Engin grundvallarbreyting Stjórnarmaðurinn skrifar 19. febrúar 2017 11:00 Fjármálaráðuneytið hefur gefið út að stefnt sé að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og Arion. Ætlunin sé hins vegar að selja Landsbankann einungis að hluta, þannig að ríkið haldi eftir 34 til 40% hlut. Eins og við mátti búast hefur þessum fyrirætlunum verið mætt með hefðbundnum upphrópunum um að verið sé að selja fjölskyldudjásnin og leggja fjármálakerfið í hendurnar á spákaupmönnum. Skoðum aðeins hvaða breytingar er verið að leggja til. Hvað varðar Arion banka er ríkið einungis eigandi 13% hlutar og því í sjálfu sér ekki um grundvallarbreytingu að ræða. Væntanlega er hægt að finna fjármunum betri farveg en að vera fastir í áhrifaleysi sem lítill hluthafi í banka. Hvað Landsbankann varðar er ríkið þó vissulega eigandi nánast að fullu. Fyrirætlun um að halda eftir ríflega þriðjungshlut ætti þó að tryggja að ríkið geti haft leiðandi áhrif á reksturinn. Þetta er þekkt blanda ríkis og einkarekstrar sem meðal annars hefur gefið góða raun í Noregi, t.d. hjá norska olíurisanum Statoil. Með því getur ríkið tryggt ákveðna íhaldssemi í rekstrinum á meðan einkaaðilar veita stjórnendum það aðhald sem einungis raunverulegir eigendur gera. Varla getur þetta talist sérlega áhættusækin nálgun. Grundvallarbreytingin felst því í sölunni á Íslandsbanka. Menn geta deilt um hvar á nákvæmlega að draga línuna í þessum efnum, en færa má rök fyrir því að búið sé tiltölulega varfærnislega um hnútana þegar einn bankanna er að stærstum hluta í eigu ríkisins og hinir þurfa að lúta ströngum kröfum um eigið fé og annað sem settar voru í kjölfar hrunsins. Hitt er svo annað að vanda þarf vel til verka þegar kemur að söluferlinu. Við megum ekki við annarri eins katastrófu og hér varð í síðustu einkavæðingarhrinu, þar sem vel valdir flokkshestar fengu bankana allt að því afhenta. Fregnir af áhuga lífeyrissjóðanna á Arion hið minnsta eru ekki sérlega upplyftandi. Lífeyrissjóðirnir eru fjármálamarkaðnum mikilvægir, en það er ekki spennandi tilhugsun að nánast öll skráð félög í landinu og bankarnir í þokkabót verði á þeirra hendi. Uppleggið við söluna á bönkunum er gott. Þeim fjármunum sem safnast er betur varið í greiðslu á skuldum ríkisins. Það er fjármálamarkaðnum hins vegar lífsnauðsyn að þar starfi einstaklingar sem leggja sitt undir og uppskera eftir því. Það gildir um banka eins og annað, og því nauðsynlegt að vandað verði til verka við söluna.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Fjármálaráðuneytið hefur gefið út að stefnt sé að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og Arion. Ætlunin sé hins vegar að selja Landsbankann einungis að hluta, þannig að ríkið haldi eftir 34 til 40% hlut. Eins og við mátti búast hefur þessum fyrirætlunum verið mætt með hefðbundnum upphrópunum um að verið sé að selja fjölskyldudjásnin og leggja fjármálakerfið í hendurnar á spákaupmönnum. Skoðum aðeins hvaða breytingar er verið að leggja til. Hvað varðar Arion banka er ríkið einungis eigandi 13% hlutar og því í sjálfu sér ekki um grundvallarbreytingu að ræða. Væntanlega er hægt að finna fjármunum betri farveg en að vera fastir í áhrifaleysi sem lítill hluthafi í banka. Hvað Landsbankann varðar er ríkið þó vissulega eigandi nánast að fullu. Fyrirætlun um að halda eftir ríflega þriðjungshlut ætti þó að tryggja að ríkið geti haft leiðandi áhrif á reksturinn. Þetta er þekkt blanda ríkis og einkarekstrar sem meðal annars hefur gefið góða raun í Noregi, t.d. hjá norska olíurisanum Statoil. Með því getur ríkið tryggt ákveðna íhaldssemi í rekstrinum á meðan einkaaðilar veita stjórnendum það aðhald sem einungis raunverulegir eigendur gera. Varla getur þetta talist sérlega áhættusækin nálgun. Grundvallarbreytingin felst því í sölunni á Íslandsbanka. Menn geta deilt um hvar á nákvæmlega að draga línuna í þessum efnum, en færa má rök fyrir því að búið sé tiltölulega varfærnislega um hnútana þegar einn bankanna er að stærstum hluta í eigu ríkisins og hinir þurfa að lúta ströngum kröfum um eigið fé og annað sem settar voru í kjölfar hrunsins. Hitt er svo annað að vanda þarf vel til verka þegar kemur að söluferlinu. Við megum ekki við annarri eins katastrófu og hér varð í síðustu einkavæðingarhrinu, þar sem vel valdir flokkshestar fengu bankana allt að því afhenta. Fregnir af áhuga lífeyrissjóðanna á Arion hið minnsta eru ekki sérlega upplyftandi. Lífeyrissjóðirnir eru fjármálamarkaðnum mikilvægir, en það er ekki spennandi tilhugsun að nánast öll skráð félög í landinu og bankarnir í þokkabót verði á þeirra hendi. Uppleggið við söluna á bönkunum er gott. Þeim fjármunum sem safnast er betur varið í greiðslu á skuldum ríkisins. Það er fjármálamarkaðnum hins vegar lífsnauðsyn að þar starfi einstaklingar sem leggja sitt undir og uppskera eftir því. Það gildir um banka eins og annað, og því nauðsynlegt að vandað verði til verka við söluna.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira