Alþingi samþykkti ríkisborgararétt Pussy Riot-liða Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2023 23:36 Frumvarp um veitingu ríkisborgarréttar var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum þingmanna sem voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna. Vísir/Vilhelm Allir viðstaddir þingmenn greiddu atkvæði með því að átján útlendingar fengju íslenskan ríkisborgararétt í dag. Í hópnum eru tvær liðskonur rússneska lista- og andófshópsins Pussy Riot sem flúðu kúgun í heimalandinu í fyrra. Þær Mariia Alekhina og Liudmila „Lucy“ Shtein komust á ævintýralegan hátt frá Rússlandi í fyrra. Alekhina var á meðal þriggja liðsmanna Pussy Riot sem voru handteknir eftir að þeir trufluðu messu í Kristskirkjunni í Moskvu með gjörningi árið 2012. Þær töldu að þeim væri ekki vært í Rússlandi lengur en Vladímír Pútín Rússlandsforseti bælir nú niður allt andóf í landinu af enn meiri hörku en áður. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis lagði til að þær Alekhina og Shtein auk sextán annarra fengju ríkisborgararétt í gær. Atkvæðagreiðsla fór fram um frumvarpið síðdegis og var það samþykkt með atkvæðum 51 þingmanns sem var á staðnum. Allir flokkar á þingi greiddu atkvæði með frumvarpinu fyrir utan Miðflokkinn en báðir þingmenn hans voru fjarverandi. Fólkið sem er nú orðið íslenskir ríkisborgarar var af ellefu þjóðernum. Í hópnum voru fimm Rússar, að þeim Alekhinu og Shtein meðtöldum, tveir Íranar, tveir Indverjar og tveir Bretar. Til viðbótar var Ísraeli, Taílendingur, Skoti, Filippseyingur, Ítali, Bandaríkjamaður og Ganverji gerður að ríkisborgara. Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, sagði að nefndinni hefðu borist 94 umsóknir um ríkisborgararétt. Nefndin hafi verið einhuga um að leggja til að þessir átján einstaklingar fengju þann rétt. Innflytjendamál Andóf Pussy Riot Alþingi Tengdar fréttir Leggja til að Pussy Riot-liðar fái ríkisborgararétt Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að Mariia Alekhina og Lucy Shtein, liðskonur rússneska lista- og andófshópsins Pussy Riot, fái íslenskan ríkisborgararétt. Þær eru á meðal fimm Rússa sem nefndin vill að fái ríkisfang á Íslandi. 9. maí 2023 18:07 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Þær Mariia Alekhina og Liudmila „Lucy“ Shtein komust á ævintýralegan hátt frá Rússlandi í fyrra. Alekhina var á meðal þriggja liðsmanna Pussy Riot sem voru handteknir eftir að þeir trufluðu messu í Kristskirkjunni í Moskvu með gjörningi árið 2012. Þær töldu að þeim væri ekki vært í Rússlandi lengur en Vladímír Pútín Rússlandsforseti bælir nú niður allt andóf í landinu af enn meiri hörku en áður. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis lagði til að þær Alekhina og Shtein auk sextán annarra fengju ríkisborgararétt í gær. Atkvæðagreiðsla fór fram um frumvarpið síðdegis og var það samþykkt með atkvæðum 51 þingmanns sem var á staðnum. Allir flokkar á þingi greiddu atkvæði með frumvarpinu fyrir utan Miðflokkinn en báðir þingmenn hans voru fjarverandi. Fólkið sem er nú orðið íslenskir ríkisborgarar var af ellefu þjóðernum. Í hópnum voru fimm Rússar, að þeim Alekhinu og Shtein meðtöldum, tveir Íranar, tveir Indverjar og tveir Bretar. Til viðbótar var Ísraeli, Taílendingur, Skoti, Filippseyingur, Ítali, Bandaríkjamaður og Ganverji gerður að ríkisborgara. Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, sagði að nefndinni hefðu borist 94 umsóknir um ríkisborgararétt. Nefndin hafi verið einhuga um að leggja til að þessir átján einstaklingar fengju þann rétt.
Innflytjendamál Andóf Pussy Riot Alþingi Tengdar fréttir Leggja til að Pussy Riot-liðar fái ríkisborgararétt Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að Mariia Alekhina og Lucy Shtein, liðskonur rússneska lista- og andófshópsins Pussy Riot, fái íslenskan ríkisborgararétt. Þær eru á meðal fimm Rússa sem nefndin vill að fái ríkisfang á Íslandi. 9. maí 2023 18:07 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Leggja til að Pussy Riot-liðar fái ríkisborgararétt Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að Mariia Alekhina og Lucy Shtein, liðskonur rússneska lista- og andófshópsins Pussy Riot, fái íslenskan ríkisborgararétt. Þær eru á meðal fimm Rússa sem nefndin vill að fái ríkisfang á Íslandi. 9. maí 2023 18:07