Efling og SA: Lítið bar í milli Stefán Ólafsson skrifar 20. febrúar 2023 14:30 Eftir að nýr sáttasemjari kom að kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) hófust alvöru viðræður milli aðilanna í fyrsta sinn á miðvikudag í síðustu viku. Í góðri trú féllst samninganefnd Eflingar síðan á að fresta verkfallsaðgerðum á fimmtudagskvöld til miðnættis á sunnudag (19. feb.) til að greiða fyrir jákvæðum samningaviðræðum. Einlægur samningsvilji og jákvæð leit að lausnum var leiðarljós Eflingarfólks í viðræðunum. Efling tók mörg skref til að nálgast SA. Viðræðurnar snérust um að aðlaga launatöflu Eflingar að sérstökum aðstæðum verkafólks á höfuðborgarsvæðinu og að gera það innan skekkjumarka kostnaðar SGS-samningsins. Aðilar voru sammála um að SGS-samningurinn væri ódýrari fyrir fyrirtækin ef hann væri heimfærður óbreyttur á félagsmenn Eflingar á höfuðborgarsvæðinu. Efling ætti því inni einhverja umframhækkun svo félagsmenn Eflingar fengju álíka ábata af samningnum og verkafólk sem starfar undir SGS-samningnum, án þess þó að heildarkostnaður fyrirtækja yrði meiri. Ólík sjónarmið voru þó um aðferðir við mat á kostnaði og hversu mikið það svigrúm væri. Í reynd gengu viðræðurnar vel á fimmtudag og föstudag og báðir aðilar voru lausnamiðaðir og þokuðust saman. Gerð höfðu verið drög að breyttri launatöflu til að koma til móts við ólíka samsetningu Eflingarfélaga samanborið við SGS-félögin á landsbyggðinni og að dreifa launahækkunum með öðrum hætti en gert var í SGS-samningnum. Við lok föstudags mátti ætla að greið leið væri að því að brúa það bil sem þá var milli aðila hvað útfærslu launatöflu snerti. Samninganefnd Eflingar hafði lýst sig viljuga til að koma til móts við SA varðandi aðrar breytingar á kjarasamningi sem SA óskuðu eftir í skiptum. SA forystan snéri við blaðinu Það kom samningafólki Eflingar því mjög á óvart á laugardeginum að gangur viðræðna þyngdist, þó áfram væri unnið með hugmyndir um ívilnandi breytingar á kjarasamningi til að vega á móti breytingum á launatöflu. Á sunnudagsmorgun var síðan ljóst að SA-fólk hafði snúið við blaðinu og vildi ekki halda áfram á þeirri leið sem þó hafði skilað aðilunum á þann stað að frekar lítið bar í milli. Ekki hjálpaði til að SA gengu á bak loforðs um að viðræður myndu fara fram við fulltrúa Samskips og olíudreifingarfyrirtækja meðan á frestun verkfalls stæði. Síðan þegar sáttasemjari óskaði eftir yfirliti hvors aðila um sig um lokastöðu viðræðna seinni part sunnudags þá dró forysta SA skyndilega upp óþekkjanlega mynd af afstöðu sinni þar sem áður umræddar málamiðlanir af þeirra hálfu höfðu gufað upp – rétt eins og markmiðið væri að ýkja hversu mikið bil væri milli aðilanna. Þetta var með miklum ólíkindum. Einnig virðist sem að SA-forystan hafi verið andvíg því að settur sáttasemjari legði fram miðlunartillögu sem risi undir því að vera einhvers konar millivegur milli aðilanna. Gjáin sem brúa þurfti þá var vel innan þess ramma sem miðlunartillögur geta tekið á með farsælum hætti. Í framhaldinu hefur forysta SA gripið til fordæmalausra hótana um beitingu verkbanns á nærri 21.000 Eflingarfélaga sem myndi lama atvinnulíf á höfuðborgarsvæðinu samstundis á þriðjudag í næstu viku. Erfitt er að sjá hverju slík framvinda ætti að skila öðru en að magna upp áhrif deilunnar, langt umfram þau áhrif sem verkföll afmarkaðra hópa geta haft, og skapa glundroða í samfélaginu. Þetta nýja skref forystu SA er væntanlega hugsað sem leið til að þvinga stjórnvöld til að setja lögbann á verkföll verkafólks, sem ekki hefur verið gert í áratugi. Tilefnið er vægast sagt langsótt í ljósi þess sem á milli bar í deilunni á föstudag og laugardag. Full ástæða er því til að efast um að SA-fólk hafi haft alvöru samningsvilja að þessu sinni. En Efling sýndi mikinn samningsvilja í verki – á marga vegu. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Eftir að nýr sáttasemjari kom að kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) hófust alvöru viðræður milli aðilanna í fyrsta sinn á miðvikudag í síðustu viku. Í góðri trú féllst samninganefnd Eflingar síðan á að fresta verkfallsaðgerðum á fimmtudagskvöld til miðnættis á sunnudag (19. feb.) til að greiða fyrir jákvæðum samningaviðræðum. Einlægur samningsvilji og jákvæð leit að lausnum var leiðarljós Eflingarfólks í viðræðunum. Efling tók mörg skref til að nálgast SA. Viðræðurnar snérust um að aðlaga launatöflu Eflingar að sérstökum aðstæðum verkafólks á höfuðborgarsvæðinu og að gera það innan skekkjumarka kostnaðar SGS-samningsins. Aðilar voru sammála um að SGS-samningurinn væri ódýrari fyrir fyrirtækin ef hann væri heimfærður óbreyttur á félagsmenn Eflingar á höfuðborgarsvæðinu. Efling ætti því inni einhverja umframhækkun svo félagsmenn Eflingar fengju álíka ábata af samningnum og verkafólk sem starfar undir SGS-samningnum, án þess þó að heildarkostnaður fyrirtækja yrði meiri. Ólík sjónarmið voru þó um aðferðir við mat á kostnaði og hversu mikið það svigrúm væri. Í reynd gengu viðræðurnar vel á fimmtudag og föstudag og báðir aðilar voru lausnamiðaðir og þokuðust saman. Gerð höfðu verið drög að breyttri launatöflu til að koma til móts við ólíka samsetningu Eflingarfélaga samanborið við SGS-félögin á landsbyggðinni og að dreifa launahækkunum með öðrum hætti en gert var í SGS-samningnum. Við lok föstudags mátti ætla að greið leið væri að því að brúa það bil sem þá var milli aðila hvað útfærslu launatöflu snerti. Samninganefnd Eflingar hafði lýst sig viljuga til að koma til móts við SA varðandi aðrar breytingar á kjarasamningi sem SA óskuðu eftir í skiptum. SA forystan snéri við blaðinu Það kom samningafólki Eflingar því mjög á óvart á laugardeginum að gangur viðræðna þyngdist, þó áfram væri unnið með hugmyndir um ívilnandi breytingar á kjarasamningi til að vega á móti breytingum á launatöflu. Á sunnudagsmorgun var síðan ljóst að SA-fólk hafði snúið við blaðinu og vildi ekki halda áfram á þeirri leið sem þó hafði skilað aðilunum á þann stað að frekar lítið bar í milli. Ekki hjálpaði til að SA gengu á bak loforðs um að viðræður myndu fara fram við fulltrúa Samskips og olíudreifingarfyrirtækja meðan á frestun verkfalls stæði. Síðan þegar sáttasemjari óskaði eftir yfirliti hvors aðila um sig um lokastöðu viðræðna seinni part sunnudags þá dró forysta SA skyndilega upp óþekkjanlega mynd af afstöðu sinni þar sem áður umræddar málamiðlanir af þeirra hálfu höfðu gufað upp – rétt eins og markmiðið væri að ýkja hversu mikið bil væri milli aðilanna. Þetta var með miklum ólíkindum. Einnig virðist sem að SA-forystan hafi verið andvíg því að settur sáttasemjari legði fram miðlunartillögu sem risi undir því að vera einhvers konar millivegur milli aðilanna. Gjáin sem brúa þurfti þá var vel innan þess ramma sem miðlunartillögur geta tekið á með farsælum hætti. Í framhaldinu hefur forysta SA gripið til fordæmalausra hótana um beitingu verkbanns á nærri 21.000 Eflingarfélaga sem myndi lama atvinnulíf á höfuðborgarsvæðinu samstundis á þriðjudag í næstu viku. Erfitt er að sjá hverju slík framvinda ætti að skila öðru en að magna upp áhrif deilunnar, langt umfram þau áhrif sem verkföll afmarkaðra hópa geta haft, og skapa glundroða í samfélaginu. Þetta nýja skref forystu SA er væntanlega hugsað sem leið til að þvinga stjórnvöld til að setja lögbann á verkföll verkafólks, sem ekki hefur verið gert í áratugi. Tilefnið er vægast sagt langsótt í ljósi þess sem á milli bar í deilunni á föstudag og laugardag. Full ástæða er því til að efast um að SA-fólk hafi haft alvöru samningsvilja að þessu sinni. En Efling sýndi mikinn samningsvilja í verki – á marga vegu. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun