Svara fyrir vopnaða árás í Borgarholtsskóla sem olli miklum óhug Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. febrúar 2023 08:00 Gabríel sendi ljósmyndara Vísis skýr skilaboð þegar hann mætti í héraðsdóm í fyrradag. Vísir Aðalmeðferð í máli fimm karlmanna sem ákærðir eru fyrir vopnuð slagsmál í Borgarholtsskóla þann 13. janúar 2021 hófst á mánudag og lýkur með málflutningi verjanda á morgun. Vitnaleiðslum lýkur í dag, en sakborningarnir eru allir ákærðir fyrir brot gegn vopnalögum. Fjórir af sakborningunum eru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og þá er einn þeirra ákærður fyrir líkamsárás. Fjórir úr hópnum eru 20 ára eða yngri og sá fimmti er tæplega þrítugur. Þrír voru handteknir í tengslum við árásina í Borgarholtsskóla og voru piltarnir á aldrinum sextán til nítján ára. Einn þeirra var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Sex þurftu að leita aðstoðar á slysadeild eftir átökin en mikill viðbúnaður lögreglu, sérsveitar og sjúkraflutningamanna var á staðnum. Þá var myndböndum af árásinni dreift á samfélagsmiðlum. Árásin olli miklum óhug í samfélaginu og velti upp spurningum um öryggi innan veggja skóla hér á landi. Sakborningar huldu höfuð sín við komuna í héraðsdóm á mánudag að frátöldum Gabríel Douane sem gaf ljósmyndara fréttastofu skýr skilaboð þegar hann mætti til þingsins með löngutöng á lofti. Einn sakborninganna gaf skýrslu frá Akureyri þar sem hann var veðurtepptur. Til viðbótar er Gabríel ákærður fyrir tvær líkamsárásir í fangelsinu á Hólmsheiði. Önnur árásin var á fanga og hin árásin á fangavörð. Myndbandsupptökur eru til af árásunum og voru spilaðar við aðalmeðferð málsins á mánudaginn. Gabríel hefur komist áður í fréttirnar en hann strauk úr haldi lögreglu í héraðsdómi í fyrra. Töluverð leit var gerð að Gabríel áður en lögregla hafði aftur hendur í hári hans. Spennuþrungið andrúmsloft Dómari í málinu ávarpaði viðstadda í dómsal á mánudagsmorgun og sagði fjölmiðlaumfjöllunarbann ríkja um það sem fram kæmi við skýrslutökur í dómsal þar til skýrslutökum í málinu væri lokið. Um er að ræða heimild dómara sem varð að meginreglu með breytingu laga með frumvarpi dómsmálaráðherra árið 2019. Dómstólar hafa ákveðið að túlka breytt lög þröngt undanfarnar vikur og meinað fjölmiðlum að greina frá gangi mála fyrr en að öllum skýrslutökum loknum. Ákærðu gáfu allir skýrslu í málinu á mánudag. Auk þeirra hefur nokkur fjöldi komið fyrir dóminn og aðrir gefið skýrslu í gegnum fjarfundarbúnað. Lögreglumenn, kennarar, nemendur og læknar eru á meðal þeirra sem gefa skýrslu fyrir dómi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur andrúmsloftið í dómsal verið þrungið spennu. Foreldrar sakborninga voru í salnum á mánudaginn. Þeir sjá hlutina ólíkum augum. Athygli vakti að málið var ekki á dagskrá héraðsdóms á mánudaginn þótt um opið þinghald sé að ræða. Má telja líklegt að vegna þessa hafi Vísir einn fjölmiðla verið með fulltrúa þegar ákærðu gáfu skýrslu. Vísir sendi fyrirspurn á dómstjóra við Héraðsdóm Reykjavíkur á mánudag vegna þessa. Fréttin verður uppfærð ef svar berst. Uppgjör tveggja hópa Fram hefur komið að átökin virðist hafa verið hluti af uppgjöri milli tveggja hópa. Fram kemur í ákæru að slagsmálin hafi byrjað á salerni skólans þar sem tveir úr hópnum eru sagðir hafa ráðist á einn úr hinum hópnum. Sá hafi brugðist við með því að lemja annan árásarmanninn ítrekað með skralli sem vegi um hálft kíló að þyngd. Slagsmálin hafi síðan færst niður í anddyri skólans og endað fyrir utan hann. Móðir drengs sem ráðist var á í árásinni í Borgarholtsskóla sagði í samtali við Vísi á sínum tíma að sonur hennar hefði sætt hótunum um mánaða skeið og þær byrjað eftir að hann stöðvaði árás annars drengs á unga stúlku. Hann hafi svo heyrt af því að til stæði að ráðast á sig með hnífi og kallað bróður sinn til aðstoðar. Bróðirinn hafi reynt að miðla málum en það hafi ekki gengið eftir og slagsmál hafi brotist út. Synir hennar hefðu verið talsvert lemstraðir og með djúpa skurði á höfði. Drengirnir hafi ráðist á syni hennar með vopnum, hafnaboltakylfu og hnífum. Einnig hafi annar nemandi handleggsbrotnað eftir að hafa komið sonum hennar til aðstoðar. Uppfært klukkan 11:27 Fram kom í máli dómara í morgun að málið hefði ekki verið birt á dagskrá dómsins á mánudag fyrir mistök. Mistök sem séu reglulega gerð. Þá náðist ekki að ljúka vitnaleiðslum í dag en stefnt á að gera það á morgun. Dómari ítrekaði bann við öllum efnislegum fréttaflutningi þangað til öllum vitnaleiðslum væri lokið. Dómsmál Dómstólar Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir Ákærðir fyrir brot á vopnalögum eftir átök í Borgarholtsskóla Fimm hafa verið ákærðir fyrir sinn þátt í vopnuðum slagsmálum sem áttu sér stað í og við Borgarholtsskóla þann 13. janúar í fyrra. Hnífur, hafnaboltakylfa og ljósapera voru meðal þess sem beitt var í átökunum. 21. nóvember 2022 19:11 Árásarmálið í Borgarholtsskóla þingfest Mál fimmmenninganna sem ákærðir eru fyrir vopnuð slagsmál í Borgarholtsskóla var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis í dag. Sakborningarnir eru allir ákærðir fyrir brot gegn vopnalögum. 23. nóvember 2022 16:40 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Fjórir af sakborningunum eru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og þá er einn þeirra ákærður fyrir líkamsárás. Fjórir úr hópnum eru 20 ára eða yngri og sá fimmti er tæplega þrítugur. Þrír voru handteknir í tengslum við árásina í Borgarholtsskóla og voru piltarnir á aldrinum sextán til nítján ára. Einn þeirra var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Sex þurftu að leita aðstoðar á slysadeild eftir átökin en mikill viðbúnaður lögreglu, sérsveitar og sjúkraflutningamanna var á staðnum. Þá var myndböndum af árásinni dreift á samfélagsmiðlum. Árásin olli miklum óhug í samfélaginu og velti upp spurningum um öryggi innan veggja skóla hér á landi. Sakborningar huldu höfuð sín við komuna í héraðsdóm á mánudag að frátöldum Gabríel Douane sem gaf ljósmyndara fréttastofu skýr skilaboð þegar hann mætti til þingsins með löngutöng á lofti. Einn sakborninganna gaf skýrslu frá Akureyri þar sem hann var veðurtepptur. Til viðbótar er Gabríel ákærður fyrir tvær líkamsárásir í fangelsinu á Hólmsheiði. Önnur árásin var á fanga og hin árásin á fangavörð. Myndbandsupptökur eru til af árásunum og voru spilaðar við aðalmeðferð málsins á mánudaginn. Gabríel hefur komist áður í fréttirnar en hann strauk úr haldi lögreglu í héraðsdómi í fyrra. Töluverð leit var gerð að Gabríel áður en lögregla hafði aftur hendur í hári hans. Spennuþrungið andrúmsloft Dómari í málinu ávarpaði viðstadda í dómsal á mánudagsmorgun og sagði fjölmiðlaumfjöllunarbann ríkja um það sem fram kæmi við skýrslutökur í dómsal þar til skýrslutökum í málinu væri lokið. Um er að ræða heimild dómara sem varð að meginreglu með breytingu laga með frumvarpi dómsmálaráðherra árið 2019. Dómstólar hafa ákveðið að túlka breytt lög þröngt undanfarnar vikur og meinað fjölmiðlum að greina frá gangi mála fyrr en að öllum skýrslutökum loknum. Ákærðu gáfu allir skýrslu í málinu á mánudag. Auk þeirra hefur nokkur fjöldi komið fyrir dóminn og aðrir gefið skýrslu í gegnum fjarfundarbúnað. Lögreglumenn, kennarar, nemendur og læknar eru á meðal þeirra sem gefa skýrslu fyrir dómi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur andrúmsloftið í dómsal verið þrungið spennu. Foreldrar sakborninga voru í salnum á mánudaginn. Þeir sjá hlutina ólíkum augum. Athygli vakti að málið var ekki á dagskrá héraðsdóms á mánudaginn þótt um opið þinghald sé að ræða. Má telja líklegt að vegna þessa hafi Vísir einn fjölmiðla verið með fulltrúa þegar ákærðu gáfu skýrslu. Vísir sendi fyrirspurn á dómstjóra við Héraðsdóm Reykjavíkur á mánudag vegna þessa. Fréttin verður uppfærð ef svar berst. Uppgjör tveggja hópa Fram hefur komið að átökin virðist hafa verið hluti af uppgjöri milli tveggja hópa. Fram kemur í ákæru að slagsmálin hafi byrjað á salerni skólans þar sem tveir úr hópnum eru sagðir hafa ráðist á einn úr hinum hópnum. Sá hafi brugðist við með því að lemja annan árásarmanninn ítrekað með skralli sem vegi um hálft kíló að þyngd. Slagsmálin hafi síðan færst niður í anddyri skólans og endað fyrir utan hann. Móðir drengs sem ráðist var á í árásinni í Borgarholtsskóla sagði í samtali við Vísi á sínum tíma að sonur hennar hefði sætt hótunum um mánaða skeið og þær byrjað eftir að hann stöðvaði árás annars drengs á unga stúlku. Hann hafi svo heyrt af því að til stæði að ráðast á sig með hnífi og kallað bróður sinn til aðstoðar. Bróðirinn hafi reynt að miðla málum en það hafi ekki gengið eftir og slagsmál hafi brotist út. Synir hennar hefðu verið talsvert lemstraðir og með djúpa skurði á höfði. Drengirnir hafi ráðist á syni hennar með vopnum, hafnaboltakylfu og hnífum. Einnig hafi annar nemandi handleggsbrotnað eftir að hafa komið sonum hennar til aðstoðar. Uppfært klukkan 11:27 Fram kom í máli dómara í morgun að málið hefði ekki verið birt á dagskrá dómsins á mánudag fyrir mistök. Mistök sem séu reglulega gerð. Þá náðist ekki að ljúka vitnaleiðslum í dag en stefnt á að gera það á morgun. Dómari ítrekaði bann við öllum efnislegum fréttaflutningi þangað til öllum vitnaleiðslum væri lokið.
Dómsmál Dómstólar Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir Ákærðir fyrir brot á vopnalögum eftir átök í Borgarholtsskóla Fimm hafa verið ákærðir fyrir sinn þátt í vopnuðum slagsmálum sem áttu sér stað í og við Borgarholtsskóla þann 13. janúar í fyrra. Hnífur, hafnaboltakylfa og ljósapera voru meðal þess sem beitt var í átökunum. 21. nóvember 2022 19:11 Árásarmálið í Borgarholtsskóla þingfest Mál fimmmenninganna sem ákærðir eru fyrir vopnuð slagsmál í Borgarholtsskóla var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis í dag. Sakborningarnir eru allir ákærðir fyrir brot gegn vopnalögum. 23. nóvember 2022 16:40 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Ákærðir fyrir brot á vopnalögum eftir átök í Borgarholtsskóla Fimm hafa verið ákærðir fyrir sinn þátt í vopnuðum slagsmálum sem áttu sér stað í og við Borgarholtsskóla þann 13. janúar í fyrra. Hnífur, hafnaboltakylfa og ljósapera voru meðal þess sem beitt var í átökunum. 21. nóvember 2022 19:11
Árásarmálið í Borgarholtsskóla þingfest Mál fimmmenninganna sem ákærðir eru fyrir vopnuð slagsmál í Borgarholtsskóla var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis í dag. Sakborningarnir eru allir ákærðir fyrir brot gegn vopnalögum. 23. nóvember 2022 16:40