Ríkið sýknað af kröfu Símans um veiðirétt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. nóvember 2022 15:29 Þetta er lax. Getty Íslenska ríkið hefur verið sýknað af kröfu Símans um að fjarskiptafyrirtækið ætti veiðirétt fyrir landi sínu sem liggur að Sandá í Þjórsárdal. Umfangsmikil skógrækt Skógræktarinnar á jörðinni skipti sköpum í málinu. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Ágreiningurinn laut sem fyrr segir að veiðirétti í Sandá. Íslenska ríkið er eigandi jarðarinnar Skriðufells í Gnúpverjahreppi. Liggur land jarðarinnar að Sandá. Síminn, þá Landsíminn, eignaðist 60 hektara landspildu úr jörðinni Skriðufelli árið 1999. Liggur land þeirrar landspildu einnig að Sandá. Byggðu á fornri reglu Vildi Síminn meina að réttur fyrirtækisins til veiði í Sandá byggði á þeirri fornu reglu í íslenskum rétti að eignarhaldi á landi fylgi veiðiréttur í vatni á eða fyrir því landi. Þá taldi Síminn að enginn búskapur hafi verið á jörðinni þegar jörðin var afhent. Þetta skiptir máli þar sem málið snerist í raun um hvort að bannregla við aðskilnað veiðiréttar frá bújörðum samkvæmt þágildandi lögum hafi verið í gildi eða ekki. Er þar um að ræða þágildandi lög um lax og silungsveiði þar sem meðal annars var kveðið á um að um að ekki mætti skilja veiðirétt að nokkru eða öllu leyti við landareign, hvorki fyrir fullt og allt né um tiltekinn tíma. Síminn vildi meina að umrædd regla hafi ekki verið í gildi, þar sem jörðin hafi ekki verið bújörð þegar fyrirtækið fékk hana afhenta. Síminn taldi sig eiga veiðirétt í Sandá.Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið taldi hins vegar að jörðin hafi verið bújörð, ekki síst vegna þess að þar stundaði Skógræktin skógrækt, sem teldist ótvírætt til landbúnaðar. Því hafi umrædd bannregla verið í gildi þegar Síminn fékk jörðina afhenta. Umfangsmikil skógrækt Skógræktarinnar geri jörðina að bújörð Í niðurstöðu héraðsdóms er vísað í að tilgangurinn með umræddu banni hafi frá upphafi verið sá að sporna við því að landkostir jarða í landbúnaðarnotum skertust Vilji löggjafans hafi verið skýr um að heppilegast væri að veiðin fylgdi öðrum landsnytjum og að sá sem stundaði búskap á jörðinni og hefði önnur landnot hennar nyti veiðinnar einnig. Taldi Héraðsdómur að sýnt hafi verið fram á að Skógræktin hafi verið með umfangsmikinn búrekstur í formi skógræktar þegar Síminn eignaðist landspilduna. Því hafi umrætt bannregla verið í gildi og óheimilt að skilja veiðirétt í Sandá frá jörðinni Skriðufelli. Var íslenska ríkið því sýknað af kröfum Símans. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Dómsmál Síminn Lax Skógrækt og landgræðsla Landbúnaður Tengdar fréttir 99,4 sm lax úr Sandá í Þjórsárdal í gær Sandá í Þjórsárdal er nett og skemmtileg á sem getur oft gefið væna laxa en það hafa allt of fáir veiðimenn gefið sér tíma til að kynnast þessari á. 30. júlí 2022 09:40 Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Ágreiningurinn laut sem fyrr segir að veiðirétti í Sandá. Íslenska ríkið er eigandi jarðarinnar Skriðufells í Gnúpverjahreppi. Liggur land jarðarinnar að Sandá. Síminn, þá Landsíminn, eignaðist 60 hektara landspildu úr jörðinni Skriðufelli árið 1999. Liggur land þeirrar landspildu einnig að Sandá. Byggðu á fornri reglu Vildi Síminn meina að réttur fyrirtækisins til veiði í Sandá byggði á þeirri fornu reglu í íslenskum rétti að eignarhaldi á landi fylgi veiðiréttur í vatni á eða fyrir því landi. Þá taldi Síminn að enginn búskapur hafi verið á jörðinni þegar jörðin var afhent. Þetta skiptir máli þar sem málið snerist í raun um hvort að bannregla við aðskilnað veiðiréttar frá bújörðum samkvæmt þágildandi lögum hafi verið í gildi eða ekki. Er þar um að ræða þágildandi lög um lax og silungsveiði þar sem meðal annars var kveðið á um að um að ekki mætti skilja veiðirétt að nokkru eða öllu leyti við landareign, hvorki fyrir fullt og allt né um tiltekinn tíma. Síminn vildi meina að umrædd regla hafi ekki verið í gildi, þar sem jörðin hafi ekki verið bújörð þegar fyrirtækið fékk hana afhenta. Síminn taldi sig eiga veiðirétt í Sandá.Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið taldi hins vegar að jörðin hafi verið bújörð, ekki síst vegna þess að þar stundaði Skógræktin skógrækt, sem teldist ótvírætt til landbúnaðar. Því hafi umrædd bannregla verið í gildi þegar Síminn fékk jörðina afhenta. Umfangsmikil skógrækt Skógræktarinnar geri jörðina að bújörð Í niðurstöðu héraðsdóms er vísað í að tilgangurinn með umræddu banni hafi frá upphafi verið sá að sporna við því að landkostir jarða í landbúnaðarnotum skertust Vilji löggjafans hafi verið skýr um að heppilegast væri að veiðin fylgdi öðrum landsnytjum og að sá sem stundaði búskap á jörðinni og hefði önnur landnot hennar nyti veiðinnar einnig. Taldi Héraðsdómur að sýnt hafi verið fram á að Skógræktin hafi verið með umfangsmikinn búrekstur í formi skógræktar þegar Síminn eignaðist landspilduna. Því hafi umrætt bannregla verið í gildi og óheimilt að skilja veiðirétt í Sandá frá jörðinni Skriðufelli. Var íslenska ríkið því sýknað af kröfum Símans.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Dómsmál Síminn Lax Skógrækt og landgræðsla Landbúnaður Tengdar fréttir 99,4 sm lax úr Sandá í Þjórsárdal í gær Sandá í Þjórsárdal er nett og skemmtileg á sem getur oft gefið væna laxa en það hafa allt of fáir veiðimenn gefið sér tíma til að kynnast þessari á. 30. júlí 2022 09:40 Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
99,4 sm lax úr Sandá í Þjórsárdal í gær Sandá í Þjórsárdal er nett og skemmtileg á sem getur oft gefið væna laxa en það hafa allt of fáir veiðimenn gefið sér tíma til að kynnast þessari á. 30. júlí 2022 09:40