Skál fyrir þér Bjarni Natan Kolbeinsson skrifar 28. desember 2022 07:01 Í september 2019 var Bjarni Ben staddur á Nordica að panta sér bjór. Þessi bjór varð til þess að frétt birtist í Fréttablaðinu þar sem Bjarni tjáir sig um það að honum finnst áfengisverð á Íslandi of hátt. Hann segir að ferðaþjónustan þurfi að vera samkeppnishæf þegar kemur að verðlagningu. Það er hárrétt hjá Bjarna að áfengi sé of dýrt á Íslandi. Ef við berum okkar saman við EES-ríkin þá er Finnland eina ríkið þar sem áfengisverð er hærra. Áfengisverðið á Íslandi,samkvæmt Eurostat frá 2021, er meira en helmingi dýrara en meðalverðið í ESB ríkjunum. Áfengisverð ræðst að mestu leyti að sköttum og gjöldum hins opinbera. Því hefur Bjarni verið í fullkominni stöðu til að bregðast við þessu háa áfengisverði, sem hann er svo ósáttur við, enda hefur hann verið höfundur hvers einasta fjárlagafrumvarps sem samþykkt hefur verið á Alþingi síðan 2013. Bjarni hefur því haft nægan tíma til að leiðrétta þetta háa áfengisverð sem hann er svo ósáttur við og gert verðin samkeppnishæf fyrir ferðaþjónustuna. Þegar Bjarni settist í stól fjármálaráðherra árið 2013 var áfengisgjaldið 95,53.kr á hvern sentilítra af vínanda. Núna, 9 árum síðar, mun það eftir áramót hækka í 142,15 kr. Það er hækkun uppá 48,8% frá því Bjarni varð fjármálaráðherra. Gjörðir Bjarna í þessum málum fara ekki alveg saman við þann pirring sem hann fann fyrir árið 2019 á Nordica, þegar hann keypti dýra bjórinn sem rataði í Fréttablaðið. Vissulega eru mörg rök notuð til að verja þetta háa áfengisverð sem við búum við og eru það þá fyrst og fremst lýðheilsusjónarmið sem þarna ráða för. Þessi lýðheilsusjónarmið eiga samt almennt ekki upp á pallborðið hjá Sjálfstæðisflokknum miða við landsfundarályktanir þeirra og því furðulegt ef Sjálfstæðisflokkurinn lætur það stjórna ákvörðunartöku sinni. Gæti það verið að Bjarna finnist auðvelt að hækka áfengisgjaldið þar sem alltaf er hægt að bera fyrir sig lýðheilsusjónarmið og því ekki erfitt fyrir Bjarna að láta gagnrýni sem vind um eyru þjóta. Síðustu ár hafa verið veitingahúsum og börum erfið. Lokanir vegna Covid hafa sett strik í reikningin hjá þessum fyrirtækjum. Það væri því í anda stefnu Sjálfstæðisflokksins sem vill vera flokkur fyrirtækjareksturs að sleppa því að hækka gjaldið á meðan fyrirtækin eru enn að ná sér eftir tvö erfið ár. Bjarni sér það ekki sem forgangsmál og því lifum við með að sjá en eina hækkuninna á áfengisgjaldinu núna eftir áramót. Svo Bjarni skál fyrir þér og þínu háa áfengisgjaldi. Áramótaóskin mín er að einn daginn látir þú gjörðir fylgja orðum en kvartar ekki bara yfir hlutum sem að þú sjálfur ert í kjöraðstæðum til að breyta. Höfundur er ritari Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Natan Kolbeinsson Áfengi og tóbak Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í september 2019 var Bjarni Ben staddur á Nordica að panta sér bjór. Þessi bjór varð til þess að frétt birtist í Fréttablaðinu þar sem Bjarni tjáir sig um það að honum finnst áfengisverð á Íslandi of hátt. Hann segir að ferðaþjónustan þurfi að vera samkeppnishæf þegar kemur að verðlagningu. Það er hárrétt hjá Bjarna að áfengi sé of dýrt á Íslandi. Ef við berum okkar saman við EES-ríkin þá er Finnland eina ríkið þar sem áfengisverð er hærra. Áfengisverðið á Íslandi,samkvæmt Eurostat frá 2021, er meira en helmingi dýrara en meðalverðið í ESB ríkjunum. Áfengisverð ræðst að mestu leyti að sköttum og gjöldum hins opinbera. Því hefur Bjarni verið í fullkominni stöðu til að bregðast við þessu háa áfengisverði, sem hann er svo ósáttur við, enda hefur hann verið höfundur hvers einasta fjárlagafrumvarps sem samþykkt hefur verið á Alþingi síðan 2013. Bjarni hefur því haft nægan tíma til að leiðrétta þetta háa áfengisverð sem hann er svo ósáttur við og gert verðin samkeppnishæf fyrir ferðaþjónustuna. Þegar Bjarni settist í stól fjármálaráðherra árið 2013 var áfengisgjaldið 95,53.kr á hvern sentilítra af vínanda. Núna, 9 árum síðar, mun það eftir áramót hækka í 142,15 kr. Það er hækkun uppá 48,8% frá því Bjarni varð fjármálaráðherra. Gjörðir Bjarna í þessum málum fara ekki alveg saman við þann pirring sem hann fann fyrir árið 2019 á Nordica, þegar hann keypti dýra bjórinn sem rataði í Fréttablaðið. Vissulega eru mörg rök notuð til að verja þetta háa áfengisverð sem við búum við og eru það þá fyrst og fremst lýðheilsusjónarmið sem þarna ráða för. Þessi lýðheilsusjónarmið eiga samt almennt ekki upp á pallborðið hjá Sjálfstæðisflokknum miða við landsfundarályktanir þeirra og því furðulegt ef Sjálfstæðisflokkurinn lætur það stjórna ákvörðunartöku sinni. Gæti það verið að Bjarna finnist auðvelt að hækka áfengisgjaldið þar sem alltaf er hægt að bera fyrir sig lýðheilsusjónarmið og því ekki erfitt fyrir Bjarna að láta gagnrýni sem vind um eyru þjóta. Síðustu ár hafa verið veitingahúsum og börum erfið. Lokanir vegna Covid hafa sett strik í reikningin hjá þessum fyrirtækjum. Það væri því í anda stefnu Sjálfstæðisflokksins sem vill vera flokkur fyrirtækjareksturs að sleppa því að hækka gjaldið á meðan fyrirtækin eru enn að ná sér eftir tvö erfið ár. Bjarni sér það ekki sem forgangsmál og því lifum við með að sjá en eina hækkuninna á áfengisgjaldinu núna eftir áramót. Svo Bjarni skál fyrir þér og þínu háa áfengisgjaldi. Áramótaóskin mín er að einn daginn látir þú gjörðir fylgja orðum en kvartar ekki bara yfir hlutum sem að þú sjálfur ert í kjöraðstæðum til að breyta. Höfundur er ritari Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun