Mótmælendur ruddust inn í þinghús Georgíu Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2023 21:32 Lögreglujónar hafa meðal annars beitt stórum vatnsbyssum og táragasi gegn mótmælendum. AP Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Tiblisi, höfuðborg Georgíu, í kvöld. Mótmælendur hafa grýtt lögregluþjóna, kastað bensínsprengjum að þeim og reynt að ryðja sér leið inn í þinghúsið. Öryggissveitir hafa meðal annar beitt stórum vatnsbyssum og táragasi gegn mótmælendum. Mótmælin hófust eftir að nýtt lagafrumvarp stjórnarmeirihlutans fór í gegnum fyrstu umræðu á þingi. Verði frumvarpið að lögum geta yfirvöld Georgíu skilgreint fjölmiðla, samtök og stofnanir sem óæskilega aðila og útsendara annarra ríkja, fái þau meira en tuttugu prósent tekna sinna erlendis frá. Sambærileg lög hafa verið notuð af yfirvöldum í Rússlandi til að brjóta á bak aftur margs konar mótspyrnu gegn yfirvöldum þar og til að loka sjálfstæðum fjölmiðlum. Mótmælendur og andstæðingar ríkisstjórnarinnar segja frumvarpið skref í átt að alræði í Georgíu. Þúsundir mótmælenda komu saman í Tiblisi eftir að fyrstu umræðuna um frumvarpið og mótmæla framgöngu þess. Eins og áður segir hefur komið til átaka milli mótmælenda og öryggissveita. Mótmælendur hafa meðal annars kallað: „Nei við rússneskum lögum!“ Protesters in #Tbilisi have broken through barricades and are trying to break into the Georgian parliament building. pic.twitter.com/gvjTxH6X6Y— NEXTA (@nexta_tv) March 7, 2023 Salome Zourabichvili, forseti Georgíu, hefur samkvæmt frétt Reuters, sagt að hún standi með mótmælendum og að hún myndi beita neitunarvaldi sínu gegn frumvarpinu, nái það fram að ganga í þinginu. Hún er stödd í Bandaríkjunum í opinberri heimsókn en sendi frá sér myndbandsupptöku þar sem hún sagði alla þá sem greiddu atkvæði með frumvarpinu hafa brotið gegn stjórnarskrá Georgíu. Hún sagði mótmælendur standa fyrir frjálsa Georgíu, fyrir Georgíu sem sæi framtíð sína í vestri og myndi ekki leyfa neinum að koma í veg fyrir þessa framtíð. Þingið getur þó komið frumvörpum í gegnum neitunarvald forsetans og stjórnarmeirihlutinn hefur næg atkvæði til að gera það. Búist er við því að frumvarpið muni fara í gegnum þingið Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa varað við því að samþykkt frumvarpsins myndi koma niður á möguleikum Georgíu varðandi inngöngu í sambandið. Bandaríkjamenn hafa sagt svipaða hluti Woman holding an EU flag facing water cannon by herself. Happening now in #Tbilisi. Georgian people are out in the streets to defend the country s European future amid ruling party s adoption of Russian foreign agent law. Georgia s future will be European. #NoToRussianLaw pic.twitter.com/7sYqAUfmBw— Katie Shoshiashvili (@KShoshiashvili) March 7, 2023 #Georgia : riot police try to keep protesters out of the parliament building in #Tbilisi. pic.twitter.com/NfeNYQDKLo— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) March 7, 2023 Uppfært: Lögreglan er byrjuð að handtaka mótmælendur. Sérsveitir höfðu áður notað táragas til að reka mótmælendur úr þinghúsinu. #Georgia : police have started arresting protesters in #Tbilisi tonight. pic.twitter.com/UUNpeBU1hB— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) March 7, 2023 Georgía Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fleiri fréttir Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Sjá meira
Mótmælin hófust eftir að nýtt lagafrumvarp stjórnarmeirihlutans fór í gegnum fyrstu umræðu á þingi. Verði frumvarpið að lögum geta yfirvöld Georgíu skilgreint fjölmiðla, samtök og stofnanir sem óæskilega aðila og útsendara annarra ríkja, fái þau meira en tuttugu prósent tekna sinna erlendis frá. Sambærileg lög hafa verið notuð af yfirvöldum í Rússlandi til að brjóta á bak aftur margs konar mótspyrnu gegn yfirvöldum þar og til að loka sjálfstæðum fjölmiðlum. Mótmælendur og andstæðingar ríkisstjórnarinnar segja frumvarpið skref í átt að alræði í Georgíu. Þúsundir mótmælenda komu saman í Tiblisi eftir að fyrstu umræðuna um frumvarpið og mótmæla framgöngu þess. Eins og áður segir hefur komið til átaka milli mótmælenda og öryggissveita. Mótmælendur hafa meðal annars kallað: „Nei við rússneskum lögum!“ Protesters in #Tbilisi have broken through barricades and are trying to break into the Georgian parliament building. pic.twitter.com/gvjTxH6X6Y— NEXTA (@nexta_tv) March 7, 2023 Salome Zourabichvili, forseti Georgíu, hefur samkvæmt frétt Reuters, sagt að hún standi með mótmælendum og að hún myndi beita neitunarvaldi sínu gegn frumvarpinu, nái það fram að ganga í þinginu. Hún er stödd í Bandaríkjunum í opinberri heimsókn en sendi frá sér myndbandsupptöku þar sem hún sagði alla þá sem greiddu atkvæði með frumvarpinu hafa brotið gegn stjórnarskrá Georgíu. Hún sagði mótmælendur standa fyrir frjálsa Georgíu, fyrir Georgíu sem sæi framtíð sína í vestri og myndi ekki leyfa neinum að koma í veg fyrir þessa framtíð. Þingið getur þó komið frumvörpum í gegnum neitunarvald forsetans og stjórnarmeirihlutinn hefur næg atkvæði til að gera það. Búist er við því að frumvarpið muni fara í gegnum þingið Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa varað við því að samþykkt frumvarpsins myndi koma niður á möguleikum Georgíu varðandi inngöngu í sambandið. Bandaríkjamenn hafa sagt svipaða hluti Woman holding an EU flag facing water cannon by herself. Happening now in #Tbilisi. Georgian people are out in the streets to defend the country s European future amid ruling party s adoption of Russian foreign agent law. Georgia s future will be European. #NoToRussianLaw pic.twitter.com/7sYqAUfmBw— Katie Shoshiashvili (@KShoshiashvili) March 7, 2023 #Georgia : riot police try to keep protesters out of the parliament building in #Tbilisi. pic.twitter.com/NfeNYQDKLo— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) March 7, 2023 Uppfært: Lögreglan er byrjuð að handtaka mótmælendur. Sérsveitir höfðu áður notað táragas til að reka mótmælendur úr þinghúsinu. #Georgia : police have started arresting protesters in #Tbilisi tonight. pic.twitter.com/UUNpeBU1hB— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) March 7, 2023
Georgía Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fleiri fréttir Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Sjá meira