Meintur Lockerbie-sprengjumaður framseldur til Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2022 11:48 Brak af trjónu farþegaþotu Pan Am í Lockerbie árið 1988. Ellefu bæjarbúar fórust til viðbótar við þá 259 sem voru um borð í þotunni. AP/Martin Cleaver Líbískur fyrrverandi leyniþjónustumaður sem er ákærður fyrir að smíða sprengjuna sem grandaði farþegaþotu yfir skoska bænum Lockerbie árið 1988 er nú í haldi bandarískra yfirvalda. Hann verður framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann verður látinn svara til saka. Bandaríska dómsmálaráðuneytið kynnti ákæru á hendur Abu Agila Mohammad Mas'ud fyrir að smíða sprengjuna sem varð á þriðja hundrað manna að bana árið 2020. Mas'ud var þá í líbísku fangelsi vegna ótengdra saka. New York Times segir óljóst hvernig bandarískum stjórnvöldum tókst að fá hann framseldan. AP-fréttastofan segir að Mas'ud hafi verið sprengjusérfræðingur hjá líbísku leyniþjónustunni. Hann játaði fyrir líbískum yfirvöldum að hafa smíðað sprengjuna og unnið með tveimur öðrum mönnum sem bandarísk yfirvöld ákærðu. Hélt hann því fram að líbíska leyniþjónustan hefði skipulagt hryðjuverkið og að Múammar Gaddafi, þáverandi einræðisráðherra landsins, hafi þakkað honum og öðrum fyrir eftir á. Flugvél Pan Am-flugfélagsins sprakk yfir Lockerbie innan við hálftíma eftir flugtak frá Heathrow-flugvelli í London 21. desember árið 1988. Um borð voru farþegar frá 21 landi en langflestir þeirra voru Bandaríkjamenn, margir þeirra á leiðinni heim fyrir jólin. Sprengingin varð öllum þeim 259 sem voru um borð í vélinni að bana auk ellefu manns á jörðu niðri. Einn sakfelldur fyrir aldamót Böndin bárust fljótt að Líbíu en Gaddafi var svarinn andstæðingur Bandaríkjanna. Árið 1991 ákærðu bandarísk yfirvöld tvo líbíska leyniþjónustumenn fyrir að hafa komið sprengjunni fyrir um borð í flugvélinni. Gadaffi neitaði að framselja þá. Átta árum síðar féllst hann þó á að láta þá svara til saka fyrir skoskum dómurum í Hollandi. Annar þeirra, Abdel Baset Ali al-Megrahi, var fundinn sekur og dæmdur í lífstíðarfangelsi en hinn var sýknaður. Skotar slepptu al-Megrahi af mannúðarástæðum eftir að hann greindist með eistnakrabbamein árið 2009. Hann lést í heimalandi sínu þremur árum síðar. Líbíustjórn gerði sátt við aðstandendur fórnarlamba hryðjuverksins og greiddi þeim bætur árið 2003. Bandaríkin Líbía Skotland Fréttir af flugi Bretland Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið kynnti ákæru á hendur Abu Agila Mohammad Mas'ud fyrir að smíða sprengjuna sem varð á þriðja hundrað manna að bana árið 2020. Mas'ud var þá í líbísku fangelsi vegna ótengdra saka. New York Times segir óljóst hvernig bandarískum stjórnvöldum tókst að fá hann framseldan. AP-fréttastofan segir að Mas'ud hafi verið sprengjusérfræðingur hjá líbísku leyniþjónustunni. Hann játaði fyrir líbískum yfirvöldum að hafa smíðað sprengjuna og unnið með tveimur öðrum mönnum sem bandarísk yfirvöld ákærðu. Hélt hann því fram að líbíska leyniþjónustan hefði skipulagt hryðjuverkið og að Múammar Gaddafi, þáverandi einræðisráðherra landsins, hafi þakkað honum og öðrum fyrir eftir á. Flugvél Pan Am-flugfélagsins sprakk yfir Lockerbie innan við hálftíma eftir flugtak frá Heathrow-flugvelli í London 21. desember árið 1988. Um borð voru farþegar frá 21 landi en langflestir þeirra voru Bandaríkjamenn, margir þeirra á leiðinni heim fyrir jólin. Sprengingin varð öllum þeim 259 sem voru um borð í vélinni að bana auk ellefu manns á jörðu niðri. Einn sakfelldur fyrir aldamót Böndin bárust fljótt að Líbíu en Gaddafi var svarinn andstæðingur Bandaríkjanna. Árið 1991 ákærðu bandarísk yfirvöld tvo líbíska leyniþjónustumenn fyrir að hafa komið sprengjunni fyrir um borð í flugvélinni. Gadaffi neitaði að framselja þá. Átta árum síðar féllst hann þó á að láta þá svara til saka fyrir skoskum dómurum í Hollandi. Annar þeirra, Abdel Baset Ali al-Megrahi, var fundinn sekur og dæmdur í lífstíðarfangelsi en hinn var sýknaður. Skotar slepptu al-Megrahi af mannúðarástæðum eftir að hann greindist með eistnakrabbamein árið 2009. Hann lést í heimalandi sínu þremur árum síðar. Líbíustjórn gerði sátt við aðstandendur fórnarlamba hryðjuverksins og greiddi þeim bætur árið 2003.
Bandaríkin Líbía Skotland Fréttir af flugi Bretland Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira