Ekki of seint að gera betur Inga Sæland skrifar 29. nóvember 2022 14:31 Þann 10. nóvember sl. lagði ég fram breytingartillögu við frumvarp fjármálaráðherra til fjáraukalaga. Þar var lagt til að eingreiðsla til öryrkja yrði hækkuð úr 27.772 krónum skatta og skerðingalaust í 60.000 krónur. Einnig lagði ég til að skatta og skerðingalaus eingreiðsla að sömu fjárhæð yrði veitt til þeirra 6.000 ellilífeyrisþega sem enga aðra framfærslu hafa en berstrípaðar greiðslur Tryggingastofnunar. Þar er um að ræða einstaklinga sem áður voru öryrkjar en við 67 ára aldur urðu „stálheilbrigðir“ eldri borgarar og í stað greiðslu frá TR vegna örorku fá nú greiðslu þaðan sem ellilífeyri. Sú greiðsla er lægri en greiðslan vegna örorkunnar var. Einnig eru í þessum sárafátækasta hópi eldra fólks fullorðnar konur sem eyddu starfsæviárum sínum í hið vanþakkláta starf heimavinnandi húsmóður. Gamlar konur í dag sem eiga engin réttindi úr lífeyrissjóði en eru kyriflega múraðar inni í rammgerðri fátæktargildrunni sem sjórnvöld hafa múrað um svo allt of marga. Á fundi fjárlaganefndar Alþingis í gærmorgun var svo samþykkt að greiða 60.300 króna eingreiðslu til öryrkja í desember. Ákvörðun sem er byggð á breytingartillögu minni við fyrirliggjandi frumvarpi til fjáraukalaga hvað lítur að skatta og skerðingalausri greiðslu til öryrkja. Þann hluta ber að þakka og miður að þurfa á sama tíma að fordæma þau vinnubrögð nefndarinnar að hundsa enn og aftur aldraða í sárri neyð. Enn og aftur að mismuna þeim og snúa blinda auganu að vanmætti þeirra og bágindum. Það myndi kosta ríkissjóð um 360 millj. kr. að koma til móts við þennan verst setta hóp eldra fólks. Hvernig getur það vafist fyrir fjármálaráðherra að hjálpa þeim? Hann sem hefur óskað umboðs í fjáraukanum upp á 6 milljarða króna til að fjárfesta í nýju höll Landsbankans á Austurbakka. Það sem ég kalla Snobb-Hill og ekkert annað. Það vefst ekki fyrir ríkisstjórninni að lækka bankaskatt um milljarða króna hjá moldríkum fjármálastofnunum sem eru nú í óðaverðbólgu og okurvöxtum að maka krókinn sem aldrei fyrr á kostnað skuldsettra heimila og fyrirtækja. Það hefur heldur ekki vafist fyrir þeim að lækka veiðigjöldin á stórútgerðina eins og raunverulega var gert á síðasta kjörtímabili. Það er kaldhæðnislegt í meira lagi að ráðherra málaflokksins skuli reyna að réttlæta það hvernig hann ætlar að skilja þennan fátækasta hóp aldraðra útundan með þeim rökum, að lögunum hafi verið breytt til batnaðar fyrir þau á dögunum. Staðreyndin er hins vegar sú að sá hópur sem breytingartillaga mín tekur til, er ekkert betur settur þótt lögunum hafi verið breytt. Grunnframfærsla þeirra er sem fyrr, langt undir fátæktarmörkum. Ég skora hér með á alla þá sem hafa vald til, að sýna gæsku og mannúð fyrir jólin. Það er aldrei of seint að gera betur Höfundur er formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Fjárlagafrumvarp 2023 Félagsmál Flokkur fólksins Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 10. nóvember sl. lagði ég fram breytingartillögu við frumvarp fjármálaráðherra til fjáraukalaga. Þar var lagt til að eingreiðsla til öryrkja yrði hækkuð úr 27.772 krónum skatta og skerðingalaust í 60.000 krónur. Einnig lagði ég til að skatta og skerðingalaus eingreiðsla að sömu fjárhæð yrði veitt til þeirra 6.000 ellilífeyrisþega sem enga aðra framfærslu hafa en berstrípaðar greiðslur Tryggingastofnunar. Þar er um að ræða einstaklinga sem áður voru öryrkjar en við 67 ára aldur urðu „stálheilbrigðir“ eldri borgarar og í stað greiðslu frá TR vegna örorku fá nú greiðslu þaðan sem ellilífeyri. Sú greiðsla er lægri en greiðslan vegna örorkunnar var. Einnig eru í þessum sárafátækasta hópi eldra fólks fullorðnar konur sem eyddu starfsæviárum sínum í hið vanþakkláta starf heimavinnandi húsmóður. Gamlar konur í dag sem eiga engin réttindi úr lífeyrissjóði en eru kyriflega múraðar inni í rammgerðri fátæktargildrunni sem sjórnvöld hafa múrað um svo allt of marga. Á fundi fjárlaganefndar Alþingis í gærmorgun var svo samþykkt að greiða 60.300 króna eingreiðslu til öryrkja í desember. Ákvörðun sem er byggð á breytingartillögu minni við fyrirliggjandi frumvarpi til fjáraukalaga hvað lítur að skatta og skerðingalausri greiðslu til öryrkja. Þann hluta ber að þakka og miður að þurfa á sama tíma að fordæma þau vinnubrögð nefndarinnar að hundsa enn og aftur aldraða í sárri neyð. Enn og aftur að mismuna þeim og snúa blinda auganu að vanmætti þeirra og bágindum. Það myndi kosta ríkissjóð um 360 millj. kr. að koma til móts við þennan verst setta hóp eldra fólks. Hvernig getur það vafist fyrir fjármálaráðherra að hjálpa þeim? Hann sem hefur óskað umboðs í fjáraukanum upp á 6 milljarða króna til að fjárfesta í nýju höll Landsbankans á Austurbakka. Það sem ég kalla Snobb-Hill og ekkert annað. Það vefst ekki fyrir ríkisstjórninni að lækka bankaskatt um milljarða króna hjá moldríkum fjármálastofnunum sem eru nú í óðaverðbólgu og okurvöxtum að maka krókinn sem aldrei fyrr á kostnað skuldsettra heimila og fyrirtækja. Það hefur heldur ekki vafist fyrir þeim að lækka veiðigjöldin á stórútgerðina eins og raunverulega var gert á síðasta kjörtímabili. Það er kaldhæðnislegt í meira lagi að ráðherra málaflokksins skuli reyna að réttlæta það hvernig hann ætlar að skilja þennan fátækasta hóp aldraðra útundan með þeim rökum, að lögunum hafi verið breytt til batnaðar fyrir þau á dögunum. Staðreyndin er hins vegar sú að sá hópur sem breytingartillaga mín tekur til, er ekkert betur settur þótt lögunum hafi verið breytt. Grunnframfærsla þeirra er sem fyrr, langt undir fátæktarmörkum. Ég skora hér með á alla þá sem hafa vald til, að sýna gæsku og mannúð fyrir jólin. Það er aldrei of seint að gera betur Höfundur er formaður Flokks fólksins.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun