Lenya Rún segir Suðurlandið biblíubelti Íslands Jakob Bjarnar skrifar 1. mars 2023 16:40 Ingvar Smári, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, sagðist hafa farið víða um land og sitt hvort væri hljóðið í kaffistofum landsmanna eða við kaffistandinn í þingflokksherbergi Pírata. Lenya Rún lét Ingvar Smára ekki eiga neitt inni hjá sér með það og svaraði fullum hálsi. vísir/vilhelm Á fundi Orators um útlendingalögin var frumælandi meðal annarra aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, Ingvar Smári Birgisson. Lenya Taha Karim, varaþingmaður Pírata, var viðstödd og pundaði aðstoðarmanninn. Ferðalög hans um Suðurlandskjördæmi, biblíubelti Íslands, hefði lítið gildi. Lenya Rún var á því að frumvarpið væri illa úr garði gjört og að ekki hafi verið tekið tillit til ýmissa ábendinga þar að lútandi. Ingvar Smári var því ósammála og sagði það hafa þvert á móti farið í gegnum ansi mörg sigti. Það breytti ekki afstöðu Lenyu nema síður sér sem sagði frumvarpið samt ömurlegt. „Já. Það er þitt mat. Ég ferðast nú víða um landið og tala við allskonar fólk. Og mjög margir eru að skamma ráðherrana fyrir að ganga ekki lengra,“ sagði Ingvar Smári sem telur gjá milli þess sem fólk er að ræða á kaffistofum landsins og þess sem þingflokkur Pírata er að ræða á sinni. Það er þegar 1.19.45 eru liðnar af fundinum þegar til þessara orðahnippinga þeirra Ingvars og Lenyu kemur. Lenya Rún gaf ekki mikið fyrir þetta sjónarmið. „Þetta snýst ekki um Pírata heldur að gæta mannúðar. Að það sé skilvirkt kerfi og skilvirkt regluverk. Það að þú sért að fara útum allt í Suðurkjördæmi og tala við Biblíubeltið og hvað þeim finnst um núverandi útlendingalöggjöfina skiptir ekki máli,“ sagði Lenya Rún og varð þá nokkurt kurr í salnum sem og hlátrasköll; mörgum háskólaborgaranum, sem lagt höfðu leið sína á fund félags laganema í Háskóla Íslands, þótti þetta beint í mark hjá varaþingmanninum. Biblíubeltið í Bandaríkjunum hefur löngum verið kennt við stækt afturhald og óupplýsta afstöðu, þannig að ekki er þetta há einkunn sem varaþingmaðurinn gefur þessu tiltekna landsvæði Íslands, hvort sem hún hefur eitthvað til síns máls eða ekki. Staða Sjálfstæðisflokksins er afar sterk í því tiltekna kjördæmi. Ingvar Smári hafði þessi ummæli til marks í hvaða farvegi umræða um þessi mál eru stödd, hún sé afar pólaríseruð. Lögmennska Alþingi Innflytjendamál Háskólar Píratar Trúmál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Lenya Rún var á því að frumvarpið væri illa úr garði gjört og að ekki hafi verið tekið tillit til ýmissa ábendinga þar að lútandi. Ingvar Smári var því ósammála og sagði það hafa þvert á móti farið í gegnum ansi mörg sigti. Það breytti ekki afstöðu Lenyu nema síður sér sem sagði frumvarpið samt ömurlegt. „Já. Það er þitt mat. Ég ferðast nú víða um landið og tala við allskonar fólk. Og mjög margir eru að skamma ráðherrana fyrir að ganga ekki lengra,“ sagði Ingvar Smári sem telur gjá milli þess sem fólk er að ræða á kaffistofum landsins og þess sem þingflokkur Pírata er að ræða á sinni. Það er þegar 1.19.45 eru liðnar af fundinum þegar til þessara orðahnippinga þeirra Ingvars og Lenyu kemur. Lenya Rún gaf ekki mikið fyrir þetta sjónarmið. „Þetta snýst ekki um Pírata heldur að gæta mannúðar. Að það sé skilvirkt kerfi og skilvirkt regluverk. Það að þú sért að fara útum allt í Suðurkjördæmi og tala við Biblíubeltið og hvað þeim finnst um núverandi útlendingalöggjöfina skiptir ekki máli,“ sagði Lenya Rún og varð þá nokkurt kurr í salnum sem og hlátrasköll; mörgum háskólaborgaranum, sem lagt höfðu leið sína á fund félags laganema í Háskóla Íslands, þótti þetta beint í mark hjá varaþingmanninum. Biblíubeltið í Bandaríkjunum hefur löngum verið kennt við stækt afturhald og óupplýsta afstöðu, þannig að ekki er þetta há einkunn sem varaþingmaðurinn gefur þessu tiltekna landsvæði Íslands, hvort sem hún hefur eitthvað til síns máls eða ekki. Staða Sjálfstæðisflokksins er afar sterk í því tiltekna kjördæmi. Ingvar Smári hafði þessi ummæli til marks í hvaða farvegi umræða um þessi mál eru stödd, hún sé afar pólaríseruð.
Lögmennska Alþingi Innflytjendamál Háskólar Píratar Trúmál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira