„Hvað hefur ákæruvaldið að fela sem má ekki líta dagsins ljós?“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. febrúar 2023 10:54 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, segist ekki geta unnið sína vinnu almennilega nema að fá samantekt lögreglu í málinu afhenta. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi hjúkrunarfræðings sem er ákærður fyrir að hafa svipt sjúkling lífi í ágúst 2021 með því að hafa þröngvað ofan í hann innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk, hefur óskað eftir að fá afhent bréf sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sendi til héraðssaksóknara vegna málsins síðasta vor. Vilhjálmur lagði fram þessa kröfu við fyrirtöku málsins sem fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Í bréfinu mátti finna samantekt um rannsókn málsins en aðeins fyrsta blaðsíða samantektarinnar, sem er alls sjö blaðsíður, var lögð fram í héraðsdómi. Vilhjálmur benti á í málflutningi sínum að engin skýrsla frá rannsakanda um gang rannsóknarinnar liggi fyrir og því skipti samantektin sérstöku máli. Að hans sögn verði verjandi að vita hvað var rannsakað, hvað ekki, hvaða sönnunargögn liggi fyrir og hvaða ekki. Þá benti hann jafnframt á að í fyrrnefndu bréfi frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, sem var sent 9. maí 2022, hafi lögreglustjórinn skrifað að hann teldi Landspítala sæta refsiábyrgð í málinu. Ákæran væri ekki þannig og héraðssaksóknari horft fram hjá refsiábyrgð Landspítalans í málinu. Telur afsökunarbeiðni hljóta að byggja á innri rannsókn Vilhjálmur gagnrýndi þá í málflutningi sínum að héraðssaksóknari hafi ekki farið fram á það við Landspítalann að hann afhenti niðurstöður úr innri rannsókn sinni vegna málsins. Ekkert liggi fyrir um að slík rannsókn, eða rótargreining eins og hún kallast, hafi verið gerð en vísaði hann til tilkynningar frá Landspítalanum í janúar síðastliðnum. Í tilkynningunni sagðist spítalinn harma andlátið og vottaði aðstandendum samúð sína en sagðist jafnframt þykja miður að hafa brugðist starfsfólki, sem hafi starfað við ófullnægjandi aðstæður á þeim tíma. „Þessi afsökunarbeiðni hlýtur að byggja á þessari rótargreiningu sem Landspítalinn gerði sjálfur,“ sagði Vilhjálmur. Samantektir ekki unnar til að leggja fram fyrir dóm Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, settur saksóknari í málinu, svaraði þessum beiðnum Vilhjálms þannig að samantektir, eins og sú sem var send með bréfi frá lögreglustjóra til héraðssaksóknara í maí í fyrra, væru iðulega ekki lagðar fram fyrir dóm. Samantektir séu ekki unnar með það að sjónarmiði að þær séu hluti af gögnum málsins. Þær séu heldur unnar sem gögn frá einum ákæranda til annars, til að glöggva sig á málinu og að mati ákæruvaldsins í þessu máli sé ekkert í samantektinni sem geti leitt til sýknu. Í kjölfar þessa gagnrýndi Vilhjálmur ákæruvaldið harðlega og sagðist verða að vita hvað hafi verið rannsakað og hvað ekki til að geta sinnt sínu starfi. „Það er þannig að ef ekki væri fyrir árvekni dóms og varnar hefði málið verið flutt hér án þess að fyrir lægi matsgerð rannsóknarstofu í lyfja og eiturefnafræðum. Hvað hefur ákæruvaldið að fela sem ekki má líta dagsins ljós?“ spurði Vilhjálmur. Bráðalæknir verður meðdómari Hjúkrunarfræðingurinn sem er ákærður í málinu heitir Steina Árnadóttir og verður 62 ára á árinu. Henni er gefið að sök að hafa svipt sjúklingi á geðdeild 33A á Landspítalanum við Hringbraut, konu á sextugsaldri, lífi „með því að þröngva ofan í hana innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk, en ákærða hellti drykknum í munn A, á meðan henni var haldið með fyrirskipan ákærðu, þrátt fyrir að A gæfi til kynna að hún vildi ekki drykkinn, allt með þeim afleiðingum að drykkurinn hafnaði í loftvegi hennar, sem hindraði loftflæði um lungun og olli öndunarbilun og hún kafnaði.“ Hún er ákærð fyrir bæði manndráp í opinberu starfi og um leið brot gegn lögum um heilbrigðisstarfsmenn. Steina neitaði sök í málinu þegar það var þingfest. Fyrir hönd aðstandenda í málinu er krafist fimmtán milljóna króna í miskabætur, sem Vilhjálmur, hefur krafist að vísað verði frá dómi. Sigríður Hjaltested héraðsdómari tilkynnti við upphaf fyrirtökunnar að þau Björn L. Bergsson, auk bráðalæknis, muni dæma í málinu en slíkt tíðkast þegar sérfræðiþekkingu þarf við að leggja mat á mál. Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Dómsmál Landspítalinn Tengdar fréttir Harma andlát sjúklings á geðdeild Landspítala Landspítalinn harmar andlát sjúklings sem lést á geðdeild spítalans í ágúst árið 2021. Rannsókn á andlátinu hefur leitt í ljós ýmsa annmarka á þjónustu spítalans. Aðstæður á deildinni voru ófullnægjandi fyrir starfsfólk á þeim tíma sem atvikið átti sér stað. 19. janúar 2023 18:10 „Við búum öll við geðheilsu rétt eins og við erum með hjarta“ Geðhjálp hefur sent frá sér yfirlýsingu í tengslum við fyrirtöku í héraðsdómi Reykjavíkur í máli hjúkrunarfræðings sem ásakaður er um að hafa valdið andláti sjúklings á geðdeild Landspítalans, og fjölmiðlaumræðu vegna fyrirtökunnar. 18. janúar 2023 13:20 Hjúkrunarfræðingurinn segist saklaus um manndráp Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítala sem sætir ákæru fyrir manndráp og brot í opinberu starfi neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur á öðrum tímanum. 16. janúar 2023 13:17 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Vilhjálmur lagði fram þessa kröfu við fyrirtöku málsins sem fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Í bréfinu mátti finna samantekt um rannsókn málsins en aðeins fyrsta blaðsíða samantektarinnar, sem er alls sjö blaðsíður, var lögð fram í héraðsdómi. Vilhjálmur benti á í málflutningi sínum að engin skýrsla frá rannsakanda um gang rannsóknarinnar liggi fyrir og því skipti samantektin sérstöku máli. Að hans sögn verði verjandi að vita hvað var rannsakað, hvað ekki, hvaða sönnunargögn liggi fyrir og hvaða ekki. Þá benti hann jafnframt á að í fyrrnefndu bréfi frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, sem var sent 9. maí 2022, hafi lögreglustjórinn skrifað að hann teldi Landspítala sæta refsiábyrgð í málinu. Ákæran væri ekki þannig og héraðssaksóknari horft fram hjá refsiábyrgð Landspítalans í málinu. Telur afsökunarbeiðni hljóta að byggja á innri rannsókn Vilhjálmur gagnrýndi þá í málflutningi sínum að héraðssaksóknari hafi ekki farið fram á það við Landspítalann að hann afhenti niðurstöður úr innri rannsókn sinni vegna málsins. Ekkert liggi fyrir um að slík rannsókn, eða rótargreining eins og hún kallast, hafi verið gerð en vísaði hann til tilkynningar frá Landspítalanum í janúar síðastliðnum. Í tilkynningunni sagðist spítalinn harma andlátið og vottaði aðstandendum samúð sína en sagðist jafnframt þykja miður að hafa brugðist starfsfólki, sem hafi starfað við ófullnægjandi aðstæður á þeim tíma. „Þessi afsökunarbeiðni hlýtur að byggja á þessari rótargreiningu sem Landspítalinn gerði sjálfur,“ sagði Vilhjálmur. Samantektir ekki unnar til að leggja fram fyrir dóm Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, settur saksóknari í málinu, svaraði þessum beiðnum Vilhjálms þannig að samantektir, eins og sú sem var send með bréfi frá lögreglustjóra til héraðssaksóknara í maí í fyrra, væru iðulega ekki lagðar fram fyrir dóm. Samantektir séu ekki unnar með það að sjónarmiði að þær séu hluti af gögnum málsins. Þær séu heldur unnar sem gögn frá einum ákæranda til annars, til að glöggva sig á málinu og að mati ákæruvaldsins í þessu máli sé ekkert í samantektinni sem geti leitt til sýknu. Í kjölfar þessa gagnrýndi Vilhjálmur ákæruvaldið harðlega og sagðist verða að vita hvað hafi verið rannsakað og hvað ekki til að geta sinnt sínu starfi. „Það er þannig að ef ekki væri fyrir árvekni dóms og varnar hefði málið verið flutt hér án þess að fyrir lægi matsgerð rannsóknarstofu í lyfja og eiturefnafræðum. Hvað hefur ákæruvaldið að fela sem ekki má líta dagsins ljós?“ spurði Vilhjálmur. Bráðalæknir verður meðdómari Hjúkrunarfræðingurinn sem er ákærður í málinu heitir Steina Árnadóttir og verður 62 ára á árinu. Henni er gefið að sök að hafa svipt sjúklingi á geðdeild 33A á Landspítalanum við Hringbraut, konu á sextugsaldri, lífi „með því að þröngva ofan í hana innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk, en ákærða hellti drykknum í munn A, á meðan henni var haldið með fyrirskipan ákærðu, þrátt fyrir að A gæfi til kynna að hún vildi ekki drykkinn, allt með þeim afleiðingum að drykkurinn hafnaði í loftvegi hennar, sem hindraði loftflæði um lungun og olli öndunarbilun og hún kafnaði.“ Hún er ákærð fyrir bæði manndráp í opinberu starfi og um leið brot gegn lögum um heilbrigðisstarfsmenn. Steina neitaði sök í málinu þegar það var þingfest. Fyrir hönd aðstandenda í málinu er krafist fimmtán milljóna króna í miskabætur, sem Vilhjálmur, hefur krafist að vísað verði frá dómi. Sigríður Hjaltested héraðsdómari tilkynnti við upphaf fyrirtökunnar að þau Björn L. Bergsson, auk bráðalæknis, muni dæma í málinu en slíkt tíðkast þegar sérfræðiþekkingu þarf við að leggja mat á mál.
Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Dómsmál Landspítalinn Tengdar fréttir Harma andlát sjúklings á geðdeild Landspítala Landspítalinn harmar andlát sjúklings sem lést á geðdeild spítalans í ágúst árið 2021. Rannsókn á andlátinu hefur leitt í ljós ýmsa annmarka á þjónustu spítalans. Aðstæður á deildinni voru ófullnægjandi fyrir starfsfólk á þeim tíma sem atvikið átti sér stað. 19. janúar 2023 18:10 „Við búum öll við geðheilsu rétt eins og við erum með hjarta“ Geðhjálp hefur sent frá sér yfirlýsingu í tengslum við fyrirtöku í héraðsdómi Reykjavíkur í máli hjúkrunarfræðings sem ásakaður er um að hafa valdið andláti sjúklings á geðdeild Landspítalans, og fjölmiðlaumræðu vegna fyrirtökunnar. 18. janúar 2023 13:20 Hjúkrunarfræðingurinn segist saklaus um manndráp Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítala sem sætir ákæru fyrir manndráp og brot í opinberu starfi neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur á öðrum tímanum. 16. janúar 2023 13:17 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Harma andlát sjúklings á geðdeild Landspítala Landspítalinn harmar andlát sjúklings sem lést á geðdeild spítalans í ágúst árið 2021. Rannsókn á andlátinu hefur leitt í ljós ýmsa annmarka á þjónustu spítalans. Aðstæður á deildinni voru ófullnægjandi fyrir starfsfólk á þeim tíma sem atvikið átti sér stað. 19. janúar 2023 18:10
„Við búum öll við geðheilsu rétt eins og við erum með hjarta“ Geðhjálp hefur sent frá sér yfirlýsingu í tengslum við fyrirtöku í héraðsdómi Reykjavíkur í máli hjúkrunarfræðings sem ásakaður er um að hafa valdið andláti sjúklings á geðdeild Landspítalans, og fjölmiðlaumræðu vegna fyrirtökunnar. 18. janúar 2023 13:20
Hjúkrunarfræðingurinn segist saklaus um manndráp Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítala sem sætir ákæru fyrir manndráp og brot í opinberu starfi neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur á öðrum tímanum. 16. janúar 2023 13:17