Samsærið gegn Eflingu Birgir Dýrfjörð skrifar 13. janúar 2023 17:30 Vilhjálmur Birgisson,formaður starfsgreinasambandsins SGS, fór mikinn í fjölmiðlum þegar hann lýsti samningum sínum við samtök atvinnulífsins. Hann sagði þá vera svo fádæma árangursríka, að annað eins hefði ekki sést. Flestir glöddust yfir þessum einstaka árangri hans. Það brá þó skugga á gleðina þegar formaður VR sagðist hafa samþykkt samskonar samning með óbragð í munninum. Hann rauk svo út, og neitaði að gleðjast í sultu og rjóma og ilmandi vöfflum. þegar Efling lýsti svo frati á samninginn, og benti á að hann skilaði aðeins um 7% launahækkunum í 10% verðbólgu, og ört hækkandi verðlagi og rýrnandi kaupmætti. Á sama tíma, og óhófleg aukning hafi verið á hagnaði fyrirtækja í landinu. Með þessu frat-svari Eflingar hvarf glæsileikinn, sem Vilhjálmur hafði lýst. Mont-ræðurnar hans urðu að örgustu öfugmælum. Barnalegt sjálfshólið át sig sjálft. Keisarinn nakinn Skiljanlega brást Vilhjálmur illa við höfnun Eflingar. Það er ekkert grín að láta „Galna stelpu“ afhjúpa mann eins og keisarann í ævintýrinu, sem klókir menn höfðu platað til að trúa því, að hann væri klár og mikilsverður maður, en ekki bara hlægilegur nakinn spjátrungur. Upp komast svik um síðir Vilhjálmur svaraði svo Eflingu. Í þeim svörum lýsti hann því ítrekað yfir, í viðtölum og greinaskrifum, að hann myndi aldrei blanda sér í samningaferli Eflingar við samtök vinnuveitenda. Sjálfsagt hefur hann trúað að hann þyrfti þess ekki. Að hann gæti treyst orðum framkvæmdastjóra SA. sem hafði ítrekað lýsti því yfir, að SA myndi aldrei bregðast trúnaði við SGS, með því, að gera öðruvísi kjarasamning við Eflingu en SGS. Hvað þýðir þetta orðalag, að SA ætli ekki að bregðast trúnaði við SGS? Það þýðir einfaldlega, að SA og SGS hafi gert trúnaðarsamning um það, að Efling muni ekki fá skárri samning en SGS. Það þýðir, að forusta SGS og SA gerðu samsæri gegn launalægstu stéttinni í landinu. Samsæri gegn því að verkafólk, sem oft og tíðum á ekki krónur fyrir mat sínum, geti nýtt sérsamningsrétt sinn. Þannig ætla þau að stela lambi fátæka mannsins. Hvaða orð tungunnar ná að lýsa svona innræti forustufólks Starfsgreinasambandsins? Til fróðleiks Samkvæmt upplýsingum frá Forsætisráðuneytinu, þá er meðal húsaleiga á landsbyggðinni 152 þúsund krónur á mán. Meðal húsaleiga á Höfuðborgarsvæðinu er 220 þús. kr. á mán. Mism. 68 þús.kr. á mán. (Heimild Stefán Ólafss. Miðjan 11.01. ´23) Höfundur er rafvirkjameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Birgir Dýrfjörð Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson,formaður starfsgreinasambandsins SGS, fór mikinn í fjölmiðlum þegar hann lýsti samningum sínum við samtök atvinnulífsins. Hann sagði þá vera svo fádæma árangursríka, að annað eins hefði ekki sést. Flestir glöddust yfir þessum einstaka árangri hans. Það brá þó skugga á gleðina þegar formaður VR sagðist hafa samþykkt samskonar samning með óbragð í munninum. Hann rauk svo út, og neitaði að gleðjast í sultu og rjóma og ilmandi vöfflum. þegar Efling lýsti svo frati á samninginn, og benti á að hann skilaði aðeins um 7% launahækkunum í 10% verðbólgu, og ört hækkandi verðlagi og rýrnandi kaupmætti. Á sama tíma, og óhófleg aukning hafi verið á hagnaði fyrirtækja í landinu. Með þessu frat-svari Eflingar hvarf glæsileikinn, sem Vilhjálmur hafði lýst. Mont-ræðurnar hans urðu að örgustu öfugmælum. Barnalegt sjálfshólið át sig sjálft. Keisarinn nakinn Skiljanlega brást Vilhjálmur illa við höfnun Eflingar. Það er ekkert grín að láta „Galna stelpu“ afhjúpa mann eins og keisarann í ævintýrinu, sem klókir menn höfðu platað til að trúa því, að hann væri klár og mikilsverður maður, en ekki bara hlægilegur nakinn spjátrungur. Upp komast svik um síðir Vilhjálmur svaraði svo Eflingu. Í þeim svörum lýsti hann því ítrekað yfir, í viðtölum og greinaskrifum, að hann myndi aldrei blanda sér í samningaferli Eflingar við samtök vinnuveitenda. Sjálfsagt hefur hann trúað að hann þyrfti þess ekki. Að hann gæti treyst orðum framkvæmdastjóra SA. sem hafði ítrekað lýsti því yfir, að SA myndi aldrei bregðast trúnaði við SGS, með því, að gera öðruvísi kjarasamning við Eflingu en SGS. Hvað þýðir þetta orðalag, að SA ætli ekki að bregðast trúnaði við SGS? Það þýðir einfaldlega, að SA og SGS hafi gert trúnaðarsamning um það, að Efling muni ekki fá skárri samning en SGS. Það þýðir, að forusta SGS og SA gerðu samsæri gegn launalægstu stéttinni í landinu. Samsæri gegn því að verkafólk, sem oft og tíðum á ekki krónur fyrir mat sínum, geti nýtt sérsamningsrétt sinn. Þannig ætla þau að stela lambi fátæka mannsins. Hvaða orð tungunnar ná að lýsa svona innræti forustufólks Starfsgreinasambandsins? Til fróðleiks Samkvæmt upplýsingum frá Forsætisráðuneytinu, þá er meðal húsaleiga á landsbyggðinni 152 þúsund krónur á mán. Meðal húsaleiga á Höfuðborgarsvæðinu er 220 þús. kr. á mán. Mism. 68 þús.kr. á mán. (Heimild Stefán Ólafss. Miðjan 11.01. ´23) Höfundur er rafvirkjameistari.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar