Svíar smeykir við að fara á EM Sindri Sverrisson skrifar 31. janúar 2023 13:30 Svíar eru hvattir til að láta lítið fyrir sér fara í Istanbúl þessa dagana og spurning hvernig því yrði tekið ef Armand Duplantis, heimsmethafi í stangarstökki, veifaði þar sænska fánanum í byrjun mars. Getty/Alexander Hassenstein Svo gæti farið að sænskt frjálsíþróttafólk, þar á meðal heimsmethafinn Armand Duplantis, mæti ekki á Evrópumótið sem fram fer eftir mánuð. Ástæðan er sú spenna sem ríkir á milli Svíþjóðar og Tyrklands. Sænska utanríkisráðuneytið hefur varað Svía við aukinni hættu, sérstaklega í Istanbúl en þar fer Evrópumótið fram dagana 2.-5. mars. „Það er erfitt sem Svíi að finna ekki ónotatilfinningu þegar maður sér sænska fánann brenndan þarna,“ segir Kajsa Bergqvist, formaður sænska frjálsíþróttasambandsins. Dansk-sænski hægriöfgamaðurinn Rasmus Paludan vakti mikla reiði Tyrkja þegar hann kveikti í Kóraninum fyrir utan tyrkneska sendiráðið í Stokkhólmi um síðustu helgi. Í frétt Expressen segir að þetta hafi leitt til fjölmennra mótmæla gegn Svíþjóð í Tyrklandi, en Paludan brenndi Kóraninn í kjölfar þess að Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti sagði sænsk stjórnvöld ekki eiga að gera ráð fyrir stuðningi sínum við umsókn að NATO. Þetta hefur leitt til sérstakrar viðvörunar sænska utanríkisráðuneytisins sem ráðleggur Svíum að forðast mannamót í Tyrklandi, og Evrópumótið fellur sannarlega undir þá skilgreiningu. Bergqvist segir sænska frjálsíþróttasambandið hafa verið í sambandi við evrópska frjálsíþróttasambandið vegna málsins og enn stendur til að Svíar keppi á mótinu. „Við fylgjumst með þróun mála og erum í nánu samband við evrópska sambandið og mótshaldara til að tryggja öryggi keppenda. Auk þess gerum við það sem í okkar valdi stendur og höfum tryggt að það verði öryggisfulltrúi með okkur í ferðinni,“ segir Bergqvist við Expressen. Frjálsar íþróttir Svíþjóð Tyrkland NATO Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Sjá meira
Ástæðan er sú spenna sem ríkir á milli Svíþjóðar og Tyrklands. Sænska utanríkisráðuneytið hefur varað Svía við aukinni hættu, sérstaklega í Istanbúl en þar fer Evrópumótið fram dagana 2.-5. mars. „Það er erfitt sem Svíi að finna ekki ónotatilfinningu þegar maður sér sænska fánann brenndan þarna,“ segir Kajsa Bergqvist, formaður sænska frjálsíþróttasambandsins. Dansk-sænski hægriöfgamaðurinn Rasmus Paludan vakti mikla reiði Tyrkja þegar hann kveikti í Kóraninum fyrir utan tyrkneska sendiráðið í Stokkhólmi um síðustu helgi. Í frétt Expressen segir að þetta hafi leitt til fjölmennra mótmæla gegn Svíþjóð í Tyrklandi, en Paludan brenndi Kóraninn í kjölfar þess að Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti sagði sænsk stjórnvöld ekki eiga að gera ráð fyrir stuðningi sínum við umsókn að NATO. Þetta hefur leitt til sérstakrar viðvörunar sænska utanríkisráðuneytisins sem ráðleggur Svíum að forðast mannamót í Tyrklandi, og Evrópumótið fellur sannarlega undir þá skilgreiningu. Bergqvist segir sænska frjálsíþróttasambandið hafa verið í sambandi við evrópska frjálsíþróttasambandið vegna málsins og enn stendur til að Svíar keppi á mótinu. „Við fylgjumst með þróun mála og erum í nánu samband við evrópska sambandið og mótshaldara til að tryggja öryggi keppenda. Auk þess gerum við það sem í okkar valdi stendur og höfum tryggt að það verði öryggisfulltrúi með okkur í ferðinni,“ segir Bergqvist við Expressen.
Frjálsar íþróttir Svíþjóð Tyrkland NATO Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Sjá meira