Svört skýrsla um rasisma og kvenfyrirlitningu hjá Lundúnarlögreglunni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. mars 2023 07:33 Casey dregur ekkert undan og málar afar dökka mynd af lögreglunni í skýrslunni. epa/Kirsty O'Connor Lundúnarlögreglan er ónýt, rúin trausti og þjáist af kerfisbundnum rasisma, kvenfyrirlitningu og fordómum gegn samkynhneigðum. Þetta segir í nýrri 363 blaðsíðna skýrslu um stöðu lögreglunnar, sem unnin var undir forystu barónessunnar Louise Casey. Það voru yfirmenn Lundúnarlögreglunnar sem óskuðu eftir skýrslunni eftir að lögreglumaður var fundinn sekur um að hafa rænt Söruh Everard árið 2021, nauðgað henni og myrt. Í skýrslunni er meðal annars að finna sögur af kynferðisbrotum sem oftar en ekki var hylmt yfir eða gert lítið úr. Þá segjast 12 prósent kvenna innan lögreglunnar hafa orðið fyrir áreitni eða árásum í vinnunni og þriðjungur hafa upplifað mismunun á grundvelli kyns. Menningin innan Lundúnarlögreglunnar virðist hafa einkennst af einelti og mismunun og vonbrigðum lögreglumanna með framgöngu yfirmanna sinna. Einn lögreglumaður sem var múslimi fann beikon í skónum sínum og þá var skegg síka skorið. Lögreglumenn úr röðum minnihlutahópa voru mun líklegri til að sæta agaviðurlögum og svartir mun líklegri til að sæta harkalegum aðgerðum af hálfu lögreglu. Enn fremur er hlutfall hvítra lögreglumanna mun hærra en meðal íbúa Lundúna. Að sögn Casey virðist vandinn sem steðjar að Lundúnarlögreglunni bókstaflega ógna tilvist hennar. Segir hún að ef ekki verði gripið til aðgerða liggi fyrir að best væri að búta embættið niður í smærri einingar. Skýrslunni hefur almennt verið fagnað, meðal annars af borgarstjóranum Sadiq Khan og innanríkisráðherranum Suellu Braverman. Sir Mark Rowley, yfirmaður Lundúnarlögreglunnar, sagðist samþykkja niðurstöðurnar en vildi ekki ganga svo langt að tala um kerfisbundinn rasisma og kvenfyrirlitningu. „Kerfisbundin“, eða „stofnanabundin“, væri pólitískt hugtak. Hér má finna ítarlega frétt Guardian um málið. Bretland Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Sjá meira
Það voru yfirmenn Lundúnarlögreglunnar sem óskuðu eftir skýrslunni eftir að lögreglumaður var fundinn sekur um að hafa rænt Söruh Everard árið 2021, nauðgað henni og myrt. Í skýrslunni er meðal annars að finna sögur af kynferðisbrotum sem oftar en ekki var hylmt yfir eða gert lítið úr. Þá segjast 12 prósent kvenna innan lögreglunnar hafa orðið fyrir áreitni eða árásum í vinnunni og þriðjungur hafa upplifað mismunun á grundvelli kyns. Menningin innan Lundúnarlögreglunnar virðist hafa einkennst af einelti og mismunun og vonbrigðum lögreglumanna með framgöngu yfirmanna sinna. Einn lögreglumaður sem var múslimi fann beikon í skónum sínum og þá var skegg síka skorið. Lögreglumenn úr röðum minnihlutahópa voru mun líklegri til að sæta agaviðurlögum og svartir mun líklegri til að sæta harkalegum aðgerðum af hálfu lögreglu. Enn fremur er hlutfall hvítra lögreglumanna mun hærra en meðal íbúa Lundúna. Að sögn Casey virðist vandinn sem steðjar að Lundúnarlögreglunni bókstaflega ógna tilvist hennar. Segir hún að ef ekki verði gripið til aðgerða liggi fyrir að best væri að búta embættið niður í smærri einingar. Skýrslunni hefur almennt verið fagnað, meðal annars af borgarstjóranum Sadiq Khan og innanríkisráðherranum Suellu Braverman. Sir Mark Rowley, yfirmaður Lundúnarlögreglunnar, sagðist samþykkja niðurstöðurnar en vildi ekki ganga svo langt að tala um kerfisbundinn rasisma og kvenfyrirlitningu. „Kerfisbundin“, eða „stofnanabundin“, væri pólitískt hugtak. Hér má finna ítarlega frétt Guardian um málið.
Bretland Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“