Órökstudd aðför að bláum Capri Hildur Sverrisdóttir skrifar 17. desember 2022 07:01 Heilbrigðisráðherra hefur mælt fyrir innleiðingarfrumvarpi frá ESB sem mun banna Salem og Capri bláan ásamt öðrum mentol sígarettum. Tilgangurinn er að hlífa börnum, sem væri gott og blessað og sjálfsagt ef hægt væri að færa rök fyrir að mentol sígarettur hefðu einhvern tímann gert börnum eitthvað umfram aðrar sígarettutegundir. En svo er einfaldlega ekki. Rökstuðninginn vantar Í frumvarpinu er rökstuðningurinn vægast sagt rýr. Þar er eingöngu vísað til þess að líkur séu á að tóbaksneysla hefjist ef tóbaksvörur hafi „einkennandi“ bragð. Hvorki í frumvarpinu né í tilskipun þeirri sem frumvarpið byggir á er að finna rökstuðning fyrir því að mentol bragð í tóbaki sé slíkt einkennandi bragð sem setji meiri hvata til reykinga en ella. Ekki er gerð tilraun til frekari rökstuðnings að öðru leyti en að tekið er fram að WHO hvetji til þess að innihaldsefni sem auka bragðgæði séu fjarlægð. Sama er uppi á teningnum með að ekkert er vikið að rökstuðningi um einhvers konar sönnur á því að mentol auki bragðgæði í þeim skilningi sem þar um ræðir. Ómálefnalegt ójafnræði Fyrir utan að upplýst umræða og forvarnir eru alltaf betri en boð og bönn að þá skiptir máli að hafa í huga að með frumvarpinu er ekki verið að stoppa af jarðaberja- eða súkkulaðisígarettur í stórum stíl. Það er verið að banna mentol sem enginn hefur sýnt fram á að hugnist ungmennum meir eða sé óumdeilt bragðbetra. Hins vegar er það fjórðungur fullorðins reykingafólks, djammreykingafólk og þær sem fara út á svalir í saumaklúbbnum sem kunna vel við sínar mentol sígó. Nú á að taka það frá þeim. Þetta er freklegt ójafnræði á milli fólks um að velja á milli tegunda á löglegri neysluvöru sem að mínu viti fær ekki staðist með svo litlum rökstuðningi. Lýðheilsa skiptir auðvitað máli en hér er ekki verið að banna tóbak eða eitthvað slíkt. Þetta er frekar eins og fyrir lægi að ekki ætti að banna sykurlausa drykki, en að ákveðið yrði að allir sem kjósa Pepsi max lime þyrftu án nokkurs haldbærs rökstuðnings framvegis að sætta sig við Pepsi max. Engin lögfræðileg stoð fyrir banni EES-samningurinn er mikilvægasta viðskiptasamningssamband sem við Íslendingar eigum. En stundum er það svo að þær innleiðingar sem okkur er boðið upp á hér eru bara helber vitleysa eins og þetta mentolbragðsbann ber vitni um. Það er því miður að því er virðist einhvers konar misskilningur eða sýndar lýðheilsuaðgerð sem er algerlega órökstudd. Það er einfaldlega engin rökrétt né lögfræðileg stoð fyrir því banni sem frumvarpið felur i sér. Mentolbann verði fellt út Því lagði ég til í ræðu minni við framsögu ráðherra á málinu að velferðarnefnd hafni forsendum frumvarpsins vegna rökleysis og breyti frumvarpinu á þann hátt að mentol bragðið verði fellt þar út. Ég trúi því að ESA muni ekki geta annað en fallist á það, en ef ekki er vel þess virði að ESA þusi smá, ef fyrir það fæst að saumaklúbbar landsins geta áfram fengið sínar mentol í friði. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Áfengi og tóbak Alþingi Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur mælt fyrir innleiðingarfrumvarpi frá ESB sem mun banna Salem og Capri bláan ásamt öðrum mentol sígarettum. Tilgangurinn er að hlífa börnum, sem væri gott og blessað og sjálfsagt ef hægt væri að færa rök fyrir að mentol sígarettur hefðu einhvern tímann gert börnum eitthvað umfram aðrar sígarettutegundir. En svo er einfaldlega ekki. Rökstuðninginn vantar Í frumvarpinu er rökstuðningurinn vægast sagt rýr. Þar er eingöngu vísað til þess að líkur séu á að tóbaksneysla hefjist ef tóbaksvörur hafi „einkennandi“ bragð. Hvorki í frumvarpinu né í tilskipun þeirri sem frumvarpið byggir á er að finna rökstuðning fyrir því að mentol bragð í tóbaki sé slíkt einkennandi bragð sem setji meiri hvata til reykinga en ella. Ekki er gerð tilraun til frekari rökstuðnings að öðru leyti en að tekið er fram að WHO hvetji til þess að innihaldsefni sem auka bragðgæði séu fjarlægð. Sama er uppi á teningnum með að ekkert er vikið að rökstuðningi um einhvers konar sönnur á því að mentol auki bragðgæði í þeim skilningi sem þar um ræðir. Ómálefnalegt ójafnræði Fyrir utan að upplýst umræða og forvarnir eru alltaf betri en boð og bönn að þá skiptir máli að hafa í huga að með frumvarpinu er ekki verið að stoppa af jarðaberja- eða súkkulaðisígarettur í stórum stíl. Það er verið að banna mentol sem enginn hefur sýnt fram á að hugnist ungmennum meir eða sé óumdeilt bragðbetra. Hins vegar er það fjórðungur fullorðins reykingafólks, djammreykingafólk og þær sem fara út á svalir í saumaklúbbnum sem kunna vel við sínar mentol sígó. Nú á að taka það frá þeim. Þetta er freklegt ójafnræði á milli fólks um að velja á milli tegunda á löglegri neysluvöru sem að mínu viti fær ekki staðist með svo litlum rökstuðningi. Lýðheilsa skiptir auðvitað máli en hér er ekki verið að banna tóbak eða eitthvað slíkt. Þetta er frekar eins og fyrir lægi að ekki ætti að banna sykurlausa drykki, en að ákveðið yrði að allir sem kjósa Pepsi max lime þyrftu án nokkurs haldbærs rökstuðnings framvegis að sætta sig við Pepsi max. Engin lögfræðileg stoð fyrir banni EES-samningurinn er mikilvægasta viðskiptasamningssamband sem við Íslendingar eigum. En stundum er það svo að þær innleiðingar sem okkur er boðið upp á hér eru bara helber vitleysa eins og þetta mentolbragðsbann ber vitni um. Það er því miður að því er virðist einhvers konar misskilningur eða sýndar lýðheilsuaðgerð sem er algerlega órökstudd. Það er einfaldlega engin rökrétt né lögfræðileg stoð fyrir því banni sem frumvarpið felur i sér. Mentolbann verði fellt út Því lagði ég til í ræðu minni við framsögu ráðherra á málinu að velferðarnefnd hafni forsendum frumvarpsins vegna rökleysis og breyti frumvarpinu á þann hátt að mentol bragðið verði fellt þar út. Ég trúi því að ESA muni ekki geta annað en fallist á það, en ef ekki er vel þess virði að ESA þusi smá, ef fyrir það fæst að saumaklúbbar landsins geta áfram fengið sínar mentol í friði. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun