Selenskí þakklátur Íslandi Máni Snær Þorláksson skrifar 23. mars 2023 14:32 Forseti Úkraínu segist vera þakklátur Íslandi fyrir að viðurkenna hungursneyðina sem hópmorð. Getty/Yan Dobronosov Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, segist vera þakklátur Íslandi fyrir að viðurkenna hungursneyðina í Úkraínu á árunum 1932-1933 sem hópmorð. Alþingi samþykkti í morgun þingsályktunartillögu þess efnis. Hungursneyðin, sem nefnist Holodomor, varð á valdatíma Stalíns í sóvétríkjunum og dró milljónir úkraínumanna til dauða. Þar var svelti beitt markvisst til þess að bæla niður úkraínska þjóðarvitund, svæði voru jafnvel girt af svo sveltandi fólkið gat ekki flúið aðstæður sínar. Alþjóðasamfélagið hefur margoft fordæmt hungursneyðina en Rússar hafa alla tíð neitað að um hópmorð sé að ræða. „Ég er þakklátur Íslandi fyrir að viðurkenna hungursneyðina á árunum 1932-1933 sem hópmorð á úkraínsku þjóðinni, fyrir að heiðra minningu milljóna Úkraínumanna sem létust af völdum stjórnarinnar í Moskvu. Þetta er skýrt merki um að slíkir glæpir viðgangist ekki án refsingar,“ segir Zelensky í færslu sem hann birtir á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Þá þakkar Oleksii Rezniko, varnarmálaráðherra Úkraínu, Íslandi einnig fyrir stuðninginn á samfélagsmiðlinum. Grateful to Iceland for recognizing the Holodomor of 1932-1933 as genocide of the Ukrainian people, for honoring the memory of millions of Ukrainians killed by the Moscow regime. It is a clear signal that such crimes do not go unpunished and do not have a statute of limitations. https://t.co/NU3k9zCpsc— (@ZelenskyyUa) March 23, 2023 Forseti Úkraínu deilir færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra þar sem hún tilkynnir að Alþingi hafi samþykkt þingsályktunartillöguna í dag. Þórdís segir í færslunni frá ferð sinni til Kyiv í nóvember síðastliðnum en þá heimsótti hún minnisvarða um hungursneyðina. Minningardagur um hungursneyðina er haldinn fjórða laugardag nóvembersmánaðar á hverju ári. Þórdís Kolbrún tók til máls þegar verið var að greiða atkvæði um málið í morgun. Hún þakkaði flutningsmönnum tillögunar fyrir málið sem og utanríkismálanefnd fyrir sína vinnu. Þá sagði hún málið skipta raunverulegu máli fyrir úkraínsku þjóðina: „Við skulum leyfa okkur að vera dálítið glöð með að hafa frelsi til þess að samþykkja svona mál og greiða um það atkvæði. Mér þykir ótrúlega vænt um að um málið sé þverpólitískur stuðningur og ég veit að þetta er mál sem skiptir úkraínsku þjóðina raunverulegu máli, ekki í þykjustunni heldur raunverulega og sérstaklega núna. Þótt langt sé liðið frá þessum ömurlegu tímum þá eru þau að upplifa ömurlega tíma núna og það er hægt að setja það í samhengi. Þannig að viðurkenning á því frá sem flestum þjóðþingum, og okkar þar á meðal, er eitthvað sem skiptir manneskjur raunverulegu máli.“ Hrærð yfir samstöðunni Kosið var um þingsályktunartillagan í morgun og var hún samþykkt samhljóða. Á þriðja tug þingmanna úr öllum stjórnmálaflokkum voru meðflutningsmenn á málinu. Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, lagði tillöguna fram en hún sagðist vera virkilega hrærð yfir samstöðu alþingismanna í málinu. „Taflan er alveg sérstaklega falleg á að líta í dag og ég er virkilega stolt af okkur alþingismönnum hvernig við höfum svarað ákalli Úkraínumanna, verið samstiga með að setja þetta mál í forgang og senda með því skýr skilaboð, skilaboð um hörmulega atburði í mannkynssögunni og að við höfnum tilraunum þjóða sem reyna endurskrifa og endurskilgreina söguna. Með því reynum við að vekja athygli á þessum atburðum og koma í veg fyrir að þeir endurtaki sig.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Sovétríkin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Rússland Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Hungursneyðin, sem nefnist Holodomor, varð á valdatíma Stalíns í sóvétríkjunum og dró milljónir úkraínumanna til dauða. Þar var svelti beitt markvisst til þess að bæla niður úkraínska þjóðarvitund, svæði voru jafnvel girt af svo sveltandi fólkið gat ekki flúið aðstæður sínar. Alþjóðasamfélagið hefur margoft fordæmt hungursneyðina en Rússar hafa alla tíð neitað að um hópmorð sé að ræða. „Ég er þakklátur Íslandi fyrir að viðurkenna hungursneyðina á árunum 1932-1933 sem hópmorð á úkraínsku þjóðinni, fyrir að heiðra minningu milljóna Úkraínumanna sem létust af völdum stjórnarinnar í Moskvu. Þetta er skýrt merki um að slíkir glæpir viðgangist ekki án refsingar,“ segir Zelensky í færslu sem hann birtir á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Þá þakkar Oleksii Rezniko, varnarmálaráðherra Úkraínu, Íslandi einnig fyrir stuðninginn á samfélagsmiðlinum. Grateful to Iceland for recognizing the Holodomor of 1932-1933 as genocide of the Ukrainian people, for honoring the memory of millions of Ukrainians killed by the Moscow regime. It is a clear signal that such crimes do not go unpunished and do not have a statute of limitations. https://t.co/NU3k9zCpsc— (@ZelenskyyUa) March 23, 2023 Forseti Úkraínu deilir færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra þar sem hún tilkynnir að Alþingi hafi samþykkt þingsályktunartillöguna í dag. Þórdís segir í færslunni frá ferð sinni til Kyiv í nóvember síðastliðnum en þá heimsótti hún minnisvarða um hungursneyðina. Minningardagur um hungursneyðina er haldinn fjórða laugardag nóvembersmánaðar á hverju ári. Þórdís Kolbrún tók til máls þegar verið var að greiða atkvæði um málið í morgun. Hún þakkaði flutningsmönnum tillögunar fyrir málið sem og utanríkismálanefnd fyrir sína vinnu. Þá sagði hún málið skipta raunverulegu máli fyrir úkraínsku þjóðina: „Við skulum leyfa okkur að vera dálítið glöð með að hafa frelsi til þess að samþykkja svona mál og greiða um það atkvæði. Mér þykir ótrúlega vænt um að um málið sé þverpólitískur stuðningur og ég veit að þetta er mál sem skiptir úkraínsku þjóðina raunverulegu máli, ekki í þykjustunni heldur raunverulega og sérstaklega núna. Þótt langt sé liðið frá þessum ömurlegu tímum þá eru þau að upplifa ömurlega tíma núna og það er hægt að setja það í samhengi. Þannig að viðurkenning á því frá sem flestum þjóðþingum, og okkar þar á meðal, er eitthvað sem skiptir manneskjur raunverulegu máli.“ Hrærð yfir samstöðunni Kosið var um þingsályktunartillagan í morgun og var hún samþykkt samhljóða. Á þriðja tug þingmanna úr öllum stjórnmálaflokkum voru meðflutningsmenn á málinu. Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, lagði tillöguna fram en hún sagðist vera virkilega hrærð yfir samstöðu alþingismanna í málinu. „Taflan er alveg sérstaklega falleg á að líta í dag og ég er virkilega stolt af okkur alþingismönnum hvernig við höfum svarað ákalli Úkraínumanna, verið samstiga með að setja þetta mál í forgang og senda með því skýr skilaboð, skilaboð um hörmulega atburði í mannkynssögunni og að við höfnum tilraunum þjóða sem reyna endurskrifa og endurskilgreina söguna. Með því reynum við að vekja athygli á þessum atburðum og koma í veg fyrir að þeir endurtaki sig.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Sovétríkin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Rússland Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira