Mikilvæg skref í lengri vegferð Jódís Skúladóttir skrifar 23. mars 2023 17:01 Í dag voru til umræðu á Alþingi breytingar á lögum um almannatryggingar og félagslega aðstoð. Í ríkisstjórnarsáttmála er lögð rík áhersla á að málefni örorkulífeyrisþega verði tekin til endurskoðunar á kjörtímabilinu með það að markmiði að bæta lífskjör og lífsgæði einstaklinga með skerta starfsgetu og er málið sem rætt var í dag hluti af heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins. Mikilvæg skref voru stigin til að ná því markmiði að gera lögin aðgengilegri, einfaldari og skýrari en flækjustig almannatryggingakerfisins hefur valdið bæði notendum þjónustu og framkvæmdaaðilum vanda. Um eitt skref er að ræða í lengri vegferð og er það markmið félags- og vinnumarkaðsráðherra að gera aðrar mikilvægar breytingar á kerfinu á næstu misserum, en skammt er síðan stór skref voru tekin, þegar frítekjumark var tvöfaldað sem voru fyrstu breytingar sem gerðar voru á því frá árinu 2009 eða í tæp 14 ár. Það er mikilvægt að því sé haldið til haga að þegar breyta á viðamiklu og flóknu kerfi verður er mjög mikilvægt er að ígrunda breytingar vel og taka ekki ákvarðanir sem verða til þess að flækja málin enn frekar á síðara stigi. Við erum flest sammála um að það er óeðlilegt að tekjur barna komi til skerðinga á greiðslum foreldra. Þetta er eitt af því sem nauðsynlegt er að endurskoða og lagfæra. Hér gilda í raun sömu sjónarmið og varðandi fjármagnstekjur hjóna, þ.e. að ef vilji löggjafans er að breyta því fyrirkomulagi sem gildir um meðferð tekna barna innan 16 ára aldurs þá er eðlilegra að það verði gert með breytingum á lögum um tekjuskatt þannig að fjármagnstekjum barna verði haldið aðskildum frá tekjum foreldra og að þær reglur gildi einnig innan almannatryggingakerfisins. Verði ákveðið að gera breytingar á framangreindu fyrirkomulagi gæti á sama tíma þurft að gera ráðstafanir til að fyrirbyggja að foreldrar geti fært tekjur og/eða innstæður sínar á reikninga barna sinna í því skyni að komast hjá greiðslu fjármagnstekjuskatts. Hvað varðar útreikninga og endurreikning er vel hægt að taka undir að það er réttlætismál að breyta þeirri framkvæmd, og það er einmitt það sem er verið að í heildarendurskoðuninni. Hugmyndin er þannig að heimilt yrði að telja lífeyrissjóðstekjur til tekna greiðsluþega einungis í þeim mánuðum sem þeirra er aflað. Mikilvægt skref sem verið að vinna í að stíga á næstu misserum. Mikilvægt er að hafa í huga að með breytingunum núna er verið að samræma framkvæmd laganna enn betur að þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem felast í gagnkvæmum milliríkjasamningum sem Ísland hefur gert. Erfitt er að sjá fyrir sér hvernig samanburður á réttindum samkvæmt lögum um almannatryggingar og lögum í öðrum ríkjum þar sem réttur gæti hafa áunnist ætti að leiða til þess að ekki skuli beita milliríkjasamningum sem ríkisstjórnin hefur gert og sem tekið hafa gildi. Slíkur samanburður yrði einnig mjög erfiður í framkvæmd þar sem lög, reglur og réttindi eru mjög misjöfn og ólík eftir ríkjum. Þá er það meginstefna stjórnvalda að milliríkjasamningar á málefnasviðinu skuli byggjast á gagnkvæmni, bæði hvað varðar réttindi og skyldur. Einnig er rétt að sá vilji löggjafans að ákvæði gagnkvæmra milliríkjasamninga sem gerðir hafa verið með stoð í 68. gr. laga um almannatryggingar gildi ekki um endurhæfingarlífeyri samkvæmt lögum um félagslega aðstoð. Stefnt er að því að ákvæði laga um félagslega aðstoð um endurhæfingarlífeyri verði endurskoðuð í væntanlegu frumvarpi ráðherra á haustþingi 2023 og að þá verði tekið til ítarlegrar skoðunar hvort styrkja skuli stoðir endurhæfingar og greiðslna sem henni tengjast frekar með því að fella greiðsluflokkinn undir almannatryggingar. Þeir einstaklingar sem falla undir lög um almannatryggingakerfið eru jafnan í viðkvæmri stöðu og mikilvægt er að með öllum breytingum á lögum sé unnið að réttlátari og skýrari réttarstöðu þeirra. Vinstri hreyfingin grænt framboð byggir stefnu sína m.a. á félagslegu réttlæti og vinnur hér eftir sem hingað til að framgangi þess. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag voru til umræðu á Alþingi breytingar á lögum um almannatryggingar og félagslega aðstoð. Í ríkisstjórnarsáttmála er lögð rík áhersla á að málefni örorkulífeyrisþega verði tekin til endurskoðunar á kjörtímabilinu með það að markmiði að bæta lífskjör og lífsgæði einstaklinga með skerta starfsgetu og er málið sem rætt var í dag hluti af heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins. Mikilvæg skref voru stigin til að ná því markmiði að gera lögin aðgengilegri, einfaldari og skýrari en flækjustig almannatryggingakerfisins hefur valdið bæði notendum þjónustu og framkvæmdaaðilum vanda. Um eitt skref er að ræða í lengri vegferð og er það markmið félags- og vinnumarkaðsráðherra að gera aðrar mikilvægar breytingar á kerfinu á næstu misserum, en skammt er síðan stór skref voru tekin, þegar frítekjumark var tvöfaldað sem voru fyrstu breytingar sem gerðar voru á því frá árinu 2009 eða í tæp 14 ár. Það er mikilvægt að því sé haldið til haga að þegar breyta á viðamiklu og flóknu kerfi verður er mjög mikilvægt er að ígrunda breytingar vel og taka ekki ákvarðanir sem verða til þess að flækja málin enn frekar á síðara stigi. Við erum flest sammála um að það er óeðlilegt að tekjur barna komi til skerðinga á greiðslum foreldra. Þetta er eitt af því sem nauðsynlegt er að endurskoða og lagfæra. Hér gilda í raun sömu sjónarmið og varðandi fjármagnstekjur hjóna, þ.e. að ef vilji löggjafans er að breyta því fyrirkomulagi sem gildir um meðferð tekna barna innan 16 ára aldurs þá er eðlilegra að það verði gert með breytingum á lögum um tekjuskatt þannig að fjármagnstekjum barna verði haldið aðskildum frá tekjum foreldra og að þær reglur gildi einnig innan almannatryggingakerfisins. Verði ákveðið að gera breytingar á framangreindu fyrirkomulagi gæti á sama tíma þurft að gera ráðstafanir til að fyrirbyggja að foreldrar geti fært tekjur og/eða innstæður sínar á reikninga barna sinna í því skyni að komast hjá greiðslu fjármagnstekjuskatts. Hvað varðar útreikninga og endurreikning er vel hægt að taka undir að það er réttlætismál að breyta þeirri framkvæmd, og það er einmitt það sem er verið að í heildarendurskoðuninni. Hugmyndin er þannig að heimilt yrði að telja lífeyrissjóðstekjur til tekna greiðsluþega einungis í þeim mánuðum sem þeirra er aflað. Mikilvægt skref sem verið að vinna í að stíga á næstu misserum. Mikilvægt er að hafa í huga að með breytingunum núna er verið að samræma framkvæmd laganna enn betur að þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem felast í gagnkvæmum milliríkjasamningum sem Ísland hefur gert. Erfitt er að sjá fyrir sér hvernig samanburður á réttindum samkvæmt lögum um almannatryggingar og lögum í öðrum ríkjum þar sem réttur gæti hafa áunnist ætti að leiða til þess að ekki skuli beita milliríkjasamningum sem ríkisstjórnin hefur gert og sem tekið hafa gildi. Slíkur samanburður yrði einnig mjög erfiður í framkvæmd þar sem lög, reglur og réttindi eru mjög misjöfn og ólík eftir ríkjum. Þá er það meginstefna stjórnvalda að milliríkjasamningar á málefnasviðinu skuli byggjast á gagnkvæmni, bæði hvað varðar réttindi og skyldur. Einnig er rétt að sá vilji löggjafans að ákvæði gagnkvæmra milliríkjasamninga sem gerðir hafa verið með stoð í 68. gr. laga um almannatryggingar gildi ekki um endurhæfingarlífeyri samkvæmt lögum um félagslega aðstoð. Stefnt er að því að ákvæði laga um félagslega aðstoð um endurhæfingarlífeyri verði endurskoðuð í væntanlegu frumvarpi ráðherra á haustþingi 2023 og að þá verði tekið til ítarlegrar skoðunar hvort styrkja skuli stoðir endurhæfingar og greiðslna sem henni tengjast frekar með því að fella greiðsluflokkinn undir almannatryggingar. Þeir einstaklingar sem falla undir lög um almannatryggingakerfið eru jafnan í viðkvæmri stöðu og mikilvægt er að með öllum breytingum á lögum sé unnið að réttlátari og skýrari réttarstöðu þeirra. Vinstri hreyfingin grænt framboð byggir stefnu sína m.a. á félagslegu réttlæti og vinnur hér eftir sem hingað til að framgangi þess. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar