Einvígi risa sem raknað hafa úr rotinu Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2023 12:01 Robert Lewandowski og Marcus Rashford eru ansi líklegir til að setja mark sitt á einvígi stórliðanna tveggja sem hefst í dag. Getty Barcelona og Manchester United hafa marga spennandi hildi háð í gegnum tíðina. Í dag mætast liðin hins vegar í Evrópudeildinni í fyrsta sinn, þrátt fyrir uppgang beggja í vetur undir stjórn nýrra þjálfara. Liðin mætast í fyrri leik sínum á Camp Nou snemma í dag, eða klukkan 17:45, og er leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Seinni leikurinn er svo á Old Trafford eftir viku. Barcelona hefur unnið alla sína leiki á árinu 2023 og virðist á hárréttri braut undir stjórn Xavi sem sneri aftur á Camp Nou síðasta sumar, eftir þriðja ár Börsunga í röð án þess að vinna spænsku deildina. Þeir eru komnir með átta stiga forskot á Real Madrid á toppi hennar. Þrátt fyrir það klúðruðu Börsungar tækifærinu á að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu, þegar þeir enduðu fyrir neðan Bayern München og Inter í riðlakeppninni, og því eru þeir mættir í umspil Evrópudeildarinnar þar sem þeir berjast við United um sæti í 16-liða úrslitum. We're. Back. #UEL pic.twitter.com/SbCMiMGDRp— UEFA Europa League (@EuropaLeague) February 13, 2023 United hefur sömuleiðis vegnað afar vel eftir HM-hléið og er nú aðeins fimm stigum frá toppi ensku úrvalsdeildarinnar, eftir byrjunarörðugleika undir stjórn Eriks Ten Hag sem Hollendingurinn virðist hafa náð að lagfæra. Þá leikur liðið úrslitaleik í deildabikarnum síðar í mánuðinum og getur unnið sinn fyrsta titil í sex ár. United endaði hins vegar í 2. sæti síns riðils í Evrópudeildinni í haust, á eftir Real Sociedad, og þarf því að fara í umspilið. Barcelona hefur haft nokkra yfirburði gegn United í síðustu leikjum liðanna en United fagnaði síðast sigri í einvígi gegn Barcelona árið 2008, samtals 1-0 í undanúrslitum, þegar liðið varð Evrópumeistari. Barcelona vann svo úrslitaleik liðanna ári seinna, 2-0, og sömuleiðis úrslitaleikinn 2011, 3-1. Þá mættust liðin í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar árið 2019 þar sem Barcelona vann báða leiki og einvígið samtals 4-0. United getur ekki teflt fram nýja manninum Marcel Sabitzer því hann er í banni vegna þriggja áminninga í búningi Bayern í haust, og sömu sögu er að segja af Lisandro Martínez. Antony, Anthony Martial og Scott McTominay fóru heldur ekki með liðinu til Barcelona vegna meiðsla, og Christian Eriksen og Donny van de Beek verða lengi frá vegna meiðsla. Börsungar eru án Ousmane Dembélé og Sergio Busquets. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira
Liðin mætast í fyrri leik sínum á Camp Nou snemma í dag, eða klukkan 17:45, og er leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Seinni leikurinn er svo á Old Trafford eftir viku. Barcelona hefur unnið alla sína leiki á árinu 2023 og virðist á hárréttri braut undir stjórn Xavi sem sneri aftur á Camp Nou síðasta sumar, eftir þriðja ár Börsunga í röð án þess að vinna spænsku deildina. Þeir eru komnir með átta stiga forskot á Real Madrid á toppi hennar. Þrátt fyrir það klúðruðu Börsungar tækifærinu á að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu, þegar þeir enduðu fyrir neðan Bayern München og Inter í riðlakeppninni, og því eru þeir mættir í umspil Evrópudeildarinnar þar sem þeir berjast við United um sæti í 16-liða úrslitum. We're. Back. #UEL pic.twitter.com/SbCMiMGDRp— UEFA Europa League (@EuropaLeague) February 13, 2023 United hefur sömuleiðis vegnað afar vel eftir HM-hléið og er nú aðeins fimm stigum frá toppi ensku úrvalsdeildarinnar, eftir byrjunarörðugleika undir stjórn Eriks Ten Hag sem Hollendingurinn virðist hafa náð að lagfæra. Þá leikur liðið úrslitaleik í deildabikarnum síðar í mánuðinum og getur unnið sinn fyrsta titil í sex ár. United endaði hins vegar í 2. sæti síns riðils í Evrópudeildinni í haust, á eftir Real Sociedad, og þarf því að fara í umspilið. Barcelona hefur haft nokkra yfirburði gegn United í síðustu leikjum liðanna en United fagnaði síðast sigri í einvígi gegn Barcelona árið 2008, samtals 1-0 í undanúrslitum, þegar liðið varð Evrópumeistari. Barcelona vann svo úrslitaleik liðanna ári seinna, 2-0, og sömuleiðis úrslitaleikinn 2011, 3-1. Þá mættust liðin í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar árið 2019 þar sem Barcelona vann báða leiki og einvígið samtals 4-0. United getur ekki teflt fram nýja manninum Marcel Sabitzer því hann er í banni vegna þriggja áminninga í búningi Bayern í haust, og sömu sögu er að segja af Lisandro Martínez. Antony, Anthony Martial og Scott McTominay fóru heldur ekki með liðinu til Barcelona vegna meiðsla, og Christian Eriksen og Donny van de Beek verða lengi frá vegna meiðsla. Börsungar eru án Ousmane Dembélé og Sergio Busquets. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira