Fjármálaáætlun án framtíðarsýnar fyrir íslenskukennslu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 4. apríl 2023 09:01 Langstærsta áskorun íslenskunnar um þessar mundir og á næstu árum er mikil fjölgun íbúa með annað móðurmál en íslensku. Í haust varð töluverð umræða um nauðsyn þess að efla kennslu í íslensku sem öðru máli og þá lýsti forsætisráðherra þeirri skoðun sinni að það hefði „alls ekki verið nóg gert í því að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga“. Í tengslum við dag íslenskrar tungu í haust var stofnuð sérstök ráðherranefnd um íslenska tungu samkvæmt tillögu forsætisráðherra, skipuð fimm ráðherrum, og er henni „ætlað að efla samráð og samstarf milli ráðuneyta um málefni íslenskrar tungu og tryggja samhæfingu þar sem málefni skarast“ og „vinna markvisst að stefnumótun stjórnvalda og aðgerða í þágu tungumálsins“. Það hefði mátt ætla að þessa starfs sæi stað í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2024-2028 og þar eru þessi mál vissulega nefnd: „Árið 2022 voru um 10 þúsund erlendir ríkisborgarar sem fluttu til landsins umfram brottflutta. Útlit er fyrir að þessi þróun haldi áfram og að fjöldinn verði ekki minni í ár.“ Auk þeirra sem hingað koma í atvinnuleit hefur flóttafólki og fólki sem hefur verið veitt alþjóðleg vernd fjölgað mikið og í áætluninni er bent á að óvissa sé um efnahagsleg áhrif af þeirri fjölgun til skemmri og lengri tíma: „Til lengri tíma ráðast þau ekki síst af því hvernig fólkinu gengur að aðlagast íslensku samfélagi, vinnumarkaði og skólakerfi og hvernig tekst að tryggja aðgengi að íslenskukennslu.“ Þetta er grundvallaratriði. Í framhaldi af þessu hefði mátt búast við því að í áætluninni væri að finna fjármögnuð áform um stórátak í íslenskukennslu. En því er ekki að heilsa þótt vissulega sé vikið að mikilvægi íslenskukennslu á nokkrum stöðum, t.d. í kafla um leik- og grunnskóla: „Sú mikla áskorun menntakerfisins sem felst í auknum fjölda þessara nemenda [þ.e. af erlendum uppruna] og barna í leit að alþjóðlegri vernd kallar á […] styrkingu kennslu í íslensku sem öðru tungumáli.“ Í kafla um framhaldsfræðslu segir: „Aðgengi að íslenskunámi og samfélagsfræðslu þarf að vera auðvelt og verið er að þróa stuðningskerfi við starfstengt íslenskunám á vinnustað. Einnig hefur samstarfshópur hafið störf um úrbætur í íslenskukennslu […].“ Gott svo langt sem það nær. En það nær bara ekki langt. Þetta eru aðeins óskir og áform – engar aðgerðir, hvað þá fjármagn. Í viðauka áætlunarinnar er fjallað um stöðu og horfur á einstökum málefnasviðum í mörgum köflum sem öllum er skipt í undirkafla á sama hátt. Meðal undirkafla eru „Helstu áskoranir“, „Tækifæri til umbóta“ og „Áhættuþættir“. Það vekur sérstaka athygli að þörf fyrir íslenskukennslu er sjaldnast nefnd í köflum um helstu áskoranir – ekki í 10.05 Útlendingamál, ekki í 14.1 Ferðaþjónusta, og ekki í 29.7 Málefni innflytjenda og flóttafólks. Tækifæri sem íslenskukennsla skapar eru ekki heldur nefnd í köflum um tækifæri til umbóta, og áhættan af því að hér verði til samfélög fólks sem ekki talar íslensku er ekki nefnd í köflum um áhættu. Íslenskunám er þó nefnt í kafla um framhaldsfræðslu og í töflu í þeim kafla eru sett þau markmið að „fjöldi skráninga á íslenskunámskeið viðurkenndra fræðsluaðila“ fari úr 8.400 árið 2022 upp í 15.000 2028, og „hlutfall ánægðra og mjög ánægðra á þessum námskeiðum“ fari úr 40% í 70% á sama tíma. Ekkert kemur samt fram um það hvernig eigi að ná þessum markmiðum og ekki verður séð að til standi að auka fjárveitingar til málaflokksins að marki. Í heildina má segja að frá sjónarhóli íslenskrar tungu sé fjármálaáætlunin dapurleg lesning og veki litlar vonir um að íslenskan komist úr þeirri varnarstöðu sem hún er í. Við þurfum að gera miklu betur og það kostar mikið fé – eru stjórnvöld kannski ekki reiðubúin að horfast í augu við það? Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Rögnvaldsson Íslensk tunga Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Langstærsta áskorun íslenskunnar um þessar mundir og á næstu árum er mikil fjölgun íbúa með annað móðurmál en íslensku. Í haust varð töluverð umræða um nauðsyn þess að efla kennslu í íslensku sem öðru máli og þá lýsti forsætisráðherra þeirri skoðun sinni að það hefði „alls ekki verið nóg gert í því að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga“. Í tengslum við dag íslenskrar tungu í haust var stofnuð sérstök ráðherranefnd um íslenska tungu samkvæmt tillögu forsætisráðherra, skipuð fimm ráðherrum, og er henni „ætlað að efla samráð og samstarf milli ráðuneyta um málefni íslenskrar tungu og tryggja samhæfingu þar sem málefni skarast“ og „vinna markvisst að stefnumótun stjórnvalda og aðgerða í þágu tungumálsins“. Það hefði mátt ætla að þessa starfs sæi stað í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2024-2028 og þar eru þessi mál vissulega nefnd: „Árið 2022 voru um 10 þúsund erlendir ríkisborgarar sem fluttu til landsins umfram brottflutta. Útlit er fyrir að þessi þróun haldi áfram og að fjöldinn verði ekki minni í ár.“ Auk þeirra sem hingað koma í atvinnuleit hefur flóttafólki og fólki sem hefur verið veitt alþjóðleg vernd fjölgað mikið og í áætluninni er bent á að óvissa sé um efnahagsleg áhrif af þeirri fjölgun til skemmri og lengri tíma: „Til lengri tíma ráðast þau ekki síst af því hvernig fólkinu gengur að aðlagast íslensku samfélagi, vinnumarkaði og skólakerfi og hvernig tekst að tryggja aðgengi að íslenskukennslu.“ Þetta er grundvallaratriði. Í framhaldi af þessu hefði mátt búast við því að í áætluninni væri að finna fjármögnuð áform um stórátak í íslenskukennslu. En því er ekki að heilsa þótt vissulega sé vikið að mikilvægi íslenskukennslu á nokkrum stöðum, t.d. í kafla um leik- og grunnskóla: „Sú mikla áskorun menntakerfisins sem felst í auknum fjölda þessara nemenda [þ.e. af erlendum uppruna] og barna í leit að alþjóðlegri vernd kallar á […] styrkingu kennslu í íslensku sem öðru tungumáli.“ Í kafla um framhaldsfræðslu segir: „Aðgengi að íslenskunámi og samfélagsfræðslu þarf að vera auðvelt og verið er að þróa stuðningskerfi við starfstengt íslenskunám á vinnustað. Einnig hefur samstarfshópur hafið störf um úrbætur í íslenskukennslu […].“ Gott svo langt sem það nær. En það nær bara ekki langt. Þetta eru aðeins óskir og áform – engar aðgerðir, hvað þá fjármagn. Í viðauka áætlunarinnar er fjallað um stöðu og horfur á einstökum málefnasviðum í mörgum köflum sem öllum er skipt í undirkafla á sama hátt. Meðal undirkafla eru „Helstu áskoranir“, „Tækifæri til umbóta“ og „Áhættuþættir“. Það vekur sérstaka athygli að þörf fyrir íslenskukennslu er sjaldnast nefnd í köflum um helstu áskoranir – ekki í 10.05 Útlendingamál, ekki í 14.1 Ferðaþjónusta, og ekki í 29.7 Málefni innflytjenda og flóttafólks. Tækifæri sem íslenskukennsla skapar eru ekki heldur nefnd í köflum um tækifæri til umbóta, og áhættan af því að hér verði til samfélög fólks sem ekki talar íslensku er ekki nefnd í köflum um áhættu. Íslenskunám er þó nefnt í kafla um framhaldsfræðslu og í töflu í þeim kafla eru sett þau markmið að „fjöldi skráninga á íslenskunámskeið viðurkenndra fræðsluaðila“ fari úr 8.400 árið 2022 upp í 15.000 2028, og „hlutfall ánægðra og mjög ánægðra á þessum námskeiðum“ fari úr 40% í 70% á sama tíma. Ekkert kemur samt fram um það hvernig eigi að ná þessum markmiðum og ekki verður séð að til standi að auka fjárveitingar til málaflokksins að marki. Í heildina má segja að frá sjónarhóli íslenskrar tungu sé fjármálaáætlunin dapurleg lesning og veki litlar vonir um að íslenskan komist úr þeirri varnarstöðu sem hún er í. Við þurfum að gera miklu betur og það kostar mikið fé – eru stjórnvöld kannski ekki reiðubúin að horfast í augu við það? Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar