Verkefni í þágu trans barna og hinsegin fólks styrkt um fjórar milljónir Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. nóvember 2022 11:53 Verkefnin hlutu styrk úr Framkvæmdasjóði hinsegin málefna. Vísir/Vilhelm Tvö verkefni á vegum heilbrigðisráðuneytisins hafa hlotið ríflega fjögurra milljóna króna styrk úr Framkvæmdarsjóði hinsegin málefna. Annars vegar er um að ræða rannsókn sem miðar að því að kortleggja þarfir og óskir hinsegin fólks sem leitar til transteymis Landspítala og hins vegar þróunarverkefni sem felur í sér fræðsluhópi fyrir foreldra trans barna á BUGL. Að því er kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins starfar Framkvæmdasjóður hinsegin málefna á grundvelli aðgerðaráætlunar í málefnum hinsegin fólks en þingsályktunartillaga um áætlunina var samþykkt á Alþingi í sumar. Þar kemur fram að fjörutíu milljónum króna verði varið til verkefna sem styðja við málefni hinsegin fólks á vegum ráðuneytanna til ársins 2025. Fyrra verkefnið sem hlaut styrk úr sjóðnum, kortlagning á þörfum hinsegin fólks hjá transteymi Landspítala, felur í sér tímabundna ráðningu meistaranema í heilbrigðisvísindum sem mun sjá um rannsóknina og kortleggja hversu vel þjónustan mætir þörfum þeirra sem þangað leita. Að því er kemur fram í tilkynningu er það tilfinning meðferðaraðila að fjölbreytileiki og þjónustuþarfir hópsins hafi breyst á undanförnum árum og því sé sérstaklega mikilvægt að kortleggja þarfir hans og varpa ljósi á þróunina. Styrkur til verkefnisins nemur tveimur milljónum króna og mun geðþjónusta Landspítala veita hlutaðeigandi reglubundna handleiðslu. Seinna verkefnið felur í sér að komið verði á fót fræðsluhóp fyrir foreldra trans barna sem eru í þjónustu hjá barna- og unglingageðdeild Landpítala, BUGL, en samkvæmt tilkynningunni liggur fyrir að eftirspurn og áhugi sé meðal foreldra á slíkum stuðningi. Fyrirliggjandi erlent námsefni verður þýtt og staðfært auk þess sem útbúið verður fræðsluefni sem nýtist á námskeiðum fyrir foreldra en það verður skipulagt að fyrirmynd foreldranámskeiðis sem þegar er haldið reglulega fyrir foreldra barna með einhverfu í þjónustu hjá BUGL. Alls nemur styrkur til verkefnisins rúmum tveimur milljónum króna. Forsætisráðuneytið og mennta- og barnamálaráðuneytið undirrituðu sömuleiðis á dögunum samstarfssamninga á dögunum við Samtökin ´78 að fjárhæð níu milljóna króna og eru markmið samninganna að veita fræðslu og stuðning til hinsegin barna og ungmenna og vinna gegn fordómum og haturstjáningu. Hinsegin Heilbrigðismál Málefni trans fólks Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Að því er kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins starfar Framkvæmdasjóður hinsegin málefna á grundvelli aðgerðaráætlunar í málefnum hinsegin fólks en þingsályktunartillaga um áætlunina var samþykkt á Alþingi í sumar. Þar kemur fram að fjörutíu milljónum króna verði varið til verkefna sem styðja við málefni hinsegin fólks á vegum ráðuneytanna til ársins 2025. Fyrra verkefnið sem hlaut styrk úr sjóðnum, kortlagning á þörfum hinsegin fólks hjá transteymi Landspítala, felur í sér tímabundna ráðningu meistaranema í heilbrigðisvísindum sem mun sjá um rannsóknina og kortleggja hversu vel þjónustan mætir þörfum þeirra sem þangað leita. Að því er kemur fram í tilkynningu er það tilfinning meðferðaraðila að fjölbreytileiki og þjónustuþarfir hópsins hafi breyst á undanförnum árum og því sé sérstaklega mikilvægt að kortleggja þarfir hans og varpa ljósi á þróunina. Styrkur til verkefnisins nemur tveimur milljónum króna og mun geðþjónusta Landspítala veita hlutaðeigandi reglubundna handleiðslu. Seinna verkefnið felur í sér að komið verði á fót fræðsluhóp fyrir foreldra trans barna sem eru í þjónustu hjá barna- og unglingageðdeild Landpítala, BUGL, en samkvæmt tilkynningunni liggur fyrir að eftirspurn og áhugi sé meðal foreldra á slíkum stuðningi. Fyrirliggjandi erlent námsefni verður þýtt og staðfært auk þess sem útbúið verður fræðsluefni sem nýtist á námskeiðum fyrir foreldra en það verður skipulagt að fyrirmynd foreldranámskeiðis sem þegar er haldið reglulega fyrir foreldra barna með einhverfu í þjónustu hjá BUGL. Alls nemur styrkur til verkefnisins rúmum tveimur milljónum króna. Forsætisráðuneytið og mennta- og barnamálaráðuneytið undirrituðu sömuleiðis á dögunum samstarfssamninga á dögunum við Samtökin ´78 að fjárhæð níu milljóna króna og eru markmið samninganna að veita fræðslu og stuðning til hinsegin barna og ungmenna og vinna gegn fordómum og haturstjáningu.
Hinsegin Heilbrigðismál Málefni trans fólks Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira