Í kappi við kuldann Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2023 17:51 Fólk leitar í rústum húss í Jinderis í Sýrlandi. Fyrr í dag var nýfæddu barni bjargað úr rústum hússins en móðir stúlkunnar fæddi hana eftir að húsið hrundi. AP/Ghaith Alsayed Björgunarsveitir og aðrir leitaraðilar í Sýrlandi og Tyrklandi vinna nú hörðum höndum að því að ná fólki úr rústum húsa sem hrundu í öflugum jarðskjálftum í gær. Mikið kapp er lagt í að vinna hratt en mikill kuldi er á svæðinu. Þá bjuggu margir við slæmar aðstæður á svæðinu fyrir jarðskjálftana en þarna halda milljónir manna til í flóttamannabúðum sem flúið hafa vegna átaka í Sýrlandi. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sagði í dag að björgunaraðilar væru í kapphlaupi. Hver mínúta þýddi að líkur á því að finna fólk á lífi minnkuðu. Fjöldi látinna er á miklu reyki en staðfest er að minnst fimm þúsund eru dáin og er búist við því að talan muni hækka mikið. Starfsmaður Sameinuðu þjóðanna sagði til að mynda við Reuters að óttast væri að þúsundir barna hefðu dáið vegna jarðskjálftanna. Minnst átta þúsund manns hefur verið bjargað úr rústum í Tyrklandi. Upprunalegi skjálftinn var 7,8 stig en honum hafa fylgt fjölmargir eftirskjálftar og þar á meðal einn sem var 7,5 stig. Nokkrir eftirskjálftar hafa verið yfir sex stigum. Sjá einnig: Hvert húsið hrundi á eftir öðru AP fréttaveitan segir að jarðskjálftarnir hafi valdið miklu tjóni á stóru svæði og björgunarsveitir hafi átt í basli með að komast til margra byggða sem urðu illa úti. Á meðan hafi raddir fólks sem heyrðust úr rústum húsa þagnað. „Við heyrðum í þeim, þau voru að kalla eftir hjálp,“ sagði Ali Silo við blaðamann fréttaveitunnar. Þar var hann að tala um tvo ættingja sína í bænum Nurdagi í Tyrklandi. Ekki tókst að bjarga þeim úr rústum húss. Annar viðmælandi AP í Antakya í Tyrklandi sagðist heyra í sjötugri móður sinni í rústum. Hins vegar hafi ekki reynst hægt að ná henni úr rústunum því stórar vinnuvélar þurfi til og engin hjálp hafi borist enn. „Ef við gætum lyft steypunni næðum við til hennar. Móðir mín er sjötug. Ég veit ekki hve lengi hún þolir þetta.“ Half of city of Mara is destroyed in #Turkey Footage via @njeopard pic.twitter.com/azzD8SwmJT— Rag p Soylu (@ragipsoylu) February 7, 2023 Reuters hefur eftir Murat Alinak, sem býr í Malatya í Tyrklandi að þangað hafi engin hjálp borist enn. „Það er enginn hérna. Við erum undir snjónum, án heimilis, án alls. Hvað á ég að gera? Hvert get ég farið?“ sagði Alinak. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur skipað tyrkneska hernum að aðstoða við björgunarstörfin og að setja upp tjaldbyggðir fyrir fólk sem á í engin hús að sækja. Tyrkland Sýrland Náttúruhamfarir Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tengdar fréttir Landsbjörg aðstoðar við björgunaraðgerðir sem íbúi segir óskipulagðar Yfir fimm þúsund eru látin eftir harða jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskur hópur sérfræðinga fer til Tyrklands síðar í dag til þess að aðstoða við björgunaraðgerðir. Kona búsett í Gaziantep í Tyrklandi segir björgunarstarf hingað til hafa virst óskipulagt. 7. febrúar 2023 12:46 Tala látinna hækkar stöðugt og 65 lönd senda björgunarlið Opinberar tölur eftir jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi í fyrrinótt eru nú komnar yfir 4.300 látna og tugþúsundir særðra. 7. febrúar 2023 06:40 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira
Þá bjuggu margir við slæmar aðstæður á svæðinu fyrir jarðskjálftana en þarna halda milljónir manna til í flóttamannabúðum sem flúið hafa vegna átaka í Sýrlandi. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sagði í dag að björgunaraðilar væru í kapphlaupi. Hver mínúta þýddi að líkur á því að finna fólk á lífi minnkuðu. Fjöldi látinna er á miklu reyki en staðfest er að minnst fimm þúsund eru dáin og er búist við því að talan muni hækka mikið. Starfsmaður Sameinuðu þjóðanna sagði til að mynda við Reuters að óttast væri að þúsundir barna hefðu dáið vegna jarðskjálftanna. Minnst átta þúsund manns hefur verið bjargað úr rústum í Tyrklandi. Upprunalegi skjálftinn var 7,8 stig en honum hafa fylgt fjölmargir eftirskjálftar og þar á meðal einn sem var 7,5 stig. Nokkrir eftirskjálftar hafa verið yfir sex stigum. Sjá einnig: Hvert húsið hrundi á eftir öðru AP fréttaveitan segir að jarðskjálftarnir hafi valdið miklu tjóni á stóru svæði og björgunarsveitir hafi átt í basli með að komast til margra byggða sem urðu illa úti. Á meðan hafi raddir fólks sem heyrðust úr rústum húsa þagnað. „Við heyrðum í þeim, þau voru að kalla eftir hjálp,“ sagði Ali Silo við blaðamann fréttaveitunnar. Þar var hann að tala um tvo ættingja sína í bænum Nurdagi í Tyrklandi. Ekki tókst að bjarga þeim úr rústum húss. Annar viðmælandi AP í Antakya í Tyrklandi sagðist heyra í sjötugri móður sinni í rústum. Hins vegar hafi ekki reynst hægt að ná henni úr rústunum því stórar vinnuvélar þurfi til og engin hjálp hafi borist enn. „Ef við gætum lyft steypunni næðum við til hennar. Móðir mín er sjötug. Ég veit ekki hve lengi hún þolir þetta.“ Half of city of Mara is destroyed in #Turkey Footage via @njeopard pic.twitter.com/azzD8SwmJT— Rag p Soylu (@ragipsoylu) February 7, 2023 Reuters hefur eftir Murat Alinak, sem býr í Malatya í Tyrklandi að þangað hafi engin hjálp borist enn. „Það er enginn hérna. Við erum undir snjónum, án heimilis, án alls. Hvað á ég að gera? Hvert get ég farið?“ sagði Alinak. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur skipað tyrkneska hernum að aðstoða við björgunarstörfin og að setja upp tjaldbyggðir fyrir fólk sem á í engin hús að sækja.
Tyrkland Sýrland Náttúruhamfarir Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tengdar fréttir Landsbjörg aðstoðar við björgunaraðgerðir sem íbúi segir óskipulagðar Yfir fimm þúsund eru látin eftir harða jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskur hópur sérfræðinga fer til Tyrklands síðar í dag til þess að aðstoða við björgunaraðgerðir. Kona búsett í Gaziantep í Tyrklandi segir björgunarstarf hingað til hafa virst óskipulagt. 7. febrúar 2023 12:46 Tala látinna hækkar stöðugt og 65 lönd senda björgunarlið Opinberar tölur eftir jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi í fyrrinótt eru nú komnar yfir 4.300 látna og tugþúsundir særðra. 7. febrúar 2023 06:40 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira
Landsbjörg aðstoðar við björgunaraðgerðir sem íbúi segir óskipulagðar Yfir fimm þúsund eru látin eftir harða jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskur hópur sérfræðinga fer til Tyrklands síðar í dag til þess að aðstoða við björgunaraðgerðir. Kona búsett í Gaziantep í Tyrklandi segir björgunarstarf hingað til hafa virst óskipulagt. 7. febrúar 2023 12:46
Tala látinna hækkar stöðugt og 65 lönd senda björgunarlið Opinberar tölur eftir jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi í fyrrinótt eru nú komnar yfir 4.300 látna og tugþúsundir særðra. 7. febrúar 2023 06:40