Dramatískur sigur PSG sem missti tvo menn af velli vegna meiðsla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2023 14:00 Skoraði tvö í dag. EPA-EFE/MOHAMMED BADRA Frakklandsmeistarar París Saint-Germain virtust hafa hent frá sér tveggja marka forystu gegn Lille í frönsku úrvalsdeildinni í dag. Leiknum lauk með 4-3 sigri PSG sem missti bæði Nuno Mendes og Neymar af velli vegna meiðsla. Heimamenn töpuðu á dögunum naumlega fyrir Bayern München fyrir í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þá kom Mbappé inn af bekknum þar sem hann var að jafna sig af meiðslum en hann byrjaði leik dagsins og átti eftir að koma mikið við sögu. The only way to stop Kylian Mbappé pic.twitter.com/0ZHj6kIXwc— B/R Football (@brfootball) February 19, 2023 Á 11. mínútu fékk Mbappé boltann frá Neymar og lék sér að varnarmönnum Lille áður en hann kom PSG 1-0 yfir. Mbappé back after injury and doing what he does best That cheeky nutmeg pic.twitter.com/UQZ7pAI8A0— Football on BT Sport (@btsportfootball) February 19, 2023 Aðeins sex mínútum síðar kom Neymar heimaliðinu 2-0 yfir og virtist sem sigurinn væri einfaldlega í höfn. Bafode Diakite minnkaði hins vegar muninn skömmu síðar og staðan 2-1 þegar Nuno Mendes, vinstri bakvörður PSG, þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Í upphafi síðari hálfleik missti PSG aftur mann af velli vegna meiðsla. Að þessu sinni var það Neymar en hann var borinn af velli. Neymar is stretchered off of PSG's game against Lille with an ankle injury the second leg of their Champions League tie with Bayern Munich is on March 8 pic.twitter.com/uimu68CjZX— B/R Football (@brfootball) February 19, 2023 Ekki löngu eftir það var staðan orðin 2-2 en Marco Veratti fékk dæmda á sig vítaspyrnu sem Jonathan David skoraði örugglega úr. Gestirnir komust svo yfir á 69. mínútu þegar Jonathan Bamba skoraði eftir góða sendingu Angel Gomes, önnur stoðsending hans í leiknum. Mbappé var þó ekki á þeim buxunum að tapa leiknum og jafnaði metin á 87. mínútu. Það var svo þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma sem Lionel Messi tryggði PSG vægast sagt dramatískan sigur með glæsilegu marki úr aukaspyrnu. Um er að ræða 699. mark hans fyrir félagslið á ferlinum. Lokatölur á Parc des Princes-vellinum í París 4-3 heimamönnum í vil. PSG er nú á toppi deildarinnar með 57 stig, átta meira en Marseille sem kemur þar á eftir með leik til góða. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra Sjá meira
Heimamenn töpuðu á dögunum naumlega fyrir Bayern München fyrir í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þá kom Mbappé inn af bekknum þar sem hann var að jafna sig af meiðslum en hann byrjaði leik dagsins og átti eftir að koma mikið við sögu. The only way to stop Kylian Mbappé pic.twitter.com/0ZHj6kIXwc— B/R Football (@brfootball) February 19, 2023 Á 11. mínútu fékk Mbappé boltann frá Neymar og lék sér að varnarmönnum Lille áður en hann kom PSG 1-0 yfir. Mbappé back after injury and doing what he does best That cheeky nutmeg pic.twitter.com/UQZ7pAI8A0— Football on BT Sport (@btsportfootball) February 19, 2023 Aðeins sex mínútum síðar kom Neymar heimaliðinu 2-0 yfir og virtist sem sigurinn væri einfaldlega í höfn. Bafode Diakite minnkaði hins vegar muninn skömmu síðar og staðan 2-1 þegar Nuno Mendes, vinstri bakvörður PSG, þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Í upphafi síðari hálfleik missti PSG aftur mann af velli vegna meiðsla. Að þessu sinni var það Neymar en hann var borinn af velli. Neymar is stretchered off of PSG's game against Lille with an ankle injury the second leg of their Champions League tie with Bayern Munich is on March 8 pic.twitter.com/uimu68CjZX— B/R Football (@brfootball) February 19, 2023 Ekki löngu eftir það var staðan orðin 2-2 en Marco Veratti fékk dæmda á sig vítaspyrnu sem Jonathan David skoraði örugglega úr. Gestirnir komust svo yfir á 69. mínútu þegar Jonathan Bamba skoraði eftir góða sendingu Angel Gomes, önnur stoðsending hans í leiknum. Mbappé var þó ekki á þeim buxunum að tapa leiknum og jafnaði metin á 87. mínútu. Það var svo þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma sem Lionel Messi tryggði PSG vægast sagt dramatískan sigur með glæsilegu marki úr aukaspyrnu. Um er að ræða 699. mark hans fyrir félagslið á ferlinum. Lokatölur á Parc des Princes-vellinum í París 4-3 heimamönnum í vil. PSG er nú á toppi deildarinnar með 57 stig, átta meira en Marseille sem kemur þar á eftir með leik til góða.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra Sjá meira