Setja ofan í við Trump sem vill víkja stjórnarskránni til hliðar Kjartan Kjartansson skrifar 4. desember 2022 10:25 Donald Trump er enn bitur yfir því að hafa tapað forsetakosningunum árið 2020 fyrir Joe Biden. AP/Rebecca Blackwell Hvíta húsið gefur lítið fyrir yfirlýsingar Donalds Trump, fyrrverandi forseta og forsetaframbjóðenda, um að fella ætti stjórnarskrá Bandaríkjanna úr gildi og setja hann sjálfan aftur í embætti. Trump hélt áfram stoðlausum ásökunum sínum um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað hann endurkjör í forsetakosningunum árið 2020 á samfélagsmiðlinum Truth í gær. Fyrrverandi forsetinn gekk þó lengra en oftast áður þar sem hann kallaði eftir því að stjórnarskráin yrði lögð til hliðar svo hægt væri að setja hann aftur í embættið. „Stórfelld svik af þessu tagi og umfangi leyfa það að öllum reglum, reglugerðum, og greinum sé eytt, jafnvel þeim sem eru í stjórnarskránni,“ skrifaði Trump í færslu sinni. Andew Bates, talsmaður Hvíta hússins sagði að allir ættu að fordæma yfirlýsingu Trumps þar sem það væri gegn þjóðarsálinni að ráðast á stjórnarskrána. „Maður getur ekki bara elskað Bandaríkin þegar maður vinnur,“ sagði Bates, að sögn Washington Post. Landsnefnd Demókrataflokksins fordæmdi ummæli Trumps í gær ásamt nokkrum öðrum stjórnmálamönnum, nær eingöngu demókrötum. Svo virðist sem að tilefni færslu Trumps hafi verið „uppljóstranir“ sem Elon Musk, eigandi Twitters, boðaði um að fyrri stjórnendur samfélagsmiðilsins hefðu kæft tjáningarfrelsið í aðdraganda forsetakosninganna á föstudag. Ekkert kom þó fram í löngum þræði fyrrverandi blaðamanns sem Musk fékk til að birta innanhússsamskipti fyrrverandi stjórnenda og starfsmanna um að miðlinum hefði verið beitt gegn Trump eða í þágu demókrata. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Joe Biden Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Trump hélt áfram stoðlausum ásökunum sínum um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað hann endurkjör í forsetakosningunum árið 2020 á samfélagsmiðlinum Truth í gær. Fyrrverandi forsetinn gekk þó lengra en oftast áður þar sem hann kallaði eftir því að stjórnarskráin yrði lögð til hliðar svo hægt væri að setja hann aftur í embættið. „Stórfelld svik af þessu tagi og umfangi leyfa það að öllum reglum, reglugerðum, og greinum sé eytt, jafnvel þeim sem eru í stjórnarskránni,“ skrifaði Trump í færslu sinni. Andew Bates, talsmaður Hvíta hússins sagði að allir ættu að fordæma yfirlýsingu Trumps þar sem það væri gegn þjóðarsálinni að ráðast á stjórnarskrána. „Maður getur ekki bara elskað Bandaríkin þegar maður vinnur,“ sagði Bates, að sögn Washington Post. Landsnefnd Demókrataflokksins fordæmdi ummæli Trumps í gær ásamt nokkrum öðrum stjórnmálamönnum, nær eingöngu demókrötum. Svo virðist sem að tilefni færslu Trumps hafi verið „uppljóstranir“ sem Elon Musk, eigandi Twitters, boðaði um að fyrri stjórnendur samfélagsmiðilsins hefðu kæft tjáningarfrelsið í aðdraganda forsetakosninganna á föstudag. Ekkert kom þó fram í löngum þræði fyrrverandi blaðamanns sem Musk fékk til að birta innanhússsamskipti fyrrverandi stjórnenda og starfsmanna um að miðlinum hefði verið beitt gegn Trump eða í þágu demókrata.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Joe Biden Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira