Fiskveiðisamningur Færeyja og Rússlands sagður smekkleysa Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 3. desember 2022 17:05 Þórshöfn í Færeyjum Celal Gunes/Getty Images Evrópusambandið gagnrýnir nýjar fiskveiðisamning Færeyja og Rússlands. Þingmaður Dana á Evrópuþinginu segir samninginn smekklausan. Stærsti samningur í sögu Færeyja Samningurinn sem Færeyingar gerðu við Rússa er langstærsti fiskveiðisamningur sem Færeyingar hafa gert við aðra þjóð. Hann felur í sér að færeysk skip geta veitt um 18 þúsund tonn af þorsk, ýsu og rækju í Barentshafi og Rússar geta veitt tæplega 100.000 tonn af kolmunna, síld og makríl í færeyskri lögsögu. Árni Skaale, sjávarútvegsráðherra Færeyja, segir að gildi samningsins jafngildi um 5 prósentum af þjóðarframleiðslu Færeyja, en Færeyingar hafa gert fiskveiðisamninga við Rússa í tæplega hálfa öld, eða allt frá árinu 1977. Segir samninginn smekkleysu Morten Helveg Petersen, þingmaður De Radikale á Evrópuþinginu, segir að samningurinn sé smekkleysa á sama tíma og aðrar þjóðir Evrópu leggi áherslu á að standa saman gegn grimmdarverkum Rússa í Úkraínu. Árni Skaale blæs á þessa gagnrýni. Hann bendir á að viðskiptabann Evrópusambandsins gagnvart Rússlandi gildi ekki um matvæli, og að umfang samningsins fyrir Færeyinga jafngildi því að Danir myndu leggja niður innlendan landbúnað, og gott betur. Hann bendir sömuleiðis á að ríki Evrópu eigi enn í alls kyns viðskiptum við Rússa. Þá má nefna að Norðmenn endurnýjuðu einnig fyrir skemmstu fiskveiðisamning sinn við Rússa. Kosningar í Færeyjum á fimmtudag Þingkosningar fara fram í Færeyjum á fimmtudag í næstu viku, en þessi samningur breytir vart miklu um niðurstöður þeirra þar sem almenn samstaða ríkir á eyjunum, jafnt meðal almennings og stjórnmálaflokkanna um að ganga til samninga við Rússa. Færeyjar Sjávarútvegur Rússland Evrópusambandið Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Stærsti samningur í sögu Færeyja Samningurinn sem Færeyingar gerðu við Rússa er langstærsti fiskveiðisamningur sem Færeyingar hafa gert við aðra þjóð. Hann felur í sér að færeysk skip geta veitt um 18 þúsund tonn af þorsk, ýsu og rækju í Barentshafi og Rússar geta veitt tæplega 100.000 tonn af kolmunna, síld og makríl í færeyskri lögsögu. Árni Skaale, sjávarútvegsráðherra Færeyja, segir að gildi samningsins jafngildi um 5 prósentum af þjóðarframleiðslu Færeyja, en Færeyingar hafa gert fiskveiðisamninga við Rússa í tæplega hálfa öld, eða allt frá árinu 1977. Segir samninginn smekkleysu Morten Helveg Petersen, þingmaður De Radikale á Evrópuþinginu, segir að samningurinn sé smekkleysa á sama tíma og aðrar þjóðir Evrópu leggi áherslu á að standa saman gegn grimmdarverkum Rússa í Úkraínu. Árni Skaale blæs á þessa gagnrýni. Hann bendir á að viðskiptabann Evrópusambandsins gagnvart Rússlandi gildi ekki um matvæli, og að umfang samningsins fyrir Færeyinga jafngildi því að Danir myndu leggja niður innlendan landbúnað, og gott betur. Hann bendir sömuleiðis á að ríki Evrópu eigi enn í alls kyns viðskiptum við Rússa. Þá má nefna að Norðmenn endurnýjuðu einnig fyrir skemmstu fiskveiðisamning sinn við Rússa. Kosningar í Færeyjum á fimmtudag Þingkosningar fara fram í Færeyjum á fimmtudag í næstu viku, en þessi samningur breytir vart miklu um niðurstöður þeirra þar sem almenn samstaða ríkir á eyjunum, jafnt meðal almennings og stjórnmálaflokkanna um að ganga til samninga við Rússa.
Færeyjar Sjávarútvegur Rússland Evrópusambandið Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira