Hrun hjá bréfum Alvotech eftir tíðindi næturinnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. apríl 2023 10:20 Róbert Wessman er forstjóri Alvotech. Vísir/Vilhelm Virði bréfa Alvotech hefur fallið um rúm tuttugu prósent eftir að í ljós kom að fyrirtækið fær ekki enn grænt ljós frá Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna (FDA) fyrir líftæknilyfjahliðstæðu við gigtarlyfið Humira. FDA segist ekki geta veitt markaðsleyfi fyrir lyfið þar til búið sé að bregðast með fullnægjandi hætti við ábendingum sem eftirlitið gerði í kjölfar úttektar á framleiðsluaðstöðu íslenska fyrirtækisins sem lauk um miðjan mars. Áform félagsins hafa gert ráð fyrir að hefja sölu á lyfinu vestanhafs um mitt þetta ár í samstarfi við Teva. Hlutabréfaverð alþjóðlega lyfjarisans hafði lækkað um rúmlega níu prósent í viðskiptum fyrir opnun markaða í Bandaríkjunum eftir að greint var frá athugasemdum FDA. Hlutabréfaverð Alvotech, sem er verðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni, hafði hækkað um meira en hundrað prósent frá því í byrjun desember í fyrra. Gengið hefur hins vegar lækkað um rúm 20 prósent eftir opnun Kauphallarinnar í morgun og er markaðsvirði félagsins nú um 440 milljarðar króna. Gengi hlutabréfa er í augnablikinu í kringum 1500 krónur en var 1915 krónur þegar Kauphöll var lokað í gær. Kauphöllin Alvotech Tengdar fréttir Japanskur fyrirtækjarisi fjárfestir í Alvotech fyrir níu milljarða Japanska fjárfestingafélagið Mitsui & Co, sem er hluti af einni stærstu fyrirtækjasamsteypu heims, hefur keypt breytanleg skuldabréf Alvotech að fjárhæð 62,75 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 8,6 milljarða króna, af félagi sem er að stórum hluta í eigu Róbert Wessman, forstjóra Alvotech. Stærsti hluthafi Mitsui er fjárfestingafélag Warrens Buffett en fjárfestingin í Alvotech kemur einum degi áður en líftæknilyfjafyrirtækið gerir ráð fyrir að fá niðurstöðu frá bandaríska lyfjaeftirlitinu vegna umsóknar um markaðsleyfi fyrir gigtarlyfið Humira. 12. apríl 2023 09:36 Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Sófi fyrir nýsköpun Viðskipti innlent Engin grundvallarbreyting Viðskipti innlent Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Isavia kærir úrskurðinn Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Bókmenntir flottasta útflutningsgreinin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
FDA segist ekki geta veitt markaðsleyfi fyrir lyfið þar til búið sé að bregðast með fullnægjandi hætti við ábendingum sem eftirlitið gerði í kjölfar úttektar á framleiðsluaðstöðu íslenska fyrirtækisins sem lauk um miðjan mars. Áform félagsins hafa gert ráð fyrir að hefja sölu á lyfinu vestanhafs um mitt þetta ár í samstarfi við Teva. Hlutabréfaverð alþjóðlega lyfjarisans hafði lækkað um rúmlega níu prósent í viðskiptum fyrir opnun markaða í Bandaríkjunum eftir að greint var frá athugasemdum FDA. Hlutabréfaverð Alvotech, sem er verðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni, hafði hækkað um meira en hundrað prósent frá því í byrjun desember í fyrra. Gengið hefur hins vegar lækkað um rúm 20 prósent eftir opnun Kauphallarinnar í morgun og er markaðsvirði félagsins nú um 440 milljarðar króna. Gengi hlutabréfa er í augnablikinu í kringum 1500 krónur en var 1915 krónur þegar Kauphöll var lokað í gær.
Kauphöllin Alvotech Tengdar fréttir Japanskur fyrirtækjarisi fjárfestir í Alvotech fyrir níu milljarða Japanska fjárfestingafélagið Mitsui & Co, sem er hluti af einni stærstu fyrirtækjasamsteypu heims, hefur keypt breytanleg skuldabréf Alvotech að fjárhæð 62,75 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 8,6 milljarða króna, af félagi sem er að stórum hluta í eigu Róbert Wessman, forstjóra Alvotech. Stærsti hluthafi Mitsui er fjárfestingafélag Warrens Buffett en fjárfestingin í Alvotech kemur einum degi áður en líftæknilyfjafyrirtækið gerir ráð fyrir að fá niðurstöðu frá bandaríska lyfjaeftirlitinu vegna umsóknar um markaðsleyfi fyrir gigtarlyfið Humira. 12. apríl 2023 09:36 Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Sófi fyrir nýsköpun Viðskipti innlent Engin grundvallarbreyting Viðskipti innlent Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Isavia kærir úrskurðinn Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Bókmenntir flottasta útflutningsgreinin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
Japanskur fyrirtækjarisi fjárfestir í Alvotech fyrir níu milljarða Japanska fjárfestingafélagið Mitsui & Co, sem er hluti af einni stærstu fyrirtækjasamsteypu heims, hefur keypt breytanleg skuldabréf Alvotech að fjárhæð 62,75 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 8,6 milljarða króna, af félagi sem er að stórum hluta í eigu Róbert Wessman, forstjóra Alvotech. Stærsti hluthafi Mitsui er fjárfestingafélag Warrens Buffett en fjárfestingin í Alvotech kemur einum degi áður en líftæknilyfjafyrirtækið gerir ráð fyrir að fá niðurstöðu frá bandaríska lyfjaeftirlitinu vegna umsóknar um markaðsleyfi fyrir gigtarlyfið Humira. 12. apríl 2023 09:36