Dæmi um að börn hafi verið hætt komin vegna streptókokkasýkingar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 10. janúar 2023 21:01 Valtýr Stefánsson Thors er sérfræðingur í barna-og smitsjúkdómalækningum við Barnaspítala Hringsins. Hann hefur áhyggjur af hættulegum sýkingum sem herja á börn þessi misserin. Vísir/Sigurjón Dæmi er um að börn hafi verið hætt komin og verið lögð inn á gjörgæslu vegna hættulegrar streptókokkasýkingar sem nú gengur yfir. Sérfræðingur í barnasmitsjúkdómum segir alla á tánum vegna ástandsins. Á þessum árstíma er alvanalegt að flensur og umgangspestir herji á landann. Í ár er þetta þó óvenjulegt af þeim sökum að mun meira er um sýkingar og það sem gerir ástandið sérstaklega erfitt er að fólk og ekki síst börn eru að fá sýkingar ofan í aðrar sýkingar. Valtýr Stefánsson Thors er sérfræðingur í barna-og smitsjúkdómalækningum við Barnaspítala Hringsins. Hann segir gríðarlega mikið álag vera á barnaspítalanum um þessar mundir. „Það hefur verið ótrúlega mikið í gangi síðustu mánuði hjá okkur á Barnaspítalanum og í rauninni öllum heilbrigðisstarfsmönnum sem eru að sinna veikum börnum. Í venjulegu árferði kemur þetta í einhverjum bylgjum og eftir því hvaða sýkingar ráðandi eru en þetta hefur verið meira og minna viðvarandi í marga mánuði," segir Valtýr. Sýkingar ofan í sýkingar Valtýr segir engan vafa á því að ástandið sé verra í ár en undanfarin ár. „Við höfum enga klára skýringu á því hvers vegna. Auðvitað er auðvelt að kenna Covid og innilokum síðustu ára um. Og vafalaust hefur það einhver áhrif og við máttum alveg búast við því að þessi vetur yrði svona.“ Gríðarlegt álag er á Barnaspítala Hringsins líkt og öðrum heilbrigðisstofnunum landsins þessa daganaVísir/Vilhelm En hvaða veirur eru þetta sem eru helst að ganga? „Þetta er til dæmis RS veiran sem kemur á hverju ári, inflúensuveiran blandast inní þetta og margar aðrar veirur, niðurgangs og uppkastsveirur. Síðustu vikur höfum við séð meira af bakteríusýkingum og streptókokkasýkingum sem oft koma í kjölfarið. Þetta veldur talsverðu álagi.“ Dæmi um börn á gjörgæslu vegna streptókokka Börn geta orðið mjög alvarlega veik og fréttastofa hefur heimildir fyrir því að svæfa hafa þurft fjögurra ára barn í nokkra daga sem meðferð við heiftarlegri streptókokkasýkingu. Valtýr segir fleiri slík tilfelli hafa komið upp. „Já, það eru fleiri um dæmi um börn sem hafa lent á gjörgæslu núna síðustu vikurnar bæði vegna bakteríu-og veirusýkinga sem koma í kjölfarið. Meðferð er auðvitað stuðningsmeðferð og svo sýklalyf þegar það á við.“ Streptókokkasýkingar þekkja margir og Valtýr segir að venjulega sé um að ræða tilölulega einföld veikindi, hálsbólgu, sem meðhöndla megi með sýklalyfjum. „En það sem veldur meiri áhyggjum eru svokallaðar ífarandi streptókokkasýkingar sem geta valdið blóðsýkingum eða alvarlegum lungnabólgum. Það eru börnin sem eru að leggjast inn hjá okkur.“ Allir á tánum Valtýr segir Barnaspítalann fullan og þannig hafi ástandið verið lengi. „Auðvitað eru alls konar aðstæður fyrir innlögnum. En venjan hjá okkur er að við höfum geta sinnt öllum en síðustu vikur hafa reynt verulega á. Starfsfólk er auðvitað orðið langþreytt þó allir hlaupi aðeins hraðar og geri sitt allra besta. En álagið er mjög mikið.“ Hafið þið áhyggjur af ástandinu? „Já við höfum alltaf áhyggjur af ástandinu og það eru allir á tánum. Sérstaklega varðandi þessar hættulegu sýkingar. En það þýðir ekki að öll börn sem eru með hita þurfi endilega að leggjast inn á spítalann, en við hvetjum foreldra til að láta lækni kíkja á barnið sitt ef það hefur verulegar áhyggjur,“ segir Valtýr Stefánsson Thors, sérfræðingur í barna-og smitsjúkdómalækningum. Heilbrigðismál Börn og uppeldi Landspítalinn Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Á þessum árstíma er alvanalegt að flensur og umgangspestir herji á landann. Í ár er þetta þó óvenjulegt af þeim sökum að mun meira er um sýkingar og það sem gerir ástandið sérstaklega erfitt er að fólk og ekki síst börn eru að fá sýkingar ofan í aðrar sýkingar. Valtýr Stefánsson Thors er sérfræðingur í barna-og smitsjúkdómalækningum við Barnaspítala Hringsins. Hann segir gríðarlega mikið álag vera á barnaspítalanum um þessar mundir. „Það hefur verið ótrúlega mikið í gangi síðustu mánuði hjá okkur á Barnaspítalanum og í rauninni öllum heilbrigðisstarfsmönnum sem eru að sinna veikum börnum. Í venjulegu árferði kemur þetta í einhverjum bylgjum og eftir því hvaða sýkingar ráðandi eru en þetta hefur verið meira og minna viðvarandi í marga mánuði," segir Valtýr. Sýkingar ofan í sýkingar Valtýr segir engan vafa á því að ástandið sé verra í ár en undanfarin ár. „Við höfum enga klára skýringu á því hvers vegna. Auðvitað er auðvelt að kenna Covid og innilokum síðustu ára um. Og vafalaust hefur það einhver áhrif og við máttum alveg búast við því að þessi vetur yrði svona.“ Gríðarlegt álag er á Barnaspítala Hringsins líkt og öðrum heilbrigðisstofnunum landsins þessa daganaVísir/Vilhelm En hvaða veirur eru þetta sem eru helst að ganga? „Þetta er til dæmis RS veiran sem kemur á hverju ári, inflúensuveiran blandast inní þetta og margar aðrar veirur, niðurgangs og uppkastsveirur. Síðustu vikur höfum við séð meira af bakteríusýkingum og streptókokkasýkingum sem oft koma í kjölfarið. Þetta veldur talsverðu álagi.“ Dæmi um börn á gjörgæslu vegna streptókokka Börn geta orðið mjög alvarlega veik og fréttastofa hefur heimildir fyrir því að svæfa hafa þurft fjögurra ára barn í nokkra daga sem meðferð við heiftarlegri streptókokkasýkingu. Valtýr segir fleiri slík tilfelli hafa komið upp. „Já, það eru fleiri um dæmi um börn sem hafa lent á gjörgæslu núna síðustu vikurnar bæði vegna bakteríu-og veirusýkinga sem koma í kjölfarið. Meðferð er auðvitað stuðningsmeðferð og svo sýklalyf þegar það á við.“ Streptókokkasýkingar þekkja margir og Valtýr segir að venjulega sé um að ræða tilölulega einföld veikindi, hálsbólgu, sem meðhöndla megi með sýklalyfjum. „En það sem veldur meiri áhyggjum eru svokallaðar ífarandi streptókokkasýkingar sem geta valdið blóðsýkingum eða alvarlegum lungnabólgum. Það eru börnin sem eru að leggjast inn hjá okkur.“ Allir á tánum Valtýr segir Barnaspítalann fullan og þannig hafi ástandið verið lengi. „Auðvitað eru alls konar aðstæður fyrir innlögnum. En venjan hjá okkur er að við höfum geta sinnt öllum en síðustu vikur hafa reynt verulega á. Starfsfólk er auðvitað orðið langþreytt þó allir hlaupi aðeins hraðar og geri sitt allra besta. En álagið er mjög mikið.“ Hafið þið áhyggjur af ástandinu? „Já við höfum alltaf áhyggjur af ástandinu og það eru allir á tánum. Sérstaklega varðandi þessar hættulegu sýkingar. En það þýðir ekki að öll börn sem eru með hita þurfi endilega að leggjast inn á spítalann, en við hvetjum foreldra til að láta lækni kíkja á barnið sitt ef það hefur verulegar áhyggjur,“ segir Valtýr Stefánsson Thors, sérfræðingur í barna-og smitsjúkdómalækningum.
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Landspítalinn Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira