Hvers vegna á að loka pósthúsinu í Mjódd? Þórhildur Ólöf Helgadóttir skrifar 24. mars 2023 17:01 Skorað hefur verið á Íslandspóst að halda áfram rekstri póstafgreiðslunnar í Mjódd. Tillagan kom frá borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem var samþykkt á borgarstjónarfundi þann 21. mars. Breytingar sem þessar eru gerðar að vel ígrunduðu máli, með þarfir viðskiptavina og hagræðingu í rekstri að leiðarljósi. Í greinargerð með tillögunni eru gefið í skyn að hyggilegra væri að loka frekar pósthúsinu við Dalveg og ýmsar ástæður tíndar til. Rétt er að halda því til haga að aðsókn er mun meiri á Dalvegi, það eru tvisvar sinnum fleiri viðskiptavinir á hverju ári sem sækja pósthúsið á Dalvegi heldur en í Mjódd. Þetta vó þungt þegar ákvörðunin var tekin. Pósthúsinu í Mjódd hefur áður verið lokað í skemmri tíma vegna viðgerða. Þá var póstafgreiðslan færð niður á Dalveg tímabundið sem gekk vel. Það verður áfram póstþjónusta í Mjódd þó að afgreiðslunni verði lokað. Póstboxið verður á sínum stað í Mjóddinni, sem þjónar bæði fyrirtækjum og einstaklingum, og svo eru póstbox víðar, t.d. í Vesturbergi. Auk þess stendur til að bæta við póstboxum í Efra-Breiðholti og Seljahverfi. Þá eru fleiri pósthús í borginni, bæði á Höfðabakka og í Síðumúla. Eins og komið hefur fram hefur magn bréfa dregist saman um 80% frá árinu 2010. Nýlega samþykkti borgarráð að frá 1. mars myndi Reykjavíkurborg hætta að prenta út og senda greiðsluseðla til einstaklinga og fyrirtækja. Nú verða þeir sendir rafrænt. Þessar breytingar hafa í för með sér að bréfsendingum fækkar enn frekar og þá þarf eðlilega að skera niður kostnað vegna lægri tekna hjá Póstinum. Ljóst er að á öllum sviðum samfélagsins hafa stafrænar umbreytingar átt sér stað sem „einfalda líf fólks, eru fjárhagsleg hagræðing og umhverfisvænar,“ svo notuð séu orð öldungaráðs borgarráðs í tengslum við rafræna greiðsluseðla í hinni „Rafrænu Reykjavík“. Pósturinn er engin undantekning þegar kemur að þróun stafrænna lausna. Ýmsir lýsa yfir áhyggjum af eldri borgurum vegna lokunar pósthússins í Mjódd. Það er skiljanlegt en hins vegar fjölgar þeim stöðugt sem velja póstbox umfram pósthús, ekki síst vegna þess að póstboxin eru ósjaldan í göngufæri við heimili fólks. Þá má nefna að sá hópur sem á ekki heimangengt getur alltaf fengið sendingarnar sínar heim að dyrum. Markmið okkar er ávallt að fjölga afhendingarstöðum og það er okkur mikið kappsmál að bjóða upp á þétt dreifinet móttöku- og afhendingarstaða til að vera sem næst viðskiptavinum okkar. Okkar ánægðustu viðskiptavinir eru þeir sem nota póstbox og leggjum við því mesta áherslu á að fjölga þeim. Höfundur er forstjóri Póstsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pósturinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Skorað hefur verið á Íslandspóst að halda áfram rekstri póstafgreiðslunnar í Mjódd. Tillagan kom frá borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem var samþykkt á borgarstjónarfundi þann 21. mars. Breytingar sem þessar eru gerðar að vel ígrunduðu máli, með þarfir viðskiptavina og hagræðingu í rekstri að leiðarljósi. Í greinargerð með tillögunni eru gefið í skyn að hyggilegra væri að loka frekar pósthúsinu við Dalveg og ýmsar ástæður tíndar til. Rétt er að halda því til haga að aðsókn er mun meiri á Dalvegi, það eru tvisvar sinnum fleiri viðskiptavinir á hverju ári sem sækja pósthúsið á Dalvegi heldur en í Mjódd. Þetta vó þungt þegar ákvörðunin var tekin. Pósthúsinu í Mjódd hefur áður verið lokað í skemmri tíma vegna viðgerða. Þá var póstafgreiðslan færð niður á Dalveg tímabundið sem gekk vel. Það verður áfram póstþjónusta í Mjódd þó að afgreiðslunni verði lokað. Póstboxið verður á sínum stað í Mjóddinni, sem þjónar bæði fyrirtækjum og einstaklingum, og svo eru póstbox víðar, t.d. í Vesturbergi. Auk þess stendur til að bæta við póstboxum í Efra-Breiðholti og Seljahverfi. Þá eru fleiri pósthús í borginni, bæði á Höfðabakka og í Síðumúla. Eins og komið hefur fram hefur magn bréfa dregist saman um 80% frá árinu 2010. Nýlega samþykkti borgarráð að frá 1. mars myndi Reykjavíkurborg hætta að prenta út og senda greiðsluseðla til einstaklinga og fyrirtækja. Nú verða þeir sendir rafrænt. Þessar breytingar hafa í för með sér að bréfsendingum fækkar enn frekar og þá þarf eðlilega að skera niður kostnað vegna lægri tekna hjá Póstinum. Ljóst er að á öllum sviðum samfélagsins hafa stafrænar umbreytingar átt sér stað sem „einfalda líf fólks, eru fjárhagsleg hagræðing og umhverfisvænar,“ svo notuð séu orð öldungaráðs borgarráðs í tengslum við rafræna greiðsluseðla í hinni „Rafrænu Reykjavík“. Pósturinn er engin undantekning þegar kemur að þróun stafrænna lausna. Ýmsir lýsa yfir áhyggjum af eldri borgurum vegna lokunar pósthússins í Mjódd. Það er skiljanlegt en hins vegar fjölgar þeim stöðugt sem velja póstbox umfram pósthús, ekki síst vegna þess að póstboxin eru ósjaldan í göngufæri við heimili fólks. Þá má nefna að sá hópur sem á ekki heimangengt getur alltaf fengið sendingarnar sínar heim að dyrum. Markmið okkar er ávallt að fjölga afhendingarstöðum og það er okkur mikið kappsmál að bjóða upp á þétt dreifinet móttöku- og afhendingarstaða til að vera sem næst viðskiptavinum okkar. Okkar ánægðustu viðskiptavinir eru þeir sem nota póstbox og leggjum við því mesta áherslu á að fjölga þeim. Höfundur er forstjóri Póstsins.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun