Eitt helsta kennileiti Vesturbæjar stórskemmt Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. febrúar 2023 10:01 Rjúfa þurfti þak Hagavagnsins til að ráða niðurlögum eldsins. Vísir/Vilhelm Talsvert tjón varð á Hagavagninum, hamborgarastað við Vesturbæjarlaug í Reykjavík, þegar eldur kviknaði þar undir morgun 21. janúar. Eigandi staðarins segir að tekið gæti upp undir þrjá mánuði að koma staðnum í samt lag og opna hann á ný. Eins og sést á mynd sem slökkvilið höfuðborgarsvæðisins birti eftir eldsvoðann þurftu liðsmenn þess að fara upp á þak vagnsins til að ráða niðurlögum eldsins. Unnið var að slökkvistarfi fram eftir morgni 21. janúar og strax lá fyrir að staðurinn væri tjónaður. Slökkvilið að störfum að morgni 21. janúar.Vísir/vilhelm Hagavagninn, sem opnaður var árið 2018 og er eitt af helstu kennileitum Vesturbæjar, hefur staðið lokaður síðan. Frá honum leggur enn daufa brunalykt sem finnst vel þegar gengið er fram hjá. Og margir fastagestir Vesturbæjarlaugar hafa eflaust velt fyrir sér síðustu daga hvenær, eða yfirleitt hvort, vagninn verði opnaður á ný. Jóhann Guðlaugsson eigandi Hagavagnsins segir í samtali við Vísi að vissulega sé stefnt að því að opna Hagavagninn aftur. Staðurinn hafi hins vegar skemmst mikið í brunanum, sem sést vel þegar litið er inn um glugga vagnsins, og lagfæringar muni taka tíma. Erfitt sé að meta hversu langan tíma; tvo til þrjá mánuði, jafnvel, segir Jóhann. Gestir Vesturbæjarlaugar þurfa því að hafa þolinmæðina í öndvegi næstu vikur. Ljóst er að einhver bið verður á því að þeir geti gætt sér á hamborgara samhliða dýfu í laugina. Svona leit Hagavagninn út þegar ljósmyndara Vísis bar að garði í gær. Dauft yfir honum, blessuðum.Vísir/vilhelm Viðgerðir gætu tekið margar vikur, að sögn eiganda.Vísir/Vilhelm Veitingastaðir Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Hagavagninn tjónaður eftir bruna Undir morgun var Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað til vegna elds í Hagavagninum, hamborgaraveitingastað í Vesturbænum. 22. janúar 2023 10:01 Emmsjé Gauti seldi hlutinn í Hagavagninum Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti hefur selt hlut sinn í Hagavagninum við Hofsvallagötu. 5. september 2020 11:29 Hagavagninn verður rifinn og endurreistur Hagavagninum er verið að breyta í hamborgarastað um þessar mundir en ekki tókst að gera hann upp, því þarf að rífa hann og byggja nýjan. Einn aðstandenda vagnsins, Emmsjé Gauti, segir þetta sorglegt en er bjartsýnn á að nýi vagninn muni ekki valda vonbrigðum. 31. maí 2018 06:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Eins og sést á mynd sem slökkvilið höfuðborgarsvæðisins birti eftir eldsvoðann þurftu liðsmenn þess að fara upp á þak vagnsins til að ráða niðurlögum eldsins. Unnið var að slökkvistarfi fram eftir morgni 21. janúar og strax lá fyrir að staðurinn væri tjónaður. Slökkvilið að störfum að morgni 21. janúar.Vísir/vilhelm Hagavagninn, sem opnaður var árið 2018 og er eitt af helstu kennileitum Vesturbæjar, hefur staðið lokaður síðan. Frá honum leggur enn daufa brunalykt sem finnst vel þegar gengið er fram hjá. Og margir fastagestir Vesturbæjarlaugar hafa eflaust velt fyrir sér síðustu daga hvenær, eða yfirleitt hvort, vagninn verði opnaður á ný. Jóhann Guðlaugsson eigandi Hagavagnsins segir í samtali við Vísi að vissulega sé stefnt að því að opna Hagavagninn aftur. Staðurinn hafi hins vegar skemmst mikið í brunanum, sem sést vel þegar litið er inn um glugga vagnsins, og lagfæringar muni taka tíma. Erfitt sé að meta hversu langan tíma; tvo til þrjá mánuði, jafnvel, segir Jóhann. Gestir Vesturbæjarlaugar þurfa því að hafa þolinmæðina í öndvegi næstu vikur. Ljóst er að einhver bið verður á því að þeir geti gætt sér á hamborgara samhliða dýfu í laugina. Svona leit Hagavagninn út þegar ljósmyndara Vísis bar að garði í gær. Dauft yfir honum, blessuðum.Vísir/vilhelm Viðgerðir gætu tekið margar vikur, að sögn eiganda.Vísir/Vilhelm
Veitingastaðir Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Hagavagninn tjónaður eftir bruna Undir morgun var Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað til vegna elds í Hagavagninum, hamborgaraveitingastað í Vesturbænum. 22. janúar 2023 10:01 Emmsjé Gauti seldi hlutinn í Hagavagninum Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti hefur selt hlut sinn í Hagavagninum við Hofsvallagötu. 5. september 2020 11:29 Hagavagninn verður rifinn og endurreistur Hagavagninum er verið að breyta í hamborgarastað um þessar mundir en ekki tókst að gera hann upp, því þarf að rífa hann og byggja nýjan. Einn aðstandenda vagnsins, Emmsjé Gauti, segir þetta sorglegt en er bjartsýnn á að nýi vagninn muni ekki valda vonbrigðum. 31. maí 2018 06:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Hagavagninn tjónaður eftir bruna Undir morgun var Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað til vegna elds í Hagavagninum, hamborgaraveitingastað í Vesturbænum. 22. janúar 2023 10:01
Emmsjé Gauti seldi hlutinn í Hagavagninum Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti hefur selt hlut sinn í Hagavagninum við Hofsvallagötu. 5. september 2020 11:29
Hagavagninn verður rifinn og endurreistur Hagavagninum er verið að breyta í hamborgarastað um þessar mundir en ekki tókst að gera hann upp, því þarf að rífa hann og byggja nýjan. Einn aðstandenda vagnsins, Emmsjé Gauti, segir þetta sorglegt en er bjartsýnn á að nýi vagninn muni ekki valda vonbrigðum. 31. maí 2018 06:00