Sannleikurinn um Vestfirði Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar 3. febrúar 2023 12:01 Þegar landkrabbinn og Sunnlendingurinn ég réð sig til starfa til Háskólaseturs Vestfjarða á Ísafirði rak mörg af mínum ættmennum og vinum í rogastans. Þeim fannst sumum algjört glapræði að hafa vetursetu á þessum guðsvolaða Vestfjarðakjálka sem væri nær einangraður og myrkvaður níu mánuði á ári. Ég reyndi nú að leiðrétta ýmsar ranghugmyndir strax, það sér jú ekki til sólar á tímabili en það er nú bara í nokkrar vikur og á sama tíma verður oft ekki dagbjart annarsstaðar á landinu þótt heita megi að sól sjáist á himni, þegar skammdegið og vetrargráminn eru allsráðandi. Og “einangrunin” hefur meira með flugþjónustu og skort á varaflugvelli að gera en hræðileg vetrarveður og snjóþunga. Skemmst er frá því að segja að ég skrapp til höfuðborgarinnar um miðjan desembermánuð í stafalogni og naut þess að líta yfir Vestfirðina í vetrarsól út um flugvélargluggann. Aksturssamgöngur innan Vestfjarða hafa einnig verið mikið bættar frá því ég kom hingað fyrst fyrir um þremur áratugum síðan, og enn er verið að. Nú getur fólk hæglega búið á Flateyri eða í Bolungarvík og starfað á Ísafirði, Suðureyri eða Þingeyri. Vestfirðingar “skreppa” í fjölskylduboð á Akureyri og fótboltamót í Borgarnesi sömu helgina ef þarf og fara í stutter ferðir til evrópskra stórborga rétt eins og aðrir Íslendingar. Háskólanám á staðnum Eitt á ég samt erfitt með að leiðrétta, og það er HVAR ég starfa. Nýlega var ég stödd í hópi með mínum sprenglærðu og eldkláru vinkonum sem gerðu þá uppgötvun að í fyrsta lagi starfaði ég ekki fyrir “nýja skólann á Flateyri” og í öðru lagi að Háskólasetur Vestfjarða væri ekki útibú frá öðrum háskólum landsins. Háskólasetur Vestfjarða er nefnilega sjálfseignarstofnun sem heldur úti framhaldsnámi á háskólastigi og rannsóknum, og hefur gert í tæpa tvo áratugi. Hér er í boði meistarnám í skipulagi, stjórnun og þróun hafsvæða, sjávarbyggða og annarra smábyggða, og höldum við Háskólahátíð á Hrafnseyri 17. júní ár hvert þar sem fólk útskrifast með MA eða MRM gráður. Námið fer allt fram hér á Ísafirði, og á ensku enda er nemendahópurinn fjölþjóðlegur og mjög fjölbreyttur. Námskeiðin okkar eru kennd í 1-2 vikna lotum og opin öllum, bæði nemendum við aðra háskóla – sem vantar valeiningar - og fólki úr atvinnulífinu sem vill bæta við þekkingu sína. Hér er að vaxa upp öflugt fræðasamfélag og má finna fyrrverandi nemendur Háskólaseturs víða, bæði í störfum og sprotafyrirtækjum hér á Vestfjörðum sem og víðar um heiminn, s.s. í Alaska og Afríkulýðveldinu Kongó. Samfélögin í Ísafjarðarbæ njóta góðs af veru háskólanemanna, sem mörg hver ílendast hér á þessu fallega landsvæði og lita bæði atvinnu- og mannlífið hér, og yfirstandandi bygging námsmannaíbúða bæði á Ísafirði og Flateyri er skýrt merki um uppgang, bjartsýni og kraft hér á kjálkanum. Ég vona að þessi stutti pistill spari mér leiðréttingar og útskýringar í framtíðinni en þið getið fundið nánari upplýsingar um Háskólasetur Vestfjarða á heimasíðunni okkar. Þessa dagana er tekið við umsóknum fyrir næsta skólaár svo ég segi bara, velkomin vestur! Höfundur er markaðs- og vefstjóri Háskólaseturs Vestfjarða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Háskólar Skóla - og menntamál Ísafjarðarbær Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar landkrabbinn og Sunnlendingurinn ég réð sig til starfa til Háskólaseturs Vestfjarða á Ísafirði rak mörg af mínum ættmennum og vinum í rogastans. Þeim fannst sumum algjört glapræði að hafa vetursetu á þessum guðsvolaða Vestfjarðakjálka sem væri nær einangraður og myrkvaður níu mánuði á ári. Ég reyndi nú að leiðrétta ýmsar ranghugmyndir strax, það sér jú ekki til sólar á tímabili en það er nú bara í nokkrar vikur og á sama tíma verður oft ekki dagbjart annarsstaðar á landinu þótt heita megi að sól sjáist á himni, þegar skammdegið og vetrargráminn eru allsráðandi. Og “einangrunin” hefur meira með flugþjónustu og skort á varaflugvelli að gera en hræðileg vetrarveður og snjóþunga. Skemmst er frá því að segja að ég skrapp til höfuðborgarinnar um miðjan desembermánuð í stafalogni og naut þess að líta yfir Vestfirðina í vetrarsól út um flugvélargluggann. Aksturssamgöngur innan Vestfjarða hafa einnig verið mikið bættar frá því ég kom hingað fyrst fyrir um þremur áratugum síðan, og enn er verið að. Nú getur fólk hæglega búið á Flateyri eða í Bolungarvík og starfað á Ísafirði, Suðureyri eða Þingeyri. Vestfirðingar “skreppa” í fjölskylduboð á Akureyri og fótboltamót í Borgarnesi sömu helgina ef þarf og fara í stutter ferðir til evrópskra stórborga rétt eins og aðrir Íslendingar. Háskólanám á staðnum Eitt á ég samt erfitt með að leiðrétta, og það er HVAR ég starfa. Nýlega var ég stödd í hópi með mínum sprenglærðu og eldkláru vinkonum sem gerðu þá uppgötvun að í fyrsta lagi starfaði ég ekki fyrir “nýja skólann á Flateyri” og í öðru lagi að Háskólasetur Vestfjarða væri ekki útibú frá öðrum háskólum landsins. Háskólasetur Vestfjarða er nefnilega sjálfseignarstofnun sem heldur úti framhaldsnámi á háskólastigi og rannsóknum, og hefur gert í tæpa tvo áratugi. Hér er í boði meistarnám í skipulagi, stjórnun og þróun hafsvæða, sjávarbyggða og annarra smábyggða, og höldum við Háskólahátíð á Hrafnseyri 17. júní ár hvert þar sem fólk útskrifast með MA eða MRM gráður. Námið fer allt fram hér á Ísafirði, og á ensku enda er nemendahópurinn fjölþjóðlegur og mjög fjölbreyttur. Námskeiðin okkar eru kennd í 1-2 vikna lotum og opin öllum, bæði nemendum við aðra háskóla – sem vantar valeiningar - og fólki úr atvinnulífinu sem vill bæta við þekkingu sína. Hér er að vaxa upp öflugt fræðasamfélag og má finna fyrrverandi nemendur Háskólaseturs víða, bæði í störfum og sprotafyrirtækjum hér á Vestfjörðum sem og víðar um heiminn, s.s. í Alaska og Afríkulýðveldinu Kongó. Samfélögin í Ísafjarðarbæ njóta góðs af veru háskólanemanna, sem mörg hver ílendast hér á þessu fallega landsvæði og lita bæði atvinnu- og mannlífið hér, og yfirstandandi bygging námsmannaíbúða bæði á Ísafirði og Flateyri er skýrt merki um uppgang, bjartsýni og kraft hér á kjálkanum. Ég vona að þessi stutti pistill spari mér leiðréttingar og útskýringar í framtíðinni en þið getið fundið nánari upplýsingar um Háskólasetur Vestfjarða á heimasíðunni okkar. Þessa dagana er tekið við umsóknum fyrir næsta skólaár svo ég segi bara, velkomin vestur! Höfundur er markaðs- og vefstjóri Háskólaseturs Vestfjarða.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun