Trans kona dæmd fyrir nauðganir tekur dóminn út í karlafangelsi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. janúar 2023 23:51 Isla Bryson, áður Adam Graham á leið sinni að dómstól í Glasgow. Andrew Milligan/PA Images via Getty Trans kona í Skotlandi var í vikunni fundin sek um að hafa nauðgað tveimur konum áður en hún kom út úr skápnum. Eftir að dómurinn féll var hún flutt í kvennafangelsi en yfirvöld segja hana ekki munu verða vistaða þar, hvorki til skemmri né lengri tíma. Hin 31 árs gamla Isla Bryson var sakfelld fyrir að hafa nauðgað tveimur konum í Glasgow árin 2016 og 2019. Þegar hún var handtekin og ákærð gekk hún undir nafninu Adam Graham en kom út úr skápnum á meðan réttarhöldin stóðu yfir. Eftir að dómur féll var Bryson flutt í Cornton Vale kvennafangelsið í Skotlandi en sú ákvörðun vakti harða gagnrýni. Sá Nicola Sturgeon forsætisráðherra sig knúna til að grípa inn í og stíga fram og lýsa því yfir að Bryson myndi ekki afplána dóm sinn í kvennafangelsinu. Að sögn saksóknara níddist Bryson á konum í viðkvæmri stöðu en hún neitaði sök fyrir dómi og sagðist aldrei myndu gera flugu mein. Eiginkona Bryson hefur stigið fram og greint fjölmiðlum frá því að hún telji yfirlýsingar Bryson um kynvitund sína ekkert annað en blekkingar. Forsætisráðherrann Sturgeon var spurð út í málið í kjölfar þess að talsmaður forsætisráðherra Bretlands sendi frá sér yfirlýsingu þar sem lýst var áhyggjum af því hvernig fangelsisvist Bryson væri háttað. Sturgeon sagði vistun trans einstaklinga alltaf háða persónubundnu mati en hún væri sammála þeim orðum framkvæmdastjóra Rape Crisis Scotland að það ætti aldrei að vista nauðgara í kvennafangelsi. Hún ítrekaði þó að umræðan mætti ekki verða á þann veg að konum stafaði ógn af trans konum, þótt trans einstaklingar gerðust sekir um lögbrot í einangruðum tilvikum. Skotland Málefni trans fólks Bretland Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Fleiri fréttir Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Sjá meira
Hin 31 árs gamla Isla Bryson var sakfelld fyrir að hafa nauðgað tveimur konum í Glasgow árin 2016 og 2019. Þegar hún var handtekin og ákærð gekk hún undir nafninu Adam Graham en kom út úr skápnum á meðan réttarhöldin stóðu yfir. Eftir að dómur féll var Bryson flutt í Cornton Vale kvennafangelsið í Skotlandi en sú ákvörðun vakti harða gagnrýni. Sá Nicola Sturgeon forsætisráðherra sig knúna til að grípa inn í og stíga fram og lýsa því yfir að Bryson myndi ekki afplána dóm sinn í kvennafangelsinu. Að sögn saksóknara níddist Bryson á konum í viðkvæmri stöðu en hún neitaði sök fyrir dómi og sagðist aldrei myndu gera flugu mein. Eiginkona Bryson hefur stigið fram og greint fjölmiðlum frá því að hún telji yfirlýsingar Bryson um kynvitund sína ekkert annað en blekkingar. Forsætisráðherrann Sturgeon var spurð út í málið í kjölfar þess að talsmaður forsætisráðherra Bretlands sendi frá sér yfirlýsingu þar sem lýst var áhyggjum af því hvernig fangelsisvist Bryson væri háttað. Sturgeon sagði vistun trans einstaklinga alltaf háða persónubundnu mati en hún væri sammála þeim orðum framkvæmdastjóra Rape Crisis Scotland að það ætti aldrei að vista nauðgara í kvennafangelsi. Hún ítrekaði þó að umræðan mætti ekki verða á þann veg að konum stafaði ógn af trans konum, þótt trans einstaklingar gerðust sekir um lögbrot í einangruðum tilvikum.
Skotland Málefni trans fólks Bretland Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Fleiri fréttir Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Sjá meira