Áttu íbúð í blokk sem tengist rússneskri leyniþjónustu Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2022 12:45 Frá heimili hjónanna í úthverfi Stokkhólms. EPA/Fredrik Sandberg Rússnesku hjónin svo voru handtekin í Svíþjóð í vikunni fyrir njósnir, áttu íbúð í fjölbýlishúsi í Moskvu þar sem margir starfsmenn GRU-leyniþjónustu rússneska hersins, hafa einnig átt íbúðir. Hjónin eru einnig sögð tengjast fyrrverandi yfirmanni sænskrar leyniþjónustu fjölskylduböndum. Hjónin voru handtekin á þriðjudaginn í umfangsmikilli aðgerð í úthverfi Stokkhólms. Maðurinn er grunaður um umfangsmiklar njósnir í Svíþjóð og í öðru ríki sem ekki hefur verið tilgreint. Konan er grunuð um að hafa aðstoðað hann en henni var sleppt úr haldi á fimmtudaginn, samkvæmt frétt VG í Noregi. Sjá einnig: Njósnararnir í Stokkhólmi eru rússnesk hjón á sjötugsaldri Saksóknarar í Svíþjóð lýstu því yfir í gær að maðurinn væri grunaður um að tengjast GRU en ekki var farið nánar út í það. Rannsakendur Bellingcat hafa fundið gögn sem lekið var úr opinberum gagnagrunnum í Rússlandi, sem vísa til þess að árið 1999, skömmu áður en þau fluttu til Svíþjóðar, áttu hjónin íbúð í fjölbýlishúsi að Zorge-götu 36 í Moskvu. Það fjölbýlishús tengist GRU, sem er leyniþjónusta rússneska hersins og sér um njósnir og aðrar aðgerðir Rússa á erlendri grundu. Eliot Higgins er stofnandi rannsóknarsamtakanna Bellingcat. This building is packed full of interesting residents. The apartment number of the couple arrested in Sweden is 282, and just down the corridor is apartment 288, the home of Denis Sergeev, the 3rd suspect in the Skripal poisoning:https://t.co/YMgWSSiGPl— Eliot Higgins (@EliotHiggins) November 26, 2022 Útsendarar GRU eru meðal annars grunaðir um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans í Salisbury í Englandi, fjölmargar tölvuárásir og skemmdarverk. Sjá einnig - Ótrúleg slóð útsendara: Banatilræði, skemmdarverk og milliríkjadeilur Meðal þeirra sem hafa átt íbúir í fjölbýlishúsinu eru Denis Sergeev, sem er grunaður um að hafa komið að Skripal-eitruninni. Herforinginn Andrey Averyanov átti einnig íbúð í húsinu en hann stýrir sérstakri deild GRU sem ber nafnið 29155 en meðlimir hennar sérhæfa sig í undirróði, skemmdarverkum og pólitískum morðum. Sérfræðingur segir í samtali við VG að algengt sé að útsendarar GRU séu skráðir til heimils í fjölbýlishúsinu þegar þeir eru sendir erlendis. Þá segir VG að hjónin hafi átt nokkur fyrirtæki í gegnum árin. Eitt þeirra hafi einnig verið í eigu fyrrverandi ofursta hjá GRU sem sé nú sestur í helgan stein. Hann var rekinn frá Frakklandi árið 1981 fyrir njósnir. VG segir ennfremur að hjónin tengist einnig fyrrverandi yfirmanni sænskrar leyniþjónustu fjölskylduböndum. Það hafi þó gerst eftir að viðkomandi maður settist í helgan stein og mun hann aldrei hafa hitt hjónin í persónu. Svíþjóð Rússland Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
Hjónin voru handtekin á þriðjudaginn í umfangsmikilli aðgerð í úthverfi Stokkhólms. Maðurinn er grunaður um umfangsmiklar njósnir í Svíþjóð og í öðru ríki sem ekki hefur verið tilgreint. Konan er grunuð um að hafa aðstoðað hann en henni var sleppt úr haldi á fimmtudaginn, samkvæmt frétt VG í Noregi. Sjá einnig: Njósnararnir í Stokkhólmi eru rússnesk hjón á sjötugsaldri Saksóknarar í Svíþjóð lýstu því yfir í gær að maðurinn væri grunaður um að tengjast GRU en ekki var farið nánar út í það. Rannsakendur Bellingcat hafa fundið gögn sem lekið var úr opinberum gagnagrunnum í Rússlandi, sem vísa til þess að árið 1999, skömmu áður en þau fluttu til Svíþjóðar, áttu hjónin íbúð í fjölbýlishúsi að Zorge-götu 36 í Moskvu. Það fjölbýlishús tengist GRU, sem er leyniþjónusta rússneska hersins og sér um njósnir og aðrar aðgerðir Rússa á erlendri grundu. Eliot Higgins er stofnandi rannsóknarsamtakanna Bellingcat. This building is packed full of interesting residents. The apartment number of the couple arrested in Sweden is 282, and just down the corridor is apartment 288, the home of Denis Sergeev, the 3rd suspect in the Skripal poisoning:https://t.co/YMgWSSiGPl— Eliot Higgins (@EliotHiggins) November 26, 2022 Útsendarar GRU eru meðal annars grunaðir um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans í Salisbury í Englandi, fjölmargar tölvuárásir og skemmdarverk. Sjá einnig - Ótrúleg slóð útsendara: Banatilræði, skemmdarverk og milliríkjadeilur Meðal þeirra sem hafa átt íbúir í fjölbýlishúsinu eru Denis Sergeev, sem er grunaður um að hafa komið að Skripal-eitruninni. Herforinginn Andrey Averyanov átti einnig íbúð í húsinu en hann stýrir sérstakri deild GRU sem ber nafnið 29155 en meðlimir hennar sérhæfa sig í undirróði, skemmdarverkum og pólitískum morðum. Sérfræðingur segir í samtali við VG að algengt sé að útsendarar GRU séu skráðir til heimils í fjölbýlishúsinu þegar þeir eru sendir erlendis. Þá segir VG að hjónin hafi átt nokkur fyrirtæki í gegnum árin. Eitt þeirra hafi einnig verið í eigu fyrrverandi ofursta hjá GRU sem sé nú sestur í helgan stein. Hann var rekinn frá Frakklandi árið 1981 fyrir njósnir. VG segir ennfremur að hjónin tengist einnig fyrrverandi yfirmanni sænskrar leyniþjónustu fjölskylduböndum. Það hafi þó gerst eftir að viðkomandi maður settist í helgan stein og mun hann aldrei hafa hitt hjónin í persónu.
Svíþjóð Rússland Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira