Andrew Tate og bróðir hans handteknir í Rúmeníu Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2022 00:29 Andrew Tate er mjög svo umdeildur. Skjáskot Andrew Tate, hinn umdeildi áhrifavaldur og bardagakappi, var handtekinn í Rúmeníu í kvöld. Bróðir hans, Tristan Tate, var einnig handtekinn en þeir eru grunaðir um mansal og nauðgun. Lögreglan í Rúmeníu segir tvo aðra Rúmena hafa verið handtekna. Fjórmenningarnir verða í haldi lögreglu í minnst sólarhring en rannsókn lögreglunnar hefur staðið yfir frá því í apríl. Rúmenski miðillinn Gandul segir fyrrverandi lögreglukonu vera meðal þeirra sem hafa verið handtekin. Í yfirlýsingu frá lögreglunni í Rúmeníu segir að fjórmenningarnir séu grunaðir um að hafa stofnað hóp sem stundaði skipulagða glæpastarfsemi sem fólst í því að þvinga konur til framleiðslu klámefnis sem dreifa hafi átt á sérstökum áskriftarsíðum á netinu. Lögreglan segir bræðurna grunaða um að hafa tælt konur til Rúmeníu þar sem þeim hafi svo verið haldið gegn vilja þeirra. Þeim hafi verið nauðgað og þær þvingaðar með ofbeldi til að framleiða klám. Búið er að bera kennsl á minnst sex konur sem munu hafa verið fórnarlömb bræðranna. Hér að neðan má sjá myndband sem lögreglan birti í kvöld. Hefur lengi talað niður til kvenna Emory Andrew Tate III fæddist árið 1986 í Chicago í Bandaríkjunum en hann ólst upp í Luton í Englandi. Tate hóf bardagaferil sinn árið 2005 og barðist aðallega í „kick box-i“ en hann var heimsmeistari í íþróttinni árið 2009. Andrew Tate hefur helst verið umdeildur fyrir orðræðu hans í garð kvenna og að ýta undir eitraða karlmennsku. Mikill meirihluti fylgjenda hans á samfélagsmiðlum eru ungir karlmenn og drengir. Hann hefur meðal annars sagt að konur beri að hluta til ábyrgð á því að vera nauðgað og að þær tilheyri karlmönnum. BREAKING: Andrew Tate and brother Tristan arrested in Romania in human trafficking probe pic.twitter.com/b5eaZrErAb— BNO News (@BNONews) December 29, 2022 Fyrr á þessu ári var honum vísað af samfélagsmiðlum Meta og Twitter vegna hegðunar hans en Elon Musk hleypti honum nýverið aftur inn á Twitter. Eftir að Tate flutti til Rúmeníu sagði hann að ein helsta ástæðan fyrir því hefði verið að auðveldara væri að komast undan nauðgunarákærum í Austur-Evrópu. Lögreglan hefur þó verið með mál til rannsóknar frá því í apríl þegar tvær konur sögðu hann hafa haldið þeim gegn vilja þeirra. Þá var gerð húsleit heima hjá bræðrunum en nú hafa þeir verið handteknir vegna þessa máls. Vísir fjallaði ítarlega um Tate í ágúst. Rúmenía Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Mál Andrew Tate Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Fjórmenningarnir verða í haldi lögreglu í minnst sólarhring en rannsókn lögreglunnar hefur staðið yfir frá því í apríl. Rúmenski miðillinn Gandul segir fyrrverandi lögreglukonu vera meðal þeirra sem hafa verið handtekin. Í yfirlýsingu frá lögreglunni í Rúmeníu segir að fjórmenningarnir séu grunaðir um að hafa stofnað hóp sem stundaði skipulagða glæpastarfsemi sem fólst í því að þvinga konur til framleiðslu klámefnis sem dreifa hafi átt á sérstökum áskriftarsíðum á netinu. Lögreglan segir bræðurna grunaða um að hafa tælt konur til Rúmeníu þar sem þeim hafi svo verið haldið gegn vilja þeirra. Þeim hafi verið nauðgað og þær þvingaðar með ofbeldi til að framleiða klám. Búið er að bera kennsl á minnst sex konur sem munu hafa verið fórnarlömb bræðranna. Hér að neðan má sjá myndband sem lögreglan birti í kvöld. Hefur lengi talað niður til kvenna Emory Andrew Tate III fæddist árið 1986 í Chicago í Bandaríkjunum en hann ólst upp í Luton í Englandi. Tate hóf bardagaferil sinn árið 2005 og barðist aðallega í „kick box-i“ en hann var heimsmeistari í íþróttinni árið 2009. Andrew Tate hefur helst verið umdeildur fyrir orðræðu hans í garð kvenna og að ýta undir eitraða karlmennsku. Mikill meirihluti fylgjenda hans á samfélagsmiðlum eru ungir karlmenn og drengir. Hann hefur meðal annars sagt að konur beri að hluta til ábyrgð á því að vera nauðgað og að þær tilheyri karlmönnum. BREAKING: Andrew Tate and brother Tristan arrested in Romania in human trafficking probe pic.twitter.com/b5eaZrErAb— BNO News (@BNONews) December 29, 2022 Fyrr á þessu ári var honum vísað af samfélagsmiðlum Meta og Twitter vegna hegðunar hans en Elon Musk hleypti honum nýverið aftur inn á Twitter. Eftir að Tate flutti til Rúmeníu sagði hann að ein helsta ástæðan fyrir því hefði verið að auðveldara væri að komast undan nauðgunarákærum í Austur-Evrópu. Lögreglan hefur þó verið með mál til rannsóknar frá því í apríl þegar tvær konur sögðu hann hafa haldið þeim gegn vilja þeirra. Þá var gerð húsleit heima hjá bræðrunum en nú hafa þeir verið handteknir vegna þessa máls. Vísir fjallaði ítarlega um Tate í ágúst.
Rúmenía Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Mál Andrew Tate Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira