Selenskí þakklátur Íslandi Máni Snær Þorláksson skrifar 23. mars 2023 14:32 Forseti Úkraínu segist vera þakklátur Íslandi fyrir að viðurkenna hungursneyðina sem hópmorð. Getty/Yan Dobronosov Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, segist vera þakklátur Íslandi fyrir að viðurkenna hungursneyðina í Úkraínu á árunum 1932-1933 sem hópmorð. Alþingi samþykkti í morgun þingsályktunartillögu þess efnis. Hungursneyðin, sem nefnist Holodomor, varð á valdatíma Stalíns í sóvétríkjunum og dró milljónir úkraínumanna til dauða. Þar var svelti beitt markvisst til þess að bæla niður úkraínska þjóðarvitund, svæði voru jafnvel girt af svo sveltandi fólkið gat ekki flúið aðstæður sínar. Alþjóðasamfélagið hefur margoft fordæmt hungursneyðina en Rússar hafa alla tíð neitað að um hópmorð sé að ræða. „Ég er þakklátur Íslandi fyrir að viðurkenna hungursneyðina á árunum 1932-1933 sem hópmorð á úkraínsku þjóðinni, fyrir að heiðra minningu milljóna Úkraínumanna sem létust af völdum stjórnarinnar í Moskvu. Þetta er skýrt merki um að slíkir glæpir viðgangist ekki án refsingar,“ segir Zelensky í færslu sem hann birtir á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Þá þakkar Oleksii Rezniko, varnarmálaráðherra Úkraínu, Íslandi einnig fyrir stuðninginn á samfélagsmiðlinum. Grateful to Iceland for recognizing the Holodomor of 1932-1933 as genocide of the Ukrainian people, for honoring the memory of millions of Ukrainians killed by the Moscow regime. It is a clear signal that such crimes do not go unpunished and do not have a statute of limitations. https://t.co/NU3k9zCpsc— (@ZelenskyyUa) March 23, 2023 Forseti Úkraínu deilir færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra þar sem hún tilkynnir að Alþingi hafi samþykkt þingsályktunartillöguna í dag. Þórdís segir í færslunni frá ferð sinni til Kyiv í nóvember síðastliðnum en þá heimsótti hún minnisvarða um hungursneyðina. Minningardagur um hungursneyðina er haldinn fjórða laugardag nóvembersmánaðar á hverju ári. Þórdís Kolbrún tók til máls þegar verið var að greiða atkvæði um málið í morgun. Hún þakkaði flutningsmönnum tillögunar fyrir málið sem og utanríkismálanefnd fyrir sína vinnu. Þá sagði hún málið skipta raunverulegu máli fyrir úkraínsku þjóðina: „Við skulum leyfa okkur að vera dálítið glöð með að hafa frelsi til þess að samþykkja svona mál og greiða um það atkvæði. Mér þykir ótrúlega vænt um að um málið sé þverpólitískur stuðningur og ég veit að þetta er mál sem skiptir úkraínsku þjóðina raunverulegu máli, ekki í þykjustunni heldur raunverulega og sérstaklega núna. Þótt langt sé liðið frá þessum ömurlegu tímum þá eru þau að upplifa ömurlega tíma núna og það er hægt að setja það í samhengi. Þannig að viðurkenning á því frá sem flestum þjóðþingum, og okkar þar á meðal, er eitthvað sem skiptir manneskjur raunverulegu máli.“ Hrærð yfir samstöðunni Kosið var um þingsályktunartillagan í morgun og var hún samþykkt samhljóða. Á þriðja tug þingmanna úr öllum stjórnmálaflokkum voru meðflutningsmenn á málinu. Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, lagði tillöguna fram en hún sagðist vera virkilega hrærð yfir samstöðu alþingismanna í málinu. „Taflan er alveg sérstaklega falleg á að líta í dag og ég er virkilega stolt af okkur alþingismönnum hvernig við höfum svarað ákalli Úkraínumanna, verið samstiga með að setja þetta mál í forgang og senda með því skýr skilaboð, skilaboð um hörmulega atburði í mannkynssögunni og að við höfnum tilraunum þjóða sem reyna endurskrifa og endurskilgreina söguna. Með því reynum við að vekja athygli á þessum atburðum og koma í veg fyrir að þeir endurtaki sig.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Sovétríkin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Rússland Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sjá meira
Hungursneyðin, sem nefnist Holodomor, varð á valdatíma Stalíns í sóvétríkjunum og dró milljónir úkraínumanna til dauða. Þar var svelti beitt markvisst til þess að bæla niður úkraínska þjóðarvitund, svæði voru jafnvel girt af svo sveltandi fólkið gat ekki flúið aðstæður sínar. Alþjóðasamfélagið hefur margoft fordæmt hungursneyðina en Rússar hafa alla tíð neitað að um hópmorð sé að ræða. „Ég er þakklátur Íslandi fyrir að viðurkenna hungursneyðina á árunum 1932-1933 sem hópmorð á úkraínsku þjóðinni, fyrir að heiðra minningu milljóna Úkraínumanna sem létust af völdum stjórnarinnar í Moskvu. Þetta er skýrt merki um að slíkir glæpir viðgangist ekki án refsingar,“ segir Zelensky í færslu sem hann birtir á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Þá þakkar Oleksii Rezniko, varnarmálaráðherra Úkraínu, Íslandi einnig fyrir stuðninginn á samfélagsmiðlinum. Grateful to Iceland for recognizing the Holodomor of 1932-1933 as genocide of the Ukrainian people, for honoring the memory of millions of Ukrainians killed by the Moscow regime. It is a clear signal that such crimes do not go unpunished and do not have a statute of limitations. https://t.co/NU3k9zCpsc— (@ZelenskyyUa) March 23, 2023 Forseti Úkraínu deilir færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra þar sem hún tilkynnir að Alþingi hafi samþykkt þingsályktunartillöguna í dag. Þórdís segir í færslunni frá ferð sinni til Kyiv í nóvember síðastliðnum en þá heimsótti hún minnisvarða um hungursneyðina. Minningardagur um hungursneyðina er haldinn fjórða laugardag nóvembersmánaðar á hverju ári. Þórdís Kolbrún tók til máls þegar verið var að greiða atkvæði um málið í morgun. Hún þakkaði flutningsmönnum tillögunar fyrir málið sem og utanríkismálanefnd fyrir sína vinnu. Þá sagði hún málið skipta raunverulegu máli fyrir úkraínsku þjóðina: „Við skulum leyfa okkur að vera dálítið glöð með að hafa frelsi til þess að samþykkja svona mál og greiða um það atkvæði. Mér þykir ótrúlega vænt um að um málið sé þverpólitískur stuðningur og ég veit að þetta er mál sem skiptir úkraínsku þjóðina raunverulegu máli, ekki í þykjustunni heldur raunverulega og sérstaklega núna. Þótt langt sé liðið frá þessum ömurlegu tímum þá eru þau að upplifa ömurlega tíma núna og það er hægt að setja það í samhengi. Þannig að viðurkenning á því frá sem flestum þjóðþingum, og okkar þar á meðal, er eitthvað sem skiptir manneskjur raunverulegu máli.“ Hrærð yfir samstöðunni Kosið var um þingsályktunartillagan í morgun og var hún samþykkt samhljóða. Á þriðja tug þingmanna úr öllum stjórnmálaflokkum voru meðflutningsmenn á málinu. Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, lagði tillöguna fram en hún sagðist vera virkilega hrærð yfir samstöðu alþingismanna í málinu. „Taflan er alveg sérstaklega falleg á að líta í dag og ég er virkilega stolt af okkur alþingismönnum hvernig við höfum svarað ákalli Úkraínumanna, verið samstiga með að setja þetta mál í forgang og senda með því skýr skilaboð, skilaboð um hörmulega atburði í mannkynssögunni og að við höfnum tilraunum þjóða sem reyna endurskrifa og endurskilgreina söguna. Með því reynum við að vekja athygli á þessum atburðum og koma í veg fyrir að þeir endurtaki sig.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Sovétríkin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Rússland Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sjá meira