Hver er framtíðarsýn stjórnvalda í ferjusiglingum yfir Breiðafjörð? Sigurður Páll Jónsson skrifar 4. apríl 2023 09:31 Breiðafjarðarferjan Baldur hefur álíka oft komist í fréttir vegna bilana síðustu árin og stýrivaxtahækkanir Seðlabankastjóra. Vonandi fer verðbólga að hjaðna og ákveðið hefur verið að selja núverandi Baldur. En hvernig skip er áætlað að komi í staðinn? Eins og oft hefur komið fram er ferjan Baldur smíðaður 1979, (44 ára gammall) er með einni aðalvél sem erfitt er að fá varahluti í. Skipið er 68,3 m á lengd, 11,6 m ábreidd og er 1,677 brúttótonn. Hann tekur 280 farþega og 49 bíla (6 treilera.) Stjórnvöld segja að erfitt sé að finna annað skip og aðeins eitt skip frá Noregi sé í boði sem henti. Það ber nafnið Röst og er smíðað árið 1991, (12 árum yngra er Baldur) 32 ára gamalt, 66 m á lengd, 13,4 m á breidd, 2036 búttótonn, tekur 235 farþega og 42 bíla (5 treilera.) Röst er með tveimur vélum sem er framför, en þær eru samsorta og vélin í Baldri sem erfitt hefur verið að fá varahluti í. Að skipta þessu skipi inná fyrir núverndi Baldur, sem tekur færri farþega, færri bíla og færri treilera og er 32 ára gamalt, er líkt og að pissa í skóinn sinn. Af því er skammgóður vermir. Þarfagreining sem gerð var sýndi að minnst 8 TREILERA ferja væri nauðsynleg, helst stærri. Hafnaraðstaðan (ekjubrýrnar) bæði á Brjánslæk og í Stykkishólmi býður ekki uppá breiðari skip eins og staðan er í dag og þess vegna horfa sjórnvöld til þess að fá skip sem er svipað breitt og Baldur, Röst er 1,8 m breiðari en Baldur og þá væri kannski hægt að notast við núverandi ekjubrýr í höfnunum. Kunnugir aðilar segja að nóg sé í boði af breiðari skipum (ca 16 m breið), en þá þarf að laga hafnarmannvirki samkvæmt því. Þessir sömu aðilar leggja til að það marg borgi sig að aðlaga hafnarmannvirkin að breiðara skipi og þá sé hægt t.d að nota gamla Herjólf, sem Ríkið á í dag, eða finna hentugt skip sem þjónar þeim þörfum sem fyrir liggja með sívaxandi fiskflutningum og mikilli aukningu í ferðafólki. Fiskeldið á suðurfjörðum Vestfjarða er í vexti og gríðarleg aukning við Ísafjarðardjúp. Steingrímsfjarðarheiði og þröskuldar verða oft ófærir á vetrum, þá eykst umferð suður um Dýrafjarðargöng og Dynjandisheiði. Þó vegurinn um Gufudalssveit á Barðaströnd (Teigskógsleið) er loksins að verða að veruleika mun Klettsháls verða ófær á vetrum eins og reynslan segir. Fólk og ferskvörur þurfa að berast á öruggan hátt suður og einmitt þessvegna verða stjórn völd að hugsa til framtíðar með öruggar ferjusiglingar yfir Breiðafjörð með skipi sem dugar til þeirrar gríðarlegu aukningar á flutningsþörf sem þegar er staðreynd og þeirri staðreynd að þörfin mun bara aukast. Ef Baldur er að seljast í sumar er ráðlegt að aðlaga ferjubryggjurnar breiðara skipi strax í haust! Ég hvet stjórnvöld að ráðast í þær hafnarframkvæmdir bæði á Brjánslæk og í Stykkishólmi sem geta þjónað skipi sem dugar til að anna þeim flutningum frá og til Vestfjarða sem hafa aukist mikið síðustu ár og eiga eftir að aukast enn meira. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Ferjan Baldur Samgöngur Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Breiðafjarðarferjan Baldur hefur álíka oft komist í fréttir vegna bilana síðustu árin og stýrivaxtahækkanir Seðlabankastjóra. Vonandi fer verðbólga að hjaðna og ákveðið hefur verið að selja núverandi Baldur. En hvernig skip er áætlað að komi í staðinn? Eins og oft hefur komið fram er ferjan Baldur smíðaður 1979, (44 ára gammall) er með einni aðalvél sem erfitt er að fá varahluti í. Skipið er 68,3 m á lengd, 11,6 m ábreidd og er 1,677 brúttótonn. Hann tekur 280 farþega og 49 bíla (6 treilera.) Stjórnvöld segja að erfitt sé að finna annað skip og aðeins eitt skip frá Noregi sé í boði sem henti. Það ber nafnið Röst og er smíðað árið 1991, (12 árum yngra er Baldur) 32 ára gamalt, 66 m á lengd, 13,4 m á breidd, 2036 búttótonn, tekur 235 farþega og 42 bíla (5 treilera.) Röst er með tveimur vélum sem er framför, en þær eru samsorta og vélin í Baldri sem erfitt hefur verið að fá varahluti í. Að skipta þessu skipi inná fyrir núverndi Baldur, sem tekur færri farþega, færri bíla og færri treilera og er 32 ára gamalt, er líkt og að pissa í skóinn sinn. Af því er skammgóður vermir. Þarfagreining sem gerð var sýndi að minnst 8 TREILERA ferja væri nauðsynleg, helst stærri. Hafnaraðstaðan (ekjubrýrnar) bæði á Brjánslæk og í Stykkishólmi býður ekki uppá breiðari skip eins og staðan er í dag og þess vegna horfa sjórnvöld til þess að fá skip sem er svipað breitt og Baldur, Röst er 1,8 m breiðari en Baldur og þá væri kannski hægt að notast við núverandi ekjubrýr í höfnunum. Kunnugir aðilar segja að nóg sé í boði af breiðari skipum (ca 16 m breið), en þá þarf að laga hafnarmannvirki samkvæmt því. Þessir sömu aðilar leggja til að það marg borgi sig að aðlaga hafnarmannvirkin að breiðara skipi og þá sé hægt t.d að nota gamla Herjólf, sem Ríkið á í dag, eða finna hentugt skip sem þjónar þeim þörfum sem fyrir liggja með sívaxandi fiskflutningum og mikilli aukningu í ferðafólki. Fiskeldið á suðurfjörðum Vestfjarða er í vexti og gríðarleg aukning við Ísafjarðardjúp. Steingrímsfjarðarheiði og þröskuldar verða oft ófærir á vetrum, þá eykst umferð suður um Dýrafjarðargöng og Dynjandisheiði. Þó vegurinn um Gufudalssveit á Barðaströnd (Teigskógsleið) er loksins að verða að veruleika mun Klettsháls verða ófær á vetrum eins og reynslan segir. Fólk og ferskvörur þurfa að berast á öruggan hátt suður og einmitt þessvegna verða stjórn völd að hugsa til framtíðar með öruggar ferjusiglingar yfir Breiðafjörð með skipi sem dugar til þeirrar gríðarlegu aukningar á flutningsþörf sem þegar er staðreynd og þeirri staðreynd að þörfin mun bara aukast. Ef Baldur er að seljast í sumar er ráðlegt að aðlaga ferjubryggjurnar breiðara skipi strax í haust! Ég hvet stjórnvöld að ráðast í þær hafnarframkvæmdir bæði á Brjánslæk og í Stykkishólmi sem geta þjónað skipi sem dugar til að anna þeim flutningum frá og til Vestfjarða sem hafa aukist mikið síðustu ár og eiga eftir að aukast enn meira. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun