. Þannig yrði hægt að tryggja jafnræði. Ég styð að sú leið sem Landsamband smábátaeigenda leggur til, verði farin nú, en jafnframt unnið að því að tryggja aukna hlutdeild strandveiða á komandi vertíðum eins og fólst í þeirri tillögu sem ég mælti fyrir á alþingi í upphafi þingvetrar. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Jónsson Vinstri græn Byggðamál Sjávarútvegur Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ein af farsælustu ákvörðunum síðari ára til að efla sjávarbyggðir landsins var tilkoma strandveiða. Það voru mikilvæg og farsæl tímamót 25. júní 2009 þegar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra VG, Jón Bjarnason, undirritaði fyrstu reglugerðina um strandveiðar. Hafandi tekið þátt í mótun hugmyndafræðinnar að baki strandveiðunum og komið að samningu frumvarpsins um veiðarnar á sínum tíma var sérstaklega ánægjulegt að standa í haust á Alþingi og mæla fyrir tillögu um frekari eflingu strandveiða og að þær verði festar enn betur í sessi. Það gerum við með því að auka veiðiheimildir til strandveiða og því að endurskoða úthlutun og meðhöndlun aðgerða innan félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins, með tilliti til þess hvernig þær veiðiheimildir nýtast sem best smærri byggðarlögum sem þær eiga að þjóna og færa stærri hluta þeirra til smærri útgerða og inn í strandveiðikerfið. Þá þarf að koma í veg fyrir að stór hluti þeirra endi hjá stærstu útgerðarfélögum landsins sem nú þegar halda á stærstum hluta allra veiðiheimilda við Íslands strendur. Ástæða er til að halda áfram, að þróa og styrkja strandveiðikerfið svo það þjóni sem best markmiðum sínum, eflingu sjávarbyggðanna og jafnræði þeirra á milli. Vorið 2019 lögfesti alþingi að frumkvæði Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur VG, dagakerfi í strandveiðum sem ætlað var að auka öryggi sjómanna og efla jafnræði og sveigjanleika í kerfinu með stórauknum aflaheimildum í strandveiðipottinn. Vinnu við að styrkja stoðir strandveiðikerfisins þarf að halda áfram. Það verður ekki síst gert með auknum veiðiheimildum og tryggja nægjanlegan fjölda veiðidaga. Þá þarf einnig að ná sem víðtækastri sátt um þær breytingar sem gerðar eru. Það frumvarp sem nú liggur fyrir alþingi um breytingar á fyrirkomulagi strandveiða og svæðaskiptingu er ekki til þess fallið í núverandi mynd að stuðla að slíkri sátt og jafnræði milli byggðarlaga og felur ekki í sér skref, að óbreyttu til að styrkja hlut strandveiða í fiskveiðistjórnunarkerfinu. Það grefur undan þeirri sátt sem ríkt hefur um strandveiðarnar á undanförnum árum að etja saman byggðarlögum eins og reyndin hefur orðið. Þetta mál þarf að vinna betur og með heildstæðari hætti þar sem jafnframt er tryggð aukin hlutdeild strandveiða í veiðiheimildum, lengra samfellt veiðitímabil og fleiri veiðidagar. Það blasir við að ekki er hægt að afgreiða málið í fyrirliggjandi mynd á þessu þingi og án víðtækara samráðs við þá sem málið varðar. Komið hefur fram frá Landsambandi smábátaeigenda að strandveiðimenn vilja standa vörð um veiðitímabilið; að veiðum sé ekki hætt um sumar, jafnvel snemma í júlí, með þeim afleiðingum að veiðimenn sums staðar á landinu beri skarðan hlut frá borði. Á móti hafa þeir boðið þá sáttaleið fyrir yfirstandandi tímabil, að frekar verði fækkað veiðidögum, en ekki sé fýsilegt að taka upp þá svæðaskiptingu sem fyrirliggjandi frumvarp ber með sér. Fulltrúar smábátaeigenda hafa bent á að það skipti hinar dreifðu byggðir gríðarlega miklu, að strandveiðar séu með þeim hætti eins og verið hefur og þær séu í maí, júní, júlí og ágúst, þannig að jafnræði sé tryggt. Því hafa þeir lagt til að dögum verði fækkað í öllum mánuðum. Í stað tólf daga í mánuði yrðu ellefu, en á móti kæmi ekki til stöðvunar veiða. Þá fengju öll svæði jafnmarga daga, ellefu í mánuðunum maí, júní, júlí og ágúst. Þannig yrði hægt að tryggja jafnræði. Ég styð að sú leið sem Landsamband smábátaeigenda leggur til, verði farin nú, en jafnframt unnið að því að tryggja aukna hlutdeild strandveiða á komandi vertíðum eins og fólst í þeirri tillögu sem ég mælti fyrir á alþingi í upphafi þingvetrar. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun