„Eftirspurnin er svo miklu miklu meiri en teymin ná að anna“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. mars 2023 16:07 Guðlaug Unnur Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri geðheilbrigðismála hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir um 100 í meðferð á hverjum tíma hjá geðheilsuteymunum. Vísir/Arnar Gríðarleg eftirspurn er eftir inngöngu í þverfagleg geðheilsuteymi á höfuðborgarsvæðinu en töluvert færri komast að en vilja. Framkvæmdastjóri geðheilbrigðismála hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir það hafa verið lyftistöng þegar teymunum var komið á fót en meira þurfi til. Fjölga þurfi teymum og framtíðarsýnin að lítil teymi verði starfandi á hverri heilsugæslustöð. Markmiðið eigi sömuleiðis að vera að grípa fólk fyrr. Þrjú almenn geðheilsuteymi eru starfandi á höfuðborgarsvæðinu en hvert þeirra þjónustar ákveðið svæði. Um er að ræða Geðheilsuteymi vestur, sem þjónar íbúa í miðbænum, Hlíðum og Seltjarnarnesi, Geðheilsuteymi suður, sem þjónar íbúum í Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ, og loks Geðheilsuteymi austur, sem þjónar íbúum í Grafarvogi, Breiðholti og Mosfellsbæ. Um er að ræða svokallaða annars stigs þjónustu, millistig milli heilsugæslunnar og geðdeildar Landspítala, þar sem notendur með flóknari vanda fá þverfaglega aðstoð, til að mynda frá geðlæknum, sálfræðingum, félagsráðgjöfum, iðjuþjálfurum og íþróttafræðingum. Guðlaug Unnur Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri geðheilbrigðismála hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir það hafa verið gríðarlega lyftistöng þegar þáverandi heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, kom teymunum á fót árið 2019 en þau hafa verið byggð upp verulega frá þeim tíma. „Það má segja að þetta módel komi mjög vel út, þetta byggir á batahugmyndafræði og að virkja notendur og hjálpa þeim að komast aftur í virkni og út í lífið. En við þurfum bara fleiri svona teymi því að eftirspurnin er svo miklu miklu meiri heldur en teymin ná að anna. Það er svona akkilesarhællinn,“ segir Guðlaug. Aðeins þeir veikustu komast að Meðferðartíminn er að meðaltali níu mánuðir og eru það að mestu heilsugæslustöðvarnar sem senda inn beiðnir. Biðlistar eru ekki til staðar í strangasta skilningi en nokkurra mánaða bið er frá því að beiðni er send þar til einstaklingur kemst að. „Hvert teymi fær um 300 beiðnir á ári og síðan eru þau með margvíslega ráðgjöf, bæði geðlæknaráðgjöf og ráðgjöf frá öðru fagfólki, sem eru kannski önnur 300 mál. En á hverjum tíma þá eru svona um hundrað einstaklingar í meðferð og yfir árið sirka tvö hundruð einstaklingar sem að keyra í gegnum meðferðar og endurhæfingarprógrammið,“ segir Guðlaug. Það er því ljóst að töluvert færri komist að en vilja en hvert teymi sinnir svæði sem telur 70 þúsund íbúa. Það hefur leitt til þess að aðeins þeir veikustu komist að og öðrum með minna flókinn vanda vísað í önnur úrræði. Ljóst er að meira þurfi til eftir því sem Íslendingum fjölgar og fjölbreytnin eykst. „Eftirspurnin minnkar ekki, hún eykst og við sjáum fyrir okkur að það þyrfti að koma fleiri teymum á lagnirnar og einnig að styrkja grunnþjónustuna, heilsugæslustöðvarnar. Það væri framtíðarsýnin, að það væru lítil geðteymi starfandi á hverri einustu heilsugæslustöð sem að gætu þá gripið fyrr inn í vanda fólks áður en hann verður svo alvarlegur að þurfa að fara inn í svona umfangsmikið úrræði eins og geðheilsuteymin veita,“ segir Guðlaug. Best væri þó ef einstaklingar þyrftu ekki á þessum úrræðum að halda, sem er í grunninn markmiðið. „Áherslan er að reyna að grípa fyrr inn í vanda fólks, það er framtíðarsýnin. Best væri að það þyrfti engin geðheilsuteymi, það væri hægt að hjálpa fólki og hindra það að vandinn þróist svona, verði alvarlegur og þarfnist svona mikillar þjónustu.“ Geðheilbrigði Heilsugæsla Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Þrjú almenn geðheilsuteymi eru starfandi á höfuðborgarsvæðinu en hvert þeirra þjónustar ákveðið svæði. Um er að ræða Geðheilsuteymi vestur, sem þjónar íbúa í miðbænum, Hlíðum og Seltjarnarnesi, Geðheilsuteymi suður, sem þjónar íbúum í Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ, og loks Geðheilsuteymi austur, sem þjónar íbúum í Grafarvogi, Breiðholti og Mosfellsbæ. Um er að ræða svokallaða annars stigs þjónustu, millistig milli heilsugæslunnar og geðdeildar Landspítala, þar sem notendur með flóknari vanda fá þverfaglega aðstoð, til að mynda frá geðlæknum, sálfræðingum, félagsráðgjöfum, iðjuþjálfurum og íþróttafræðingum. Guðlaug Unnur Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri geðheilbrigðismála hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir það hafa verið gríðarlega lyftistöng þegar þáverandi heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, kom teymunum á fót árið 2019 en þau hafa verið byggð upp verulega frá þeim tíma. „Það má segja að þetta módel komi mjög vel út, þetta byggir á batahugmyndafræði og að virkja notendur og hjálpa þeim að komast aftur í virkni og út í lífið. En við þurfum bara fleiri svona teymi því að eftirspurnin er svo miklu miklu meiri heldur en teymin ná að anna. Það er svona akkilesarhællinn,“ segir Guðlaug. Aðeins þeir veikustu komast að Meðferðartíminn er að meðaltali níu mánuðir og eru það að mestu heilsugæslustöðvarnar sem senda inn beiðnir. Biðlistar eru ekki til staðar í strangasta skilningi en nokkurra mánaða bið er frá því að beiðni er send þar til einstaklingur kemst að. „Hvert teymi fær um 300 beiðnir á ári og síðan eru þau með margvíslega ráðgjöf, bæði geðlæknaráðgjöf og ráðgjöf frá öðru fagfólki, sem eru kannski önnur 300 mál. En á hverjum tíma þá eru svona um hundrað einstaklingar í meðferð og yfir árið sirka tvö hundruð einstaklingar sem að keyra í gegnum meðferðar og endurhæfingarprógrammið,“ segir Guðlaug. Það er því ljóst að töluvert færri komist að en vilja en hvert teymi sinnir svæði sem telur 70 þúsund íbúa. Það hefur leitt til þess að aðeins þeir veikustu komist að og öðrum með minna flókinn vanda vísað í önnur úrræði. Ljóst er að meira þurfi til eftir því sem Íslendingum fjölgar og fjölbreytnin eykst. „Eftirspurnin minnkar ekki, hún eykst og við sjáum fyrir okkur að það þyrfti að koma fleiri teymum á lagnirnar og einnig að styrkja grunnþjónustuna, heilsugæslustöðvarnar. Það væri framtíðarsýnin, að það væru lítil geðteymi starfandi á hverri einustu heilsugæslustöð sem að gætu þá gripið fyrr inn í vanda fólks áður en hann verður svo alvarlegur að þurfa að fara inn í svona umfangsmikið úrræði eins og geðheilsuteymin veita,“ segir Guðlaug. Best væri þó ef einstaklingar þyrftu ekki á þessum úrræðum að halda, sem er í grunninn markmiðið. „Áherslan er að reyna að grípa fyrr inn í vanda fólks, það er framtíðarsýnin. Best væri að það þyrfti engin geðheilsuteymi, það væri hægt að hjálpa fólki og hindra það að vandinn þróist svona, verði alvarlegur og þarfnist svona mikillar þjónustu.“
Geðheilbrigði Heilsugæsla Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira